Innlent

Hvetur fólk til að horfa til himins annað kvöld

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Sævar Helgi Bragason hvetur fólk til að bera deildarmyrkvann augum.
Sævar Helgi Bragason hvetur fólk til að bera deildarmyrkvann augum. Vísir/Baldur

Sæ­var Helgi Braga­son, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, hvetur fólk til þess að horfa til himins annað kvöld. Til­efnið er deildar­myrkvi á tungli en þá mun að­eins sex prósent af tungl­skífunni myrkvast.

„Sem lítur þá út eins og tekinn hafi verið lítill biti út úr henni á suður­hlutanum,“ segir Sæ­var Helgi í færslu á vef sínum.

„Deildar­myrkvinn hefst kl. 19:35. Þá sést hvernig syðsti hluti tunglsins byrjar að skyggjast. Myrkvinn nær há­marki fjöru­tíu mínútum síðar eða klukkan 20:14 þegar 6% af tungl­skífunni er myrkvuð. Deildar­myrkvinn er svo yfir­staðinn klukkan 20:53. Þá skín fullt tunglið skært á himni.“

Aðeins sex prósent af tunglskífunni mun myrkvast.Stjörnufræði.is

Ekki mun þurfa neinn hlífðar­búnað eða hjálpar­tæki til að sjá myrkvann. Þrátt fyrir að það eina sem þurfi sé að horfa til himins bendir Sæ­var á að það geti verið gaman að nota sjón­auka til að fylgjast með skugganum færast yfir.

„Við hlið tunglsins skín Júpíter mjög skært. Með sjón­auka má sjá fjögur tungl í kringum hann,“ segir Sæ­var Helgi.

„Þá eru líka á­gætar líkur á fínum norður­ljósum um helgina, lík­legast á sunnu­dag og á mánu­dag. Yfir Jörðina er nefni­lega að dembast hrað­fleygur sól­vindur úr opi í kórónu sólar, svo­kallaðri kórónu­geil, sem snýr að Jörðinni. Þegar hrað­fleygur sól­vindur skellur á Jörðinni sjást jafnan björt og kvik norður­ljós.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×