Verðmat Icelandair næstum tvöfalt hærra en markaðsverð eftir gengislækkun
Markaðsvirði Icelandair hefur fallið um 35 prósent frá síðasta verðmati Jakobsson Capital og þar til nýtt var birt fyrir helgi. Nú verðmetur greinandi flugfélagið 89 prósent hærra en markaðurinn. Verð á þotueldsneyti hefur lækkað um tíu prósent frá því að Icelandair gaf út afkomuviðvörun sína um miðjan september vegna hærra verðs á olíu, segir í hlutabréfagreiningu.
Tengdar fréttir
Afkomuviðvörun Icelandair kom ekki á óvart eftir mikla hækkun á olíuverði
Ekki átti að koma á óvart að afkomuspá Icelandair yrði færði niður í ljósi þess hve mikið olíuverð hefur hækkað að undanförnu. Það er enn útlit fyrir mikla eftirspurn eftir flugi, segir hlutabréfagreinandi IFS í samtali við Innherja, en markaðsvirði Icelandair hefur lækkað um þriðjung á tveimur mánuðum.
Metur Icelandair langt yfir markaðsgengi þótt aðstæður hafi versnað
IFS mælir enn með kaupum í Icelandair í nýju verðmati sem birt var eftir að flugfélagið lækkaði afkomuspá sína í ljósi hækkandi eldsneytisverðs. Fáir innlendir hlutabréfasjóðir eru með hlutfallslega mikið af eignum sínum bundnum í bréfum flugfélagsins.