Krefjast svara um eftirlit og viðurlög vegna vildarpunktanotkunar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. október 2023 10:20 Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Hann segir félagið vita mörg dæmi þess að ríkisstarfsmenn hafi nýtt vildarpunkta í eigin þágu. Vísir/Vilhelm Félag atvinnurekenda hefur óskað eftir svörum frá fjármálaráðherra um það hvernig eftirliti með ráðstöfun vildarkjara vegna greiðslu farmiða fyrir ríkisstarfsmenn er háttað og hver viðurlögin séu ef starfsmaður verður uppvís að því að nota vildarpunkta í eigin þágu. Forsaga málsins er sú að FA ritaði forseta Alþingis og fjármálaráðherra erindi á dögunum þar sem athygli var vakin á því að það væri ekki aðeins sjálfsögð krafa að þingið og aðrar ríkisstofnanir veldu alltaf hagkvæmasta kostinn þegar flug væri valið fyrir starfsmenn, heldur væri hreinlega ólöglegt að þingmenn og aðrir ríkisstarfsmenn þáðu vildarpunkta fyrir að beina viðskiptum sínum til Icelandair eða annarra félaga sem byðu upp á vildarkjör. „Að þiggja þannig persónuleg fríðindi vegna ferða sem skattgreiðendur kosta, heitir spilling og lög og siðareglur eiga að hindra slíkt,“ sagði í erindi FA en tilefnið var grein Söru Lindar Guðbergsdóttur, forstjóra Ríkiskaupa, þar sem hún greindi frá því að rammasamningur um flugfargjöld ríkisstarfsmanna væri til endurskoðunar. Í fyrirspurn sinn til fjármálaráðherra segir að í kjölfar þess að félagið sendi erindi á ráðherra og forseta Alþingis hafi athygli þess verið vakin á því að um þetta giltu reglur, gefnar út af ráðherra 1. október 2020. Þar segir í 9. grein: „Fríðindi og hvers kyns vildarkjör sem aflað er við greiðslu á farmiða skulu eingöngu koma þeim ríkisaðila sem greiðir farmiðann til góða.“ „FA hefur upplýsingar um mörg tilvik þar sem starfsmenn ríkisins fá vildarpunkta vegna flugferða sem greiddar eru af skattgreiðendum og nota þá í persónulega þágu, þrátt fyrir ákvæði reglnanna,“ segir hins vegar í fyrirspurn FA. Viðskiptin í engu samræmi við framboð flugfélaganna Í fyrrnefndri grein forstjóra Ríkiskaupa sagði meðal annars að veiting vildarpunkta kynni að skapa „freistnivanda“ hjá starfsfólki þegar það væri að bóka flug. Þannig gæti verið freistandi að bóka heldur flug hjá félagi sem veitti vildarpunkta heldur en hjá félaginu með bestu kjörin. Umræðan er ekki ný af nálinni og nær allt aftur til 2012, þegar Iceland Express kærði útboð um rammasamning um flug ríkisstarfsmanna til Kærunefndar útboðsmála. Félagið sagði kjör Icelandair langtum lakari og að verið væri að bera fé á opinbera starfsmenn með vildarkerfinu. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA, sagði í viðtali við Vísi í mars síðastliðnum að ekkert samræmi væri milli framboðs flugfélaganna og viðskipta ríkisstarfsmanna við flugfélögin. Það væri fráleitt að ekkert hefði gerst í málinu síðustu ár. „Þessi viðskipti eru boðin út og það er rammasamningur í gildi um afsláttakjör ríkisstarfsmanna. Sá samningur er bæði við Icelandair og Play. Tölurnar um ferðalög þingmanna sýna mjög vel að viðskiptin eru ekki í neinu samræmi við framboð á flugferðum hjá þessum tveimur flugfélögum. Ríkisstarfsmönnum og -stofnunum ber skylda til þess að þegar verið er að versla samkvæmt rammasamningum að taka ódýrasta kostinn,“ sagði Ólafur. Sagði hann nærtækast að hin margumræddu vildarkjör væru einfaldlega hlut af þeim afsláttarkjörum sem samið væri um í rammasamningi en þannig yrði freistnivandinn úr sögunni. Fréttir af flugi Neytendur Samkeppnismál Rekstur hins opinbera Icelandair Play Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Forsaga málsins er sú að FA ritaði forseta Alþingis og fjármálaráðherra erindi á dögunum þar sem athygli var vakin á því að það væri ekki aðeins sjálfsögð krafa að þingið og aðrar ríkisstofnanir veldu alltaf hagkvæmasta kostinn þegar flug væri valið fyrir starfsmenn, heldur væri hreinlega ólöglegt að þingmenn og aðrir ríkisstarfsmenn þáðu vildarpunkta fyrir að beina viðskiptum sínum til Icelandair eða annarra félaga sem byðu upp á vildarkjör. „Að þiggja þannig persónuleg fríðindi vegna ferða sem skattgreiðendur kosta, heitir spilling og lög og siðareglur eiga að hindra slíkt,“ sagði í erindi FA en tilefnið var grein Söru Lindar Guðbergsdóttur, forstjóra Ríkiskaupa, þar sem hún greindi frá því að rammasamningur um flugfargjöld ríkisstarfsmanna væri til endurskoðunar. Í fyrirspurn sinn til fjármálaráðherra segir að í kjölfar þess að félagið sendi erindi á ráðherra og forseta Alþingis hafi athygli þess verið vakin á því að um þetta giltu reglur, gefnar út af ráðherra 1. október 2020. Þar segir í 9. grein: „Fríðindi og hvers kyns vildarkjör sem aflað er við greiðslu á farmiða skulu eingöngu koma þeim ríkisaðila sem greiðir farmiðann til góða.“ „FA hefur upplýsingar um mörg tilvik þar sem starfsmenn ríkisins fá vildarpunkta vegna flugferða sem greiddar eru af skattgreiðendum og nota þá í persónulega þágu, þrátt fyrir ákvæði reglnanna,“ segir hins vegar í fyrirspurn FA. Viðskiptin í engu samræmi við framboð flugfélaganna Í fyrrnefndri grein forstjóra Ríkiskaupa sagði meðal annars að veiting vildarpunkta kynni að skapa „freistnivanda“ hjá starfsfólki þegar það væri að bóka flug. Þannig gæti verið freistandi að bóka heldur flug hjá félagi sem veitti vildarpunkta heldur en hjá félaginu með bestu kjörin. Umræðan er ekki ný af nálinni og nær allt aftur til 2012, þegar Iceland Express kærði útboð um rammasamning um flug ríkisstarfsmanna til Kærunefndar útboðsmála. Félagið sagði kjör Icelandair langtum lakari og að verið væri að bera fé á opinbera starfsmenn með vildarkerfinu. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA, sagði í viðtali við Vísi í mars síðastliðnum að ekkert samræmi væri milli framboðs flugfélaganna og viðskipta ríkisstarfsmanna við flugfélögin. Það væri fráleitt að ekkert hefði gerst í málinu síðustu ár. „Þessi viðskipti eru boðin út og það er rammasamningur í gildi um afsláttakjör ríkisstarfsmanna. Sá samningur er bæði við Icelandair og Play. Tölurnar um ferðalög þingmanna sýna mjög vel að viðskiptin eru ekki í neinu samræmi við framboð á flugferðum hjá þessum tveimur flugfélögum. Ríkisstarfsmönnum og -stofnunum ber skylda til þess að þegar verið er að versla samkvæmt rammasamningum að taka ódýrasta kostinn,“ sagði Ólafur. Sagði hann nærtækast að hin margumræddu vildarkjör væru einfaldlega hlut af þeim afsláttarkjörum sem samið væri um í rammasamningi en þannig yrði freistnivandinn úr sögunni.
Fréttir af flugi Neytendur Samkeppnismál Rekstur hins opinbera Icelandair Play Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira