Lík þessa 42 ára manns fannst inn á bílastæði fyrir neðan gestastúkuna á Diego Armando Maradona leikvanginum.
Trovato un cadavere dopo Napoli-Milan. Precipitato mentre cercava di entrare al Maradona https://t.co/gDN0WiHP84
— La Gazzetta dello Sport (@Gazzetta_it) October 30, 2023
Maðurinn var ásamt félaga sínum var þarna að reyna að klifra inn án völlinn án þess að vera miða. Félagi hans hætti við en hinn hélt áfram.
Hann náði hins vegar ekki að komast inn á völlinn en talið er að hann hafi fallið úr um tuttugu metra hæð.
Maðurinn fannst um klukkan tvö um nóttina en hann var þá látinn af sáum sínum.
Rannsókn er í gangi á atvikinu en félagi hans gaf sig fram við lögregluna og lýsti atburðarásinni.