Starfsfólk fái greitt þrátt fyrir verkfallsþátttöku Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. október 2023 15:12 Helgi Rúnar er forstjóri 66° Norður. 66° Norður Forstjóri 66° Norður segir misskilning að konur sem starfa hjá fyrirtækinu fái ekki greidd laun þrátt fyrir að leggja niður störf í tilefni Kvennaverkfallsins. Öllu starfsfólki hafi gefist kostur á að taka þátt í verkfallinu eftir hádegi. Fréttastofa ræddi í dag við tvo starfsmenn 66° Norður í Bankastræti, sem sögðu að aðeins væru greidd laun í tvo tíma, frá hálf tvö til hálf fjögur, eða meðan á samstöðufundi verkfallsins á Arnarhóli stæði. Forstjóri fyrirtækisins segir málið þó á misskilningi byggt. „Það er náttúrulega þannig að sumt fólk hjá okkur er í fullu starfi og sumt fólk er að taka vaktir. Við greiðum fyrir þá vakt sem viðkomandi er að missa af,“ segir Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66° Norður. Fólk í fullu starfi fái að sama skapi greitt, þrátt fyrir þátttöku í verkfallinu. Öllum hafi gefist kostur á að taka þátt Sendir hafi verið út upplýsingapóstar til starfsfólks fyrir helgi þar sem því hafi verið tjáð að öllum gæfist kostur á að leggja niður störf eftir hádegi í dag. Viðkomandi starfsmenn þyrftu að upplýsa yfirmann sinn um það fyrir klukkan 13 í gær. Þá var kallað eftir því að starfsfólk virti hvert ákvarðanir annars um að taka þátt í verkfallinu eða ekki. Helgi segir að 66° Norður vilja standa fyrir kynjajafnrétti. Fyrirtækið sé með jafnlaunavottun til margra ára, og veiti konum brautargengi til stöðuhækkana til jafns við karla. Fjöldi fyrirtækja og stofnana standi ekki jafn framarlega, en geti hins vegar „keypt sig út úr umræðunni“ eins og Helgi kemst að orði. „Með því að borga kannski einhverja örlítið fleiri klukkutíma. Við erum með tíu búðir og það er gríðarlegt tjón ef við þurfum að loka þeim öllum, eða að stórum hluta. Við erum að reyna að vera fyrirmyndir fyrir aðrar stofnanir og fyrirtæki, og höldum því áfram. Við styðjum þennan málstað, eins og við sögðum fólkinu okkar og við hvern sem vill hlusta á það,“ segir Helgi. Kvennaverkfall Vinnumarkaður Verslun Reykjavík Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Sjá meira
Fréttastofa ræddi í dag við tvo starfsmenn 66° Norður í Bankastræti, sem sögðu að aðeins væru greidd laun í tvo tíma, frá hálf tvö til hálf fjögur, eða meðan á samstöðufundi verkfallsins á Arnarhóli stæði. Forstjóri fyrirtækisins segir málið þó á misskilningi byggt. „Það er náttúrulega þannig að sumt fólk hjá okkur er í fullu starfi og sumt fólk er að taka vaktir. Við greiðum fyrir þá vakt sem viðkomandi er að missa af,“ segir Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66° Norður. Fólk í fullu starfi fái að sama skapi greitt, þrátt fyrir þátttöku í verkfallinu. Öllum hafi gefist kostur á að taka þátt Sendir hafi verið út upplýsingapóstar til starfsfólks fyrir helgi þar sem því hafi verið tjáð að öllum gæfist kostur á að leggja niður störf eftir hádegi í dag. Viðkomandi starfsmenn þyrftu að upplýsa yfirmann sinn um það fyrir klukkan 13 í gær. Þá var kallað eftir því að starfsfólk virti hvert ákvarðanir annars um að taka þátt í verkfallinu eða ekki. Helgi segir að 66° Norður vilja standa fyrir kynjajafnrétti. Fyrirtækið sé með jafnlaunavottun til margra ára, og veiti konum brautargengi til stöðuhækkana til jafns við karla. Fjöldi fyrirtækja og stofnana standi ekki jafn framarlega, en geti hins vegar „keypt sig út úr umræðunni“ eins og Helgi kemst að orði. „Með því að borga kannski einhverja örlítið fleiri klukkutíma. Við erum með tíu búðir og það er gríðarlegt tjón ef við þurfum að loka þeim öllum, eða að stórum hluta. Við erum að reyna að vera fyrirmyndir fyrir aðrar stofnanir og fyrirtæki, og höldum því áfram. Við styðjum þennan málstað, eins og við sögðum fólkinu okkar og við hvern sem vill hlusta á það,“ segir Helgi.
Kvennaverkfall Vinnumarkaður Verslun Reykjavík Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Sjá meira