Sport

Hvað verður um James Harden?

Stefán Árni Pálsson skrifar
Lögmál leiksins fer yfir James Harden stöðuna í þætti kvöldsins.
Lögmál leiksins fer yfir James Harden stöðuna í þætti kvöldsins.

Í Lögmálum leiksins á Stöð 2 Sport 2 í kvöld verður rætt um framtíð körfuboltamannsins James Harden en hann reynir nú að losa sig frá Philadelphia 76ers.

„Þetta endar bara á einn veg. Við höfum séð þetta oft áður,“ segir Hörður Unnsteinsson körfuboltasérfræðingur í þætti kvöldsins.

„Kemur hann ekki bara aftur? Núna er komið í ljós að 76ers geta stoppað hann að spila atvinnumannakörfubolta til frambúðar, það er einhver ný regla eða regla sem menn í NBA hafa uppgötvað,“ segir Kjartan Atli Kjartansson þáttastjórnandi þegar hann varpaði fram þeirri pælingu.

„Hann er ekki neins virði í dag. Liðið er ekkert að fara fá neitt fyrir James Harden í dag. Hann er ekki í standi, orðinn frekar gamall og er ekki sami faktor og hann var fyrir fjórum fimm árum,“ segir Tómas Steindórsson körfuboltasérfræðingur.

Lögmál leiksins er á Stöð 2 Sport 2 klukkan 20:00 í kvöld. Hér að neðan má sjá brot úr þætti kvöldsins.

Klippa: Umræða um James Harden



Fleiri fréttir

Sjá meira


×