Fjármálafyrirtækin: „Fer eftir því hvaða ráðgjafa þú hittir á“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 27. október 2023 23:30 Kristín Eir Helgadóttir er verkefnastýra hjá Hagsmunasamtökum heimilanna. Vísir/Arnar Kristín Eir Helgadóttir, verkefnastýra hjá Hagsmunasamtökum heimilanna, gagnrýnir upplýsingagjöf fjármálafyrirtækja í tengslum við húsnæðislán. Starfsmenn séu mjög misvel upplýstir. Hún hvetur yfirvöld að leggja höfuðið í bleyti. Kristín Eir ræddi aðstæður á húsnæðismarkaði í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir húseigendur finna vel fyrir ástandinu en algengt er að afborganir á óverðtryggðum fasteignalánum hafi meira en tvöfaldast milli ára. Ákveðin upplýsingaóreiða „Við finnum verulega mikið fyrir því. Það kemur inn svona holskefla hjá okkur vikulega, myndi ég segja. Hún mun halda áfram og hún mun aukast verulega mikið. Fólk er áhyggjufullt, það veit ekki hvað það á að gera og það hefur engan stað til að leita upplýsinga til þess að vita hvað það á að gera. Það er rosalega stór hluti af vandamálinu,“ segir Kristín Eir. Hún gagnrýnir það sem hún telur vera ákveðna upplýsingaóreiðu eða -skort hjá starfsfólki fjármálafyrirtækja. „Við skulum orða þetta þannig að fólk er misupplýst. Það fer eftir því hvaða ráðgjafa þú hittir á hvaða upplýsingar þú færð. Það eru ekki allir með réttar upplýsingar og þeir sem halda að þeir séu með réttar upplýsingar, þeir eru með rangar upplýsingar. Þannig að viðskiptavinur sem kemur og ætlar að skipta yfir í verðtryggt lán og heldur að hann geti farið aftur yfir í óverðtryggt. Hann fær þær upplýsingar hjá ráðgjafa að hann geti gert það. En fer svo og skrifar undir pappírana og fær þær upplýsingar að hann muni ekki geta gert það, krónu fyrir krónu.“ Lítið hægt að gera Kristín Eir segir að bankarnir verði að samhæfa upplýsingagjöf til starfsmanna. Þetta skipti fólk enda miklu máli, sérstaklega miðað við efnahagsaðstæður. „Það er gríðarlega lítið hægt að gera. Við erum í rauninni bara með þennan eina valkost, að fara yfir í verðtryggð lán, sem er náttúrulega ekkert voðalega góður valkostur. En ef þú stendur frammi fyrir því að þú ert að fara að missa eignina þína þá náttúrulega að sjálfsögðu verðurðu að gera það. Þú verður að færa þig yfir. Þetta er dýrari valkostur, alltaf, en svo vantar líka upp á það að segja fólki að verðtryggðu lánin eru líka á breytilegum vöxtum. Það er ekkert verið að ýta þeim út á föstum vöxtum og þeir eru byrjaðir að hækka vextina á þeim núna.“ Skilaboðin til yfirvalda eru einföld: „Að finna aðrar lausnir. Það þarf ekki bara alltaf að vera bara þessi eina lausn, vera kannski frekar að hugsa um vaxtxagreiðsluþak, eitthvað slíkt, eins og Íslandsbanki var með á sínum tíma. Það þarf ekki allt að vera ómögulegt,“ segir Kristín Eir að lokum. Fjármál heimilisins Fjármálamarkaðir Húsnæðismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Kristín Eir ræddi aðstæður á húsnæðismarkaði í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir húseigendur finna vel fyrir ástandinu en algengt er að afborganir á óverðtryggðum fasteignalánum hafi meira en tvöfaldast milli ára. Ákveðin upplýsingaóreiða „Við finnum verulega mikið fyrir því. Það kemur inn svona holskefla hjá okkur vikulega, myndi ég segja. Hún mun halda áfram og hún mun aukast verulega mikið. Fólk er áhyggjufullt, það veit ekki hvað það á að gera og það hefur engan stað til að leita upplýsinga til þess að vita hvað það á að gera. Það er rosalega stór hluti af vandamálinu,“ segir Kristín Eir. Hún gagnrýnir það sem hún telur vera ákveðna upplýsingaóreiðu eða -skort hjá starfsfólki fjármálafyrirtækja. „Við skulum orða þetta þannig að fólk er misupplýst. Það fer eftir því hvaða ráðgjafa þú hittir á hvaða upplýsingar þú færð. Það eru ekki allir með réttar upplýsingar og þeir sem halda að þeir séu með réttar upplýsingar, þeir eru með rangar upplýsingar. Þannig að viðskiptavinur sem kemur og ætlar að skipta yfir í verðtryggt lán og heldur að hann geti farið aftur yfir í óverðtryggt. Hann fær þær upplýsingar hjá ráðgjafa að hann geti gert það. En fer svo og skrifar undir pappírana og fær þær upplýsingar að hann muni ekki geta gert það, krónu fyrir krónu.“ Lítið hægt að gera Kristín Eir segir að bankarnir verði að samhæfa upplýsingagjöf til starfsmanna. Þetta skipti fólk enda miklu máli, sérstaklega miðað við efnahagsaðstæður. „Það er gríðarlega lítið hægt að gera. Við erum í rauninni bara með þennan eina valkost, að fara yfir í verðtryggð lán, sem er náttúrulega ekkert voðalega góður valkostur. En ef þú stendur frammi fyrir því að þú ert að fara að missa eignina þína þá náttúrulega að sjálfsögðu verðurðu að gera það. Þú verður að færa þig yfir. Þetta er dýrari valkostur, alltaf, en svo vantar líka upp á það að segja fólki að verðtryggðu lánin eru líka á breytilegum vöxtum. Það er ekkert verið að ýta þeim út á föstum vöxtum og þeir eru byrjaðir að hækka vextina á þeim núna.“ Skilaboðin til yfirvalda eru einföld: „Að finna aðrar lausnir. Það þarf ekki bara alltaf að vera bara þessi eina lausn, vera kannski frekar að hugsa um vaxtxagreiðsluþak, eitthvað slíkt, eins og Íslandsbanki var með á sínum tíma. Það þarf ekki allt að vera ómögulegt,“ segir Kristín Eir að lokum.
Fjármál heimilisins Fjármálamarkaðir Húsnæðismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira