Erlent

Björguðu yfir þúsund köttum frá slátrun

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Kettirnir höfðu dúsað í trékössum í sex daga áður en þeir voru settir um borð í vöruflutningabíl.
Kettirnir höfðu dúsað í trékössum í sex daga áður en þeir voru settir um borð í vöruflutningabíl. Vísir/Vilhelm

Lög­regla í Z­hangjia­gang borg í Kína hefur bjargað yfir þúsund köttum frá slátrun. Til stóð að selja kjötið af köttunum og dul­búa það sem svína-og kinda­kjöt.

Í um­fjöllun breska ríkis­út­varpsins kemur fram að lög­reglunni hafi borist á­bending frá dýra­vel­ferðar­sinnum vegna málsins. Lög­regla hafi svo stöðvað vöru­flutninga­bíl sem hafi verið fullur af lifandi köttum.

Dýra­vel­ferðar­sinnar höfðu fengið veður af því að miklum fjölda katta hefði verið komið fyrir í tré­kössum í kirkju­garði í borginni. Þeir fylgdust með kössunum í sex daga, þar til að köttunum var komið fyrir um borð í vöru­flutninga­bílnum þann 12. októ­ber síðast­liðnum.

Breska ríkis­út­varpið vinnur um­fjöllun sína upp úr kín­verskum miðlum en þar kemur fram að um­fjöllunin hafi valdið mikilli reiði meðal al­mennings á kín­verska sam­fé­lags­miðlinum Wei­bo. Kölluðu ein­hverjir eftir því að reglur um dýra­vel­ferð yrðu hertar í landinu.

Þá kemur fram að hægt sé að fá um 4,5 yuan fyrir hver sex hundruð grömm af katta­kjöti eða því sem nemur 0,61 banda­ríkja­dali og tæpum 87 ís­lenskum krónum. Svartur markaður með katta­kjöt sé því blóm­legur.

Ó­ljóst er hvort kettirnir þúsund sem bjargað var hafi verið villi­kettir eða gælu­dýr. Z­hangjia­gang er í norð­austur­hluta Kína en til stóð að flytja kettina til suður­hluta landsins þar sem nýta átti kjötið af þeim og dul­búa sem svína­kjöt og lamba­kjöt, meðal annars í formi pylsna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×