„Grýtum frá okkur boltanum statt og stöðugt“ Siggeir Ævarsson skrifar 26. október 2023 21:44 Ívar Ásgrímsson hefur ekki haft margar ástæður til að gleðjast í vetur Vísir/Anton Brink Eftir ágætan fyrsta leikhluta gegn Grindvíkingum fjaraði hratt undan leik Breiðabliks í kvöld og Blikar þurftu að lokum að sætta sig við 30 stiga tap, 115-85. Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki sáttur við hversu mörgum boltum hans menn töpuðu í kvöld. Alls töpuðu Blikar 26 boltum í leiknum og vörnin hjá þeim var oft galopin bakdyramegin í kjölfarið. Ívar sagði þetta vera kunnulegt stef. „Við náttúrulega bara, eins og er búið að vera í síðustu leikjum, hendum frá okkur boltanum. Þeir ná 17-0 áhlaupi á okkur, við hendum bara boltanum frá okkur hvað eftir annað og þeir fá hraðaupphlaup. Við erum að tala um að lykilmenn eru að henda frá sér boltanum og það er bara erfitt.“ Fjögur töp í fjórum leikjum staðreynd hjá Breiðabliki. Þetta hlýtur að setjast aðeins á sálina hjá leikmönnum? „Auðvitað gerir það það en við vissum að þetta yrði erfitt tímabil. En þetta er það lélegasta held ég, fyrir utan kannski fyrsta leikinn okkar. Kannski það eina jákvæða fannst mér að Zoran kom ágætlega inn. Vonandi að við náum eitthvað að rífa upp með honum. Mér fannst Keith byrja vel en hann er með sjö tapaða bolta í fyrri hálfleik sem er náttúrulega bara hræðilegt.“ „Það er bara vandamálið hjá okkur, við erum að fá á okkur auðveldar körfur eftir tapaða bolta. Við opnum þriðja leikhluta á að gefa, maðurinn hans Keith fær tvö eða þrjú sniðskot og hann tapar boltanum líka. Lykilmenn voru að tapa boltanum. Við hentum þessu bara strax frá okkur í þriðja leikhluta og gerðum það sama á móti Álftanesi. Við þurfum að skoða það af hverju við gerum svona í þriðja leikhluta. Við bara grýtum frá okkur boltanum statt og stöðugt. Það er erfitt.“ Zoran Vrkic lék sinn fyrsta leik með Blikum í kvöld og átti ágæta innkomu af bekknum og skoraði 16 stig. Ívar sagði að hann hefði í raun verið eini ljósi punkturinn í þessum leik fyrir Blika. „Hann er búinn að koma á tvær æfingar, það er ekki meira en það. Kannski riðlaði okkur eitthvað en það er alveg sama, mér fannst hann standa sig ágætlega. Miðað við tvær æfingar kannski eini ljósi punkturinn. Við fengum ekkert af bekknum heldur í dag nema frá honum. Bara erfitt.“ Körfubolti Subway-deild karla Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Sjá meira
Alls töpuðu Blikar 26 boltum í leiknum og vörnin hjá þeim var oft galopin bakdyramegin í kjölfarið. Ívar sagði þetta vera kunnulegt stef. „Við náttúrulega bara, eins og er búið að vera í síðustu leikjum, hendum frá okkur boltanum. Þeir ná 17-0 áhlaupi á okkur, við hendum bara boltanum frá okkur hvað eftir annað og þeir fá hraðaupphlaup. Við erum að tala um að lykilmenn eru að henda frá sér boltanum og það er bara erfitt.“ Fjögur töp í fjórum leikjum staðreynd hjá Breiðabliki. Þetta hlýtur að setjast aðeins á sálina hjá leikmönnum? „Auðvitað gerir það það en við vissum að þetta yrði erfitt tímabil. En þetta er það lélegasta held ég, fyrir utan kannski fyrsta leikinn okkar. Kannski það eina jákvæða fannst mér að Zoran kom ágætlega inn. Vonandi að við náum eitthvað að rífa upp með honum. Mér fannst Keith byrja vel en hann er með sjö tapaða bolta í fyrri hálfleik sem er náttúrulega bara hræðilegt.“ „Það er bara vandamálið hjá okkur, við erum að fá á okkur auðveldar körfur eftir tapaða bolta. Við opnum þriðja leikhluta á að gefa, maðurinn hans Keith fær tvö eða þrjú sniðskot og hann tapar boltanum líka. Lykilmenn voru að tapa boltanum. Við hentum þessu bara strax frá okkur í þriðja leikhluta og gerðum það sama á móti Álftanesi. Við þurfum að skoða það af hverju við gerum svona í þriðja leikhluta. Við bara grýtum frá okkur boltanum statt og stöðugt. Það er erfitt.“ Zoran Vrkic lék sinn fyrsta leik með Blikum í kvöld og átti ágæta innkomu af bekknum og skoraði 16 stig. Ívar sagði að hann hefði í raun verið eini ljósi punkturinn í þessum leik fyrir Blika. „Hann er búinn að koma á tvær æfingar, það er ekki meira en það. Kannski riðlaði okkur eitthvað en það er alveg sama, mér fannst hann standa sig ágætlega. Miðað við tvær æfingar kannski eini ljósi punkturinn. Við fengum ekkert af bekknum heldur í dag nema frá honum. Bara erfitt.“
Körfubolti Subway-deild karla Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum