Krefjast svara um eftirlit og viðurlög vegna vildarpunktanotkunar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. október 2023 10:20 Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Hann segir félagið vita mörg dæmi þess að ríkisstarfsmenn hafi nýtt vildarpunkta í eigin þágu. Vísir/Vilhelm Félag atvinnurekenda hefur óskað eftir svörum frá fjármálaráðherra um það hvernig eftirliti með ráðstöfun vildarkjara vegna greiðslu farmiða fyrir ríkisstarfsmenn er háttað og hver viðurlögin séu ef starfsmaður verður uppvís að því að nota vildarpunkta í eigin þágu. Forsaga málsins er sú að FA ritaði forseta Alþingis og fjármálaráðherra erindi á dögunum þar sem athygli var vakin á því að það væri ekki aðeins sjálfsögð krafa að þingið og aðrar ríkisstofnanir veldu alltaf hagkvæmasta kostinn þegar flug væri valið fyrir starfsmenn, heldur væri hreinlega ólöglegt að þingmenn og aðrir ríkisstarfsmenn þáðu vildarpunkta fyrir að beina viðskiptum sínum til Icelandair eða annarra félaga sem byðu upp á vildarkjör. „Að þiggja þannig persónuleg fríðindi vegna ferða sem skattgreiðendur kosta, heitir spilling og lög og siðareglur eiga að hindra slíkt,“ sagði í erindi FA en tilefnið var grein Söru Lindar Guðbergsdóttur, forstjóra Ríkiskaupa, þar sem hún greindi frá því að rammasamningur um flugfargjöld ríkisstarfsmanna væri til endurskoðunar. Í fyrirspurn sinn til fjármálaráðherra segir að í kjölfar þess að félagið sendi erindi á ráðherra og forseta Alþingis hafi athygli þess verið vakin á því að um þetta giltu reglur, gefnar út af ráðherra 1. október 2020. Þar segir í 9. grein: „Fríðindi og hvers kyns vildarkjör sem aflað er við greiðslu á farmiða skulu eingöngu koma þeim ríkisaðila sem greiðir farmiðann til góða.“ „FA hefur upplýsingar um mörg tilvik þar sem starfsmenn ríkisins fá vildarpunkta vegna flugferða sem greiddar eru af skattgreiðendum og nota þá í persónulega þágu, þrátt fyrir ákvæði reglnanna,“ segir hins vegar í fyrirspurn FA. Viðskiptin í engu samræmi við framboð flugfélaganna Í fyrrnefndri grein forstjóra Ríkiskaupa sagði meðal annars að veiting vildarpunkta kynni að skapa „freistnivanda“ hjá starfsfólki þegar það væri að bóka flug. Þannig gæti verið freistandi að bóka heldur flug hjá félagi sem veitti vildarpunkta heldur en hjá félaginu með bestu kjörin. Umræðan er ekki ný af nálinni og nær allt aftur til 2012, þegar Iceland Express kærði útboð um rammasamning um flug ríkisstarfsmanna til Kærunefndar útboðsmála. Félagið sagði kjör Icelandair langtum lakari og að verið væri að bera fé á opinbera starfsmenn með vildarkerfinu. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA, sagði í viðtali við Vísi í mars síðastliðnum að ekkert samræmi væri milli framboðs flugfélaganna og viðskipta ríkisstarfsmanna við flugfélögin. Það væri fráleitt að ekkert hefði gerst í málinu síðustu ár. „Þessi viðskipti eru boðin út og það er rammasamningur í gildi um afsláttakjör ríkisstarfsmanna. Sá samningur er bæði við Icelandair og Play. Tölurnar um ferðalög þingmanna sýna mjög vel að viðskiptin eru ekki í neinu samræmi við framboð á flugferðum hjá þessum tveimur flugfélögum. Ríkisstarfsmönnum og -stofnunum ber skylda til þess að þegar verið er að versla samkvæmt rammasamningum að taka ódýrasta kostinn,“ sagði Ólafur. Sagði hann nærtækast að hin margumræddu vildarkjör væru einfaldlega hlut af þeim afsláttarkjörum sem samið væri um í rammasamningi en þannig yrði freistnivandinn úr sögunni. Fréttir af flugi Neytendur Samkeppnismál Rekstur hins opinbera Icelandair Play Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Forsaga málsins er sú að FA ritaði forseta Alþingis og fjármálaráðherra erindi á dögunum þar sem athygli var vakin á því að það væri ekki aðeins sjálfsögð krafa að þingið og aðrar ríkisstofnanir veldu alltaf hagkvæmasta kostinn þegar flug væri valið fyrir starfsmenn, heldur væri hreinlega ólöglegt að þingmenn og aðrir ríkisstarfsmenn þáðu vildarpunkta fyrir að beina viðskiptum sínum til Icelandair eða annarra félaga sem byðu upp á vildarkjör. „Að þiggja þannig persónuleg fríðindi vegna ferða sem skattgreiðendur kosta, heitir spilling og lög og siðareglur eiga að hindra slíkt,“ sagði í erindi FA en tilefnið var grein Söru Lindar Guðbergsdóttur, forstjóra Ríkiskaupa, þar sem hún greindi frá því að rammasamningur um flugfargjöld ríkisstarfsmanna væri til endurskoðunar. Í fyrirspurn sinn til fjármálaráðherra segir að í kjölfar þess að félagið sendi erindi á ráðherra og forseta Alþingis hafi athygli þess verið vakin á því að um þetta giltu reglur, gefnar út af ráðherra 1. október 2020. Þar segir í 9. grein: „Fríðindi og hvers kyns vildarkjör sem aflað er við greiðslu á farmiða skulu eingöngu koma þeim ríkisaðila sem greiðir farmiðann til góða.“ „FA hefur upplýsingar um mörg tilvik þar sem starfsmenn ríkisins fá vildarpunkta vegna flugferða sem greiddar eru af skattgreiðendum og nota þá í persónulega þágu, þrátt fyrir ákvæði reglnanna,“ segir hins vegar í fyrirspurn FA. Viðskiptin í engu samræmi við framboð flugfélaganna Í fyrrnefndri grein forstjóra Ríkiskaupa sagði meðal annars að veiting vildarpunkta kynni að skapa „freistnivanda“ hjá starfsfólki þegar það væri að bóka flug. Þannig gæti verið freistandi að bóka heldur flug hjá félagi sem veitti vildarpunkta heldur en hjá félaginu með bestu kjörin. Umræðan er ekki ný af nálinni og nær allt aftur til 2012, þegar Iceland Express kærði útboð um rammasamning um flug ríkisstarfsmanna til Kærunefndar útboðsmála. Félagið sagði kjör Icelandair langtum lakari og að verið væri að bera fé á opinbera starfsmenn með vildarkerfinu. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA, sagði í viðtali við Vísi í mars síðastliðnum að ekkert samræmi væri milli framboðs flugfélaganna og viðskipta ríkisstarfsmanna við flugfélögin. Það væri fráleitt að ekkert hefði gerst í málinu síðustu ár. „Þessi viðskipti eru boðin út og það er rammasamningur í gildi um afsláttakjör ríkisstarfsmanna. Sá samningur er bæði við Icelandair og Play. Tölurnar um ferðalög þingmanna sýna mjög vel að viðskiptin eru ekki í neinu samræmi við framboð á flugferðum hjá þessum tveimur flugfélögum. Ríkisstarfsmönnum og -stofnunum ber skylda til þess að þegar verið er að versla samkvæmt rammasamningum að taka ódýrasta kostinn,“ sagði Ólafur. Sagði hann nærtækast að hin margumræddu vildarkjör væru einfaldlega hlut af þeim afsláttarkjörum sem samið væri um í rammasamningi en þannig yrði freistnivandinn úr sögunni.
Fréttir af flugi Neytendur Samkeppnismál Rekstur hins opinbera Icelandair Play Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent