Liverpool enn með fullt hús stiga eftir öruggan sigur 26. október 2023 20:52 Ryan Gravenberch skoraði fjórða mark Liverpool í kvöld. Richard Sellers/Sportsphoto/Allstar via Getty Images Liverpool er enn með fullt hús stiga í E-riðli Evrópudeildarinnar eftir öruggan 5-1 sigur gegn franska liðinu Toulouse í kvöld. Heimamenn í Liverpool komust í forystu strax á níundu mínútu með marki frá Diogo Jota áður en Thijs Dallinga jafnaði metin fyrir gestina aðeins sjö mínútum síðar. Wataru Endo endurheimti þó forystu heimamanna á 31. mínútu eftir fyrirgjöf frá Trent Alexander-Arnold og þremur mínútum síðar skoraði Darwin Nunez þriðja mark þeirra rauðklæddu. Reyndist það seinasta mark fyrri hálfleiks og staðan var því 3-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Nunez fékk svo algjört dauðafæri til að skora annað mark sitt og fjórða mark Liverpool er hann slapp einn í gegn á 65. mínútu. Hann gerði vel í að leika á markvörð gestanna, en tókst einhvernveginn að setja boltann í stöngina einn á móti marki. Ryan Gravenberch tók þó frákastið og innsiglaði sigur heimamanna. Varamaðurinn Mohamed Salah bætti svo enn einu markinu við fyrir heimamenn í uppbótartíma og lokatölur urðu 5-1. Niðurstaðan því öruggur 5-1 sigur Liverpool sem nú er með níu stig af níu mögulegum eftir þrjá leiki í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Toulouse situr í öðru sæti E-riðils, fimm stigum á eftir Liverpool, og rauði herinn er því svo gott sem búinn að tryggja sér áframhaldandi veru í keppninni að riðlakeppninni lokinni. Evrópudeild UEFA
Liverpool er enn með fullt hús stiga í E-riðli Evrópudeildarinnar eftir öruggan 5-1 sigur gegn franska liðinu Toulouse í kvöld. Heimamenn í Liverpool komust í forystu strax á níundu mínútu með marki frá Diogo Jota áður en Thijs Dallinga jafnaði metin fyrir gestina aðeins sjö mínútum síðar. Wataru Endo endurheimti þó forystu heimamanna á 31. mínútu eftir fyrirgjöf frá Trent Alexander-Arnold og þremur mínútum síðar skoraði Darwin Nunez þriðja mark þeirra rauðklæddu. Reyndist það seinasta mark fyrri hálfleiks og staðan var því 3-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Nunez fékk svo algjört dauðafæri til að skora annað mark sitt og fjórða mark Liverpool er hann slapp einn í gegn á 65. mínútu. Hann gerði vel í að leika á markvörð gestanna, en tókst einhvernveginn að setja boltann í stöngina einn á móti marki. Ryan Gravenberch tók þó frákastið og innsiglaði sigur heimamanna. Varamaðurinn Mohamed Salah bætti svo enn einu markinu við fyrir heimamenn í uppbótartíma og lokatölur urðu 5-1. Niðurstaðan því öruggur 5-1 sigur Liverpool sem nú er með níu stig af níu mögulegum eftir þrjá leiki í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Toulouse situr í öðru sæti E-riðils, fimm stigum á eftir Liverpool, og rauði herinn er því svo gott sem búinn að tryggja sér áframhaldandi veru í keppninni að riðlakeppninni lokinni.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti