Leiður, vonlítill og þreyttur bóndi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 26. október 2023 17:04 Þórólfur Ómar Óskarsson, kúabóndi í Eyjafjarðasveit segir það ekki vera neitt gamanmál að vera bóndi á Íslandi. Vísir/Samsett Þórólfur Ómar Óskarsson, ungur kúabóndi í Grænuhlíð í Eyjafirði, fór ófögrum orðum um núverandi rekstrarumhverfi bændastéttarinnar í ræðu sem hann flutti á baráttufundi Samtaka ungra bænda í Kópavogi í dag. Hann sagði það ekki vera neitt gamanmál að vera bóndi á Íslandi í dag og að það væri „algjör þvæla“ að reyna það við núverandi aðstæður. „Við vinnum mest allra stétta án þess svo nokkuð sem að taka frítúr við og við. Hjá mörgum okkar stendur valið alltaf á milli þess að vanrækja starfið eða vanrækja fjölskylduna, heimilið, vinina, áhugamálin og hjónabandið. Og hér inni eru eflaust margir flumsa yfir þessu en þetta er veruleiki flestra bænda, gott fólk,“ sagði hann og málar ekki fagra mynd af vinnuaðstæðum bænda. „Við erum menningararfur“ Þórólfur minnti einnig á mikilvægi íslensku bændastéttarinnar og þess hlutverks sem hún sinnir. „En hver erum við sem ég vitna til? Við erum fólkið í sveitunum, fólkið sem gætir okkar fallega lands, erum með það á láni á okkar lífsgöngu og sinnum því eftir fremsta megni. Við erum samfélag og við erum menningararfur. Við erum þín hjálparhönd þegar þörf er á og við sjáum þjóðinni og gestum hennar fyrir hollum matvælum fyrir hollum matvælum á ábyrgan hátt. Líkt og forrennarar okkar hafa gert í starfi svo öldum skiptir.“ „Blúndur á gamlar og gatslitnar gardínur“ Hann sagði þrautseigju bænda vera á þrotum og að í óbreyttu ástandi yrði hann ekki bóndi mikið lengur þrátt fyrir að langa til þess. Honum þykir ríkisstjórnin ekki hafa staðið við loforð sín í þessum málaflokki. „Sýnið málaflokknum þá virðingu að horfa ekki framhjá vandanum. Ekki tilheyra ríkistjórn sem gat ekki sammælst um að leiðrétta stöðu bænda þegar stjórnarsáttmálin fer fögru máli um matvælaöryggi og byggðafestu. Eða eru þessi orð kannski bara blúndur á gamlar og gatslitnar gardínur?“ „Ég er fjölskyldumaður í hjáverkum, bóndi að aðalstarfi. Leiður, vonlítill og þreyttur.“ Baráttufundinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Landbúnaður Eyjafjarðarsveit Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Sjá meira
Hann sagði það ekki vera neitt gamanmál að vera bóndi á Íslandi í dag og að það væri „algjör þvæla“ að reyna það við núverandi aðstæður. „Við vinnum mest allra stétta án þess svo nokkuð sem að taka frítúr við og við. Hjá mörgum okkar stendur valið alltaf á milli þess að vanrækja starfið eða vanrækja fjölskylduna, heimilið, vinina, áhugamálin og hjónabandið. Og hér inni eru eflaust margir flumsa yfir þessu en þetta er veruleiki flestra bænda, gott fólk,“ sagði hann og málar ekki fagra mynd af vinnuaðstæðum bænda. „Við erum menningararfur“ Þórólfur minnti einnig á mikilvægi íslensku bændastéttarinnar og þess hlutverks sem hún sinnir. „En hver erum við sem ég vitna til? Við erum fólkið í sveitunum, fólkið sem gætir okkar fallega lands, erum með það á láni á okkar lífsgöngu og sinnum því eftir fremsta megni. Við erum samfélag og við erum menningararfur. Við erum þín hjálparhönd þegar þörf er á og við sjáum þjóðinni og gestum hennar fyrir hollum matvælum fyrir hollum matvælum á ábyrgan hátt. Líkt og forrennarar okkar hafa gert í starfi svo öldum skiptir.“ „Blúndur á gamlar og gatslitnar gardínur“ Hann sagði þrautseigju bænda vera á þrotum og að í óbreyttu ástandi yrði hann ekki bóndi mikið lengur þrátt fyrir að langa til þess. Honum þykir ríkisstjórnin ekki hafa staðið við loforð sín í þessum málaflokki. „Sýnið málaflokknum þá virðingu að horfa ekki framhjá vandanum. Ekki tilheyra ríkistjórn sem gat ekki sammælst um að leiðrétta stöðu bænda þegar stjórnarsáttmálin fer fögru máli um matvælaöryggi og byggðafestu. Eða eru þessi orð kannski bara blúndur á gamlar og gatslitnar gardínur?“ „Ég er fjölskyldumaður í hjáverkum, bóndi að aðalstarfi. Leiður, vonlítill og þreyttur.“ Baráttufundinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Landbúnaður Eyjafjarðarsveit Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Sjá meira