Ekki dómstóla að skera úr um krónu á móti krónu skerðingu Árni Sæberg skrifar 26. október 2023 13:47 Alma Ýr Ingólfsdóttir er formaður Öryrkjabandalags Íslands. ÖBÍ Hæstiréttur vísaði í gær frá aðalkröfum öryrkja og Öryrkjabandalags Íslands um greiðslu vangreiddra bóta og viðurkenningu á greiðsluskyldu Tryggingastofnunar ríkisins vegna meintrar mismununar gagnvart örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegum. Í dómi Hæstaréttar segir að öryrkinn, sem ekki er nafngreindur, og ÖBÍ hafi höfðað málið vegna setningar laga um breytingar á almannatryggingalögum, sem bættu nýrri reglu um áhrif tekna á útreikning ellilífeyris. Málshöfðendur hafi talið að með lögunum hefði komist á ólögmæt mismunun gagnvart örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegum sem bryti gegn ákvæðum stjórnarskrár um jafnræðisreglu, rétt til aðstoðar og eignarrétt. Mismununin hefði falist í því að TR hefði skert greiðslur sérstakrar uppbótar á lífeyri samkvæmt ákvæði laga um félagslega aðstoð til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega vegna tekna þeirra umfram þá reglu sem var sett um áhrif tekna á útreikning ellilífeyris. Þetta er í daglegu talið kallað krónu á móti krónu skerðing, og hefur verið mikið þrætuepli. Málið á forræði löggjafans Öryrkinn hafi krafist greiðslu vangreiddra bóta og ÖBÍ viðurkenningar á greiðsluskyldu TR fyrir árin 2017 og 2018, en til vara hafi öryrkinn krafist viðurkenningar á skaðabótaskyldu. Þá hafi öryrkinn og ÖBÍ krafist viðurkenningar á að TR hefði verið óheimilt að skerða greiðslur sérstakrar uppbótar. Í dómi Hæstaréttar var aðalkröfum beggja málshöfðenda vísað frá héraðsdómi þar sem í þeim fælist krafa um að dómstólar tækju ákvörðun um málefni sem heyrði undir löggjafarvald, andstætt annarri grein stjórnarskrárinnar. Varakröfu öryrkjans um viðurkenningu á skaðabótaskyldu TR var vísað frá vegna vanreifunar. Ekki ómálefnaleg mismunun Í dóminum segir að við úrlausn um það hvort TR hefði verið óheimilt að skerða greiðslur sérstakrar uppbótar á lífeyri til örykjans hafi verið litið til ólíkra forsendna annars vegar að baki ellilífeyri og hins vegar réttar til greiðslu sérstakrar uppbótar sem þáttar í félagslegri aðstoð til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega. „Var ekki talið ómálefnalegt að markmið og stefna stjórnvalda í málaflokkum þessara hópa væri ekki eins í öllu tilliti en ólíkar reglur hefðu ávallt gilt um áhrif tekna á einstaka bótaflokka ellilífeyris og örorkulífeyris.“ Einnig hefðu mismunandi þarfir og aðstæður á hverjum tíma innan hvors málaflokks gefið tilefni til sjálfstæðra lagabreytinga. Þar sem ekki væri um sambærileg tilvik að ræða væri ekki talið að lögin frá 2016 hefðu leitt til ólögmætrar mismununar sem bryti í bága við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Þá væri ekki talið að réttur öryrkjans og ÖBÍ samkvæmt ákvæði stjórnarskrárinnar um rétt til aðstoðar eða eignarréttindi samkvæmt ákvæði stjórnarskrár og mannréttindasáttmála Evrópu um þau hefðu verið skert. Því hafi dómur Landsréttar verið staðfestur um sýknu TR af kröfum sem sneru að því. Dómsmál Tryggingar Kjaramál Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Fleiri fréttir „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Sjá meira
Í dómi Hæstaréttar segir að öryrkinn, sem ekki er nafngreindur, og ÖBÍ hafi höfðað málið vegna setningar laga um breytingar á almannatryggingalögum, sem bættu nýrri reglu um áhrif tekna á útreikning ellilífeyris. Málshöfðendur hafi talið að með lögunum hefði komist á ólögmæt mismunun gagnvart örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegum sem bryti gegn ákvæðum stjórnarskrár um jafnræðisreglu, rétt til aðstoðar og eignarrétt. Mismununin hefði falist í því að TR hefði skert greiðslur sérstakrar uppbótar á lífeyri samkvæmt ákvæði laga um félagslega aðstoð til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega vegna tekna þeirra umfram þá reglu sem var sett um áhrif tekna á útreikning ellilífeyris. Þetta er í daglegu talið kallað krónu á móti krónu skerðing, og hefur verið mikið þrætuepli. Málið á forræði löggjafans Öryrkinn hafi krafist greiðslu vangreiddra bóta og ÖBÍ viðurkenningar á greiðsluskyldu TR fyrir árin 2017 og 2018, en til vara hafi öryrkinn krafist viðurkenningar á skaðabótaskyldu. Þá hafi öryrkinn og ÖBÍ krafist viðurkenningar á að TR hefði verið óheimilt að skerða greiðslur sérstakrar uppbótar. Í dómi Hæstaréttar var aðalkröfum beggja málshöfðenda vísað frá héraðsdómi þar sem í þeim fælist krafa um að dómstólar tækju ákvörðun um málefni sem heyrði undir löggjafarvald, andstætt annarri grein stjórnarskrárinnar. Varakröfu öryrkjans um viðurkenningu á skaðabótaskyldu TR var vísað frá vegna vanreifunar. Ekki ómálefnaleg mismunun Í dóminum segir að við úrlausn um það hvort TR hefði verið óheimilt að skerða greiðslur sérstakrar uppbótar á lífeyri til örykjans hafi verið litið til ólíkra forsendna annars vegar að baki ellilífeyri og hins vegar réttar til greiðslu sérstakrar uppbótar sem þáttar í félagslegri aðstoð til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega. „Var ekki talið ómálefnalegt að markmið og stefna stjórnvalda í málaflokkum þessara hópa væri ekki eins í öllu tilliti en ólíkar reglur hefðu ávallt gilt um áhrif tekna á einstaka bótaflokka ellilífeyris og örorkulífeyris.“ Einnig hefðu mismunandi þarfir og aðstæður á hverjum tíma innan hvors málaflokks gefið tilefni til sjálfstæðra lagabreytinga. Þar sem ekki væri um sambærileg tilvik að ræða væri ekki talið að lögin frá 2016 hefðu leitt til ólögmætrar mismununar sem bryti í bága við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Þá væri ekki talið að réttur öryrkjans og ÖBÍ samkvæmt ákvæði stjórnarskrárinnar um rétt til aðstoðar eða eignarréttindi samkvæmt ákvæði stjórnarskrár og mannréttindasáttmála Evrópu um þau hefðu verið skert. Því hafi dómur Landsréttar verið staðfestur um sýknu TR af kröfum sem sneru að því.
Dómsmál Tryggingar Kjaramál Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Fleiri fréttir „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Sjá meira