Fylgjast vel með en óvíst hvort kvika færist nær yfirborðinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. október 2023 12:28 Upptök skjálftanna stóru voru norður af Þorbirni í Grindavík. Vísir/Egill Tveir jarðskjálftar yfir þremur að stærð mældust rétt norður af Þorbirni í Grindavík í morgun. Meira en þúsund skjálftar hafa mælst við Þorbjörn og Fagradalsfjall síðan á miðnætti. Bæjarstjórinn í Grindavík segir óþægilegt að vakna aftur við þennan veruleika en íbúar séu orðnir vanir. Klukkan hálf sex í morgun mældist skjálfti 3,9 að stærð rétt norður af Þorbirni og tæpum þremur klukkustundum síðar reið skjálfti 4,5 að stærð yfir á svipuðum stað. Stóri skjálftinn fannst vel á Reykjanesi og á höfuðborgarsvæðinu og alla leið á Akranes. Mikil skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesi í alla nótt og meira en þúsund skjálftar mælst við Þorbjörn og Fagradalsfjall. Það var síðast í ágúst í fyrra sem skjálftar yfir fjórum að stærð mældust á þessum slóðum. Ríkislögreglustjóri hefur þá í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýst yfir óvissustigi vegna skjálftahrinunnar á Reykjanesi. Er þetta merki um að kvika sé að hreyfast þarna undir yfirborðinu? „Við erum að skoða gögn í dag og það gæti tekið smá tíma að fá rétta mynd á þetta. Við erum að fylgjast mjög vel með en ekkert hægt að segja að svo stöddu,“ segir Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Enginn gosórói mælist þó á svæðinu. „Það gerðist fyrir gosið 2022 að það voru skjálftar á þessu svæði þegar það gaus síðan í Fagradalsfjalli. Það er einn valmöguleikinn en svo gæti verið að þessari hrinu ljúki á næstu dögum og ekkert verði.“ Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík segir óþægilegt að vakna við skjálfta í morgun en bæjarbúar séu öllu vanir.Vísir/Arnar Fannar Jónasson, bæjarstjórinn í Grindavík segir þetta kunnuglegt stef í bænum og margir velti nú fyrir sér hvort þetta sé undanfari eldgoss. „Fyrir okkur heimamenn hér þýðir lítið að velta sér endalaust upp úr því hvað kann að gerast. Svæðin hérna í kring um okkur eru vel vöktuð og þessir færu vísindamenn á Veðurstofunni og víðar þeir sjá um að fylgjast með því hvað er að gerast og reyna að ráða í framhaldið,“ segir Fannar. Þó að þúsund skjálftar hafi mælst finni íbúar ekki fyrir öllum. „Þessir stóru eru auðvitað það sem við finnum mest fyrir og eru óþægilegastir og þeim fylgja gjarnan minni skjálftar eins og núna, kannski á hálftíma eða klukkutíma fresti.“ Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Lýsa yfir óvissustigi vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga. Jarðskjálftahrinan hófst snemma í morgun og er enn í gagni. 25. október 2023 12:13 Skjálfti 4,5 að stærð við Grindavík Jarðskjálfti af stærðinni 4,5 mældist nærri Grindavík klukkan 8:18. Skjálftinn er annar sem mælist yfir þremur að stærð á Reykjanesi í morgun. Jarðskjálftinn fannst vel á Reykjanesi, á höfuðborgarsvæðinu og alla leið upp á Akranes. 25. október 2023 08:26 Jarðskjálftahrina á Reykjanesi og stór skjálfti uppá 4,9 í Bárðarbungu Mikil skjálftavirkni er á Reykjanesi. Einar Hjörleifsson náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir þó engin merki um gosóróa en fyllsta ástæða sé að fylgjast grant með gangi mála. 25. október 2023 06:59 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Sjá meira
Klukkan hálf sex í morgun mældist skjálfti 3,9 að stærð rétt norður af Þorbirni og tæpum þremur klukkustundum síðar reið skjálfti 4,5 að stærð yfir á svipuðum stað. Stóri skjálftinn fannst vel á Reykjanesi og á höfuðborgarsvæðinu og alla leið á Akranes. Mikil skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesi í alla nótt og meira en þúsund skjálftar mælst við Þorbjörn og Fagradalsfjall. Það var síðast í ágúst í fyrra sem skjálftar yfir fjórum að stærð mældust á þessum slóðum. Ríkislögreglustjóri hefur þá í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýst yfir óvissustigi vegna skjálftahrinunnar á Reykjanesi. Er þetta merki um að kvika sé að hreyfast þarna undir yfirborðinu? „Við erum að skoða gögn í dag og það gæti tekið smá tíma að fá rétta mynd á þetta. Við erum að fylgjast mjög vel með en ekkert hægt að segja að svo stöddu,“ segir Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Enginn gosórói mælist þó á svæðinu. „Það gerðist fyrir gosið 2022 að það voru skjálftar á þessu svæði þegar það gaus síðan í Fagradalsfjalli. Það er einn valmöguleikinn en svo gæti verið að þessari hrinu ljúki á næstu dögum og ekkert verði.“ Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík segir óþægilegt að vakna við skjálfta í morgun en bæjarbúar séu öllu vanir.Vísir/Arnar Fannar Jónasson, bæjarstjórinn í Grindavík segir þetta kunnuglegt stef í bænum og margir velti nú fyrir sér hvort þetta sé undanfari eldgoss. „Fyrir okkur heimamenn hér þýðir lítið að velta sér endalaust upp úr því hvað kann að gerast. Svæðin hérna í kring um okkur eru vel vöktuð og þessir færu vísindamenn á Veðurstofunni og víðar þeir sjá um að fylgjast með því hvað er að gerast og reyna að ráða í framhaldið,“ segir Fannar. Þó að þúsund skjálftar hafi mælst finni íbúar ekki fyrir öllum. „Þessir stóru eru auðvitað það sem við finnum mest fyrir og eru óþægilegastir og þeim fylgja gjarnan minni skjálftar eins og núna, kannski á hálftíma eða klukkutíma fresti.“
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Lýsa yfir óvissustigi vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga. Jarðskjálftahrinan hófst snemma í morgun og er enn í gagni. 25. október 2023 12:13 Skjálfti 4,5 að stærð við Grindavík Jarðskjálfti af stærðinni 4,5 mældist nærri Grindavík klukkan 8:18. Skjálftinn er annar sem mælist yfir þremur að stærð á Reykjanesi í morgun. Jarðskjálftinn fannst vel á Reykjanesi, á höfuðborgarsvæðinu og alla leið upp á Akranes. 25. október 2023 08:26 Jarðskjálftahrina á Reykjanesi og stór skjálfti uppá 4,9 í Bárðarbungu Mikil skjálftavirkni er á Reykjanesi. Einar Hjörleifsson náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir þó engin merki um gosóróa en fyllsta ástæða sé að fylgjast grant með gangi mála. 25. október 2023 06:59 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Sjá meira
Lýsa yfir óvissustigi vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga. Jarðskjálftahrinan hófst snemma í morgun og er enn í gagni. 25. október 2023 12:13
Skjálfti 4,5 að stærð við Grindavík Jarðskjálfti af stærðinni 4,5 mældist nærri Grindavík klukkan 8:18. Skjálftinn er annar sem mælist yfir þremur að stærð á Reykjanesi í morgun. Jarðskjálftinn fannst vel á Reykjanesi, á höfuðborgarsvæðinu og alla leið upp á Akranes. 25. október 2023 08:26
Jarðskjálftahrina á Reykjanesi og stór skjálfti uppá 4,9 í Bárðarbungu Mikil skjálftavirkni er á Reykjanesi. Einar Hjörleifsson náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir þó engin merki um gosóróa en fyllsta ástæða sé að fylgjast grant með gangi mála. 25. október 2023 06:59