Býst við að Tonali verði klár þrátt fyrir meint brot á veðmálareglum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 24. október 2023 17:45 Eddie Howe býst við því að geta notað Sandro Tonali á morgun. Stu Forster/Getty Images Eddie Howe, knattspyrnustjóri Newcastle, gerir ráð fyrir því að ítalski miðjumaðurinn Sandro Tonali verði klár í slaginn er liðið tekur á móti Borussia Dortmund í Meistaradeild Evrópu á morgun, þrátt fyrir það að leikmaðurinn sæti rannsókn fyrir brot á veðmálareglum. Tonali bíður þess nú að fá fréttir af rannsókn á máli sínu er varðar meint brot leikmannsins á veðmálareglum, en verði hann fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér langt bann. Knattspyrnustjórinn Eddie Howe gerir þó ráð fyrir því að Tonali verði með Newcastle er liðið tekur á móti Dortmund annað kvöld. „Eftir því sem ég best veit þá býst ég við því að hann verði klár á morgun,“ sagði Howe á blaðamannafundi í dag. „Ég undirbý mig og liðið mitt þannig þar til mér verður sagt eitthvað annað.“ Tonali var sendur heim úr æfingabúðum ítalska landsliðsins fyrr í þessum mánuði, ásamt Nicolo Zaniolo, leikmanni Aston Villa, eftir að fréttir bárust af því að þeir sættu rannsókn vegna meintra brota á veðmálareglum. Tonali og Zaniolo eru þó ekki einu ítölsku landsliðsmennirnir sem hafa komið sér í klandur vegna brota á veðmálareglum undanfarnar vikur því Nicolo Fagioli, leikmaður Juventus, var í síðustu viku dæmdur í sjö mánaða bann fyrir samskonar brot. Fagioli fékk alls tólf mánaða bann fyrir brot sín, en þar af eru fimm mánuðir skilorðsbundnir. Þá þarf hann einnig að greiða 12.500 evrur í sekt, sem samsvarar tæplega tveimur milljónum króna. Newcastle tekur á móti Dortmund í Meistaradeild Evrópu klukkan 19:00 annað kvöld og verður leikurinn í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira
Tonali bíður þess nú að fá fréttir af rannsókn á máli sínu er varðar meint brot leikmannsins á veðmálareglum, en verði hann fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér langt bann. Knattspyrnustjórinn Eddie Howe gerir þó ráð fyrir því að Tonali verði með Newcastle er liðið tekur á móti Dortmund annað kvöld. „Eftir því sem ég best veit þá býst ég við því að hann verði klár á morgun,“ sagði Howe á blaðamannafundi í dag. „Ég undirbý mig og liðið mitt þannig þar til mér verður sagt eitthvað annað.“ Tonali var sendur heim úr æfingabúðum ítalska landsliðsins fyrr í þessum mánuði, ásamt Nicolo Zaniolo, leikmanni Aston Villa, eftir að fréttir bárust af því að þeir sættu rannsókn vegna meintra brota á veðmálareglum. Tonali og Zaniolo eru þó ekki einu ítölsku landsliðsmennirnir sem hafa komið sér í klandur vegna brota á veðmálareglum undanfarnar vikur því Nicolo Fagioli, leikmaður Juventus, var í síðustu viku dæmdur í sjö mánaða bann fyrir samskonar brot. Fagioli fékk alls tólf mánaða bann fyrir brot sín, en þar af eru fimm mánuðir skilorðsbundnir. Þá þarf hann einnig að greiða 12.500 evrur í sekt, sem samsvarar tæplega tveimur milljónum króna. Newcastle tekur á móti Dortmund í Meistaradeild Evrópu klukkan 19:00 annað kvöld og verður leikurinn í beinni útsendingu á Vodafone Sport.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira