Fyrsta sinn í Íslandssögunni sem nýir foreldrar eru alveg einir á báti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. október 2023 09:09 Ólafur Grétar segir nýja foreldra aldrei hafa verið eins einangraða. Þess vegna sé nauðsynlegt að ömmur og afar kíki við, þó ekki nema stuttlega, til að mynda þessi tensl. Getty Sérfræðingur í fjölskyldu- og hjónabandsráðgjöf segir mjög mikilvægt fyrir allar kynslóðir að ömmur og afar hjálpi nýjum foreldrum og passi barnabörnin. Nýir foreldrar eigi ekki rétt á að amma og afi passi en samtal um þátttöku þeirra verði að eiga sér stað. „Við vitum að við erum ekki að styðja verðandi og nýja foreldra nóg,“ segir Ólafur Grétar Gunnarsson, fjölskyldu- og hjónabandsráðgjafi í Bítinu á Bylgjunni. Hann bætir við að eitt stærsta ójafnvægið í því þegar fólk verður foreldrar er að það fær ekki endilega áskoranir í samræmi við færni. „Amma og afi fá tvær kynslóðir í fangið í þessu ástandi. Hættan er, þar sem nýju foreldrarnir fá ekki hjálp með sínar erfiðu tilfinningar og upplifa sig ekki nóg, í samfélagi sem hlustar ekki og veitir ekki þá aðstoð sem þau þurfa, að þetta breytist í skömm. Þetta er það sem ömmur og afar þurfa að takast á við.“ Hann minnir á að það allra besta fyrir þroska barna er að þau séu umkringd fullorðni fólki sem líur vel. „Börn þrífast á tengslum við eldri og þroskaðri og róaðra taugakerfi í ömmu og afa. Það sem er það alalvarlegasta sem er að gerast núna er að það eru þúsundir af ungum og nýjum foreldrum ein heima með lítið kríli,“ segir Ólafur. Fyrsta sinn í sögunni sem foreldrar eru einir á báti Áður fyrr hafi nýir foreldrar verið umkringdir öðrum fullorðnum og þessi einvera alveg ný í Íslandssögunni. „Þegar ég var að koma heim sem strákur voru alltaf fimm fullorðnir heima hjá mömmu. Það að amma og afi bara kíki á staðinn, þau þurfa ekki einu sinni að halda á barninu, er mikilvægt.“ Ólafur Grétar fjölskylduráðgjafi.Vísir/Vilhelm Hann segir unga foreldra ekki eiga sjálfsagða kröfu á að amma og afi passi en samtalið verði að eiga sér stað. „Það sem er að gerast, að amma og afi bara flýja til Spánar eða Flórída þannig að þau geta ekki tekið þetta samtal, eða þau eru á leiðinni á Virk í starfsendurhæfingu búin á því. Lífið er alltaf að leita að jafnvægi,“ segir Ólafur. Heilbrigt fyrir eldra fólk að mynda tengsl við afkomendurna Hann minnir þá á að það er ekki bara börnunum í hag að umgangast ömmur og afa. „Því sterkari sem eldri manneskja er í tengslum við afkomendur sína verndar hún heila sinn. Það að vera í samskiptum við afkomendur þína er sjálfselsk hegðun, alveg eins og fyrir pabba að taka þátt í lífi barns síns,“ segir Ólafur. Það geti hins vegar reynst ömmum og öfum erfitt að fá barnabörnin inn á heimilið, ekki síst ef annar makinn vill verja tíma með barnabörnunum en hinn vill njóta lífsins og ferðast á efri árum. „Það eru þrjú æviskeið þar sem hjónbönd og parasambönd eru í mestri hættu, þar sem jörðin hristist mest undir þeim. Það er þegar fólk er að eignast barn í fyrsta sinn, almesta áskorunin er þá. Svo eru það önnur tvö æviskeið, sem koma að ömmu og afa, þar sem skilnaðir eru að aukast,“ segir Ólafur. „Það er þegar börnin fara að heiman og það er þegar við hættum að vinna. Það sem skiptir mestu máli í farsælum hjónaböndum er hvernig við gefum lífi okkar merkingu og meiningu. Hvað er það sem við viljum lifa fyrir?“ Hlusta má á viðtalið við Ólaf í heild sinni hér að neðan. Bítið Börn og uppeldi Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira
„Við vitum að við erum ekki að styðja verðandi og nýja foreldra nóg,“ segir Ólafur Grétar Gunnarsson, fjölskyldu- og hjónabandsráðgjafi í Bítinu á Bylgjunni. Hann bætir við að eitt stærsta ójafnvægið í því þegar fólk verður foreldrar er að það fær ekki endilega áskoranir í samræmi við færni. „Amma og afi fá tvær kynslóðir í fangið í þessu ástandi. Hættan er, þar sem nýju foreldrarnir fá ekki hjálp með sínar erfiðu tilfinningar og upplifa sig ekki nóg, í samfélagi sem hlustar ekki og veitir ekki þá aðstoð sem þau þurfa, að þetta breytist í skömm. Þetta er það sem ömmur og afar þurfa að takast á við.“ Hann minnir á að það allra besta fyrir þroska barna er að þau séu umkringd fullorðni fólki sem líur vel. „Börn þrífast á tengslum við eldri og þroskaðri og róaðra taugakerfi í ömmu og afa. Það sem er það alalvarlegasta sem er að gerast núna er að það eru þúsundir af ungum og nýjum foreldrum ein heima með lítið kríli,“ segir Ólafur. Fyrsta sinn í sögunni sem foreldrar eru einir á báti Áður fyrr hafi nýir foreldrar verið umkringdir öðrum fullorðnum og þessi einvera alveg ný í Íslandssögunni. „Þegar ég var að koma heim sem strákur voru alltaf fimm fullorðnir heima hjá mömmu. Það að amma og afi bara kíki á staðinn, þau þurfa ekki einu sinni að halda á barninu, er mikilvægt.“ Ólafur Grétar fjölskylduráðgjafi.Vísir/Vilhelm Hann segir unga foreldra ekki eiga sjálfsagða kröfu á að amma og afi passi en samtalið verði að eiga sér stað. „Það sem er að gerast, að amma og afi bara flýja til Spánar eða Flórída þannig að þau geta ekki tekið þetta samtal, eða þau eru á leiðinni á Virk í starfsendurhæfingu búin á því. Lífið er alltaf að leita að jafnvægi,“ segir Ólafur. Heilbrigt fyrir eldra fólk að mynda tengsl við afkomendurna Hann minnir þá á að það er ekki bara börnunum í hag að umgangast ömmur og afa. „Því sterkari sem eldri manneskja er í tengslum við afkomendur sína verndar hún heila sinn. Það að vera í samskiptum við afkomendur þína er sjálfselsk hegðun, alveg eins og fyrir pabba að taka þátt í lífi barns síns,“ segir Ólafur. Það geti hins vegar reynst ömmum og öfum erfitt að fá barnabörnin inn á heimilið, ekki síst ef annar makinn vill verja tíma með barnabörnunum en hinn vill njóta lífsins og ferðast á efri árum. „Það eru þrjú æviskeið þar sem hjónbönd og parasambönd eru í mestri hættu, þar sem jörðin hristist mest undir þeim. Það er þegar fólk er að eignast barn í fyrsta sinn, almesta áskorunin er þá. Svo eru það önnur tvö æviskeið, sem koma að ömmu og afa, þar sem skilnaðir eru að aukast,“ segir Ólafur. „Það er þegar börnin fara að heiman og það er þegar við hættum að vinna. Það sem skiptir mestu máli í farsælum hjónaböndum er hvernig við gefum lífi okkar merkingu og meiningu. Hvað er það sem við viljum lifa fyrir?“ Hlusta má á viðtalið við Ólaf í heild sinni hér að neðan.
Bítið Börn og uppeldi Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira