Blikar mæta sterku liði Gent í kvöld: „Getum alltaf gefið alvöru leik“ Aron Guðmundsson skrifar 26. október 2023 14:00 Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks Vísir/Getty Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði karlaliðs Breiðabliks í fótbolta er spenntur fyrir leik liðsins gegn Genk í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu í Belgíu í kvöld. Hann segir Blika stefna að sigri og hrósar því hvernig þjálfarateymi liðsins hefur staðið að undirbúningi þess fyrir þennan mikilvæga leik. Um er að ræða þriðja leik Breiðabliks í Sambandsdeildinni en fyrir hefur liðið tapað báðum leikjum sínum í riðlinum. Fyrst gegn Maccabi Tel Aviv á útivelli og svo hér heima gegn úkraínska liðinu Zorya Luhansk. „Þetta leggst bara vel í okkur. Það er komin mikil tilhlökkun. Við erum að fara mæta sterku liði í Gent,“ segir Höskuldur í samtali við Vísi. Áður en Breiðablik hélt yfir til Belgíu millilenti liðið í Skotlandi. Æfði þar og spilaði æfingarleik gegn varaliði Glasgow Rangers um síðustu helgi. Leik sem lauk með 3-2 sigri Blika. „Ég held að þjálfarateymið hafi bara hitt naglann á höfuðið með því að fá þennan leik fyrir okkur af því að það voru alveg liðnar þrjár vikur frá því að Besta deildin kláraðist. Þarna fengum við leik sem var spilaður af mikilli ákefð og hann mun reynast okkur dýrmætur upp á framhaldið að gera.“ Með hvaða hugarfari fara Blikar inn í þennan leik? „Við náttúrulega stefnum bara að því að vinna þennan leik í grunninn. Við áttum okkur alveg á því að við komum inn sem litla liðið í þennan leik. Gent er massíft lið og heimaliðið í þessari viðureign en við höfum þá trú á okkur að sama hver andstæðingurinn er, sama á hvaða velli leikurinn er spilaður, getum við alltaf gefið alvöru leik og ef við nýtum okkar tækifæri vel þá held ég að við getum alveg náð í góð úrslit.“ Leikur Gent og Breiðabliks í Sambandsdeild Evrópu verður sýndur í beinni útsendingu á sportrásinni Vodafone Sport og hef útsending klukkan 16.35. Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Sjá meira
Um er að ræða þriðja leik Breiðabliks í Sambandsdeildinni en fyrir hefur liðið tapað báðum leikjum sínum í riðlinum. Fyrst gegn Maccabi Tel Aviv á útivelli og svo hér heima gegn úkraínska liðinu Zorya Luhansk. „Þetta leggst bara vel í okkur. Það er komin mikil tilhlökkun. Við erum að fara mæta sterku liði í Gent,“ segir Höskuldur í samtali við Vísi. Áður en Breiðablik hélt yfir til Belgíu millilenti liðið í Skotlandi. Æfði þar og spilaði æfingarleik gegn varaliði Glasgow Rangers um síðustu helgi. Leik sem lauk með 3-2 sigri Blika. „Ég held að þjálfarateymið hafi bara hitt naglann á höfuðið með því að fá þennan leik fyrir okkur af því að það voru alveg liðnar þrjár vikur frá því að Besta deildin kláraðist. Þarna fengum við leik sem var spilaður af mikilli ákefð og hann mun reynast okkur dýrmætur upp á framhaldið að gera.“ Með hvaða hugarfari fara Blikar inn í þennan leik? „Við náttúrulega stefnum bara að því að vinna þennan leik í grunninn. Við áttum okkur alveg á því að við komum inn sem litla liðið í þennan leik. Gent er massíft lið og heimaliðið í þessari viðureign en við höfum þá trú á okkur að sama hver andstæðingurinn er, sama á hvaða velli leikurinn er spilaður, getum við alltaf gefið alvöru leik og ef við nýtum okkar tækifæri vel þá held ég að við getum alveg náð í góð úrslit.“ Leikur Gent og Breiðabliks í Sambandsdeild Evrópu verður sýndur í beinni útsendingu á sportrásinni Vodafone Sport og hef útsending klukkan 16.35.
Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Sjá meira