Bandaríski fjölmiðlamaðurinn Adrian Wojnarowski á ESPN var fyrstur með fréttirnar.
Leikmennirnir Marcus Morris, Nic Batum, Robert Covington og KJ Martin eru á leiðinni til Philadelphia í staðinn fyrir Harden.
BREAKING: The Philadelphia 76ers have agreed on a trade to send guard James Harden to the Los Angeles Clippers, sources tell ESPN. pic.twitter.com/wAyuJKMfAw
— Adrian Wojnarowski (@wojespn) October 31, 2023
Clippers fær ekki aðeins Harden heldur einnig P.J. Tucker og Filip Petrusev. Sixers fær líka valrétt í fyrstu umferð 2028 nýliðavalsins og tvo valrétti í annarri umferð.
Til að búa til pláss í leikmannahópnum þá þarf 76ers liðið að láta reynsluboltann Danny Green fara.
Hinn 34 ára gamli Harden óskaði eftir að vera skipt frá félaginu í júní. Mikið hefur gengið á síðan og Haren var mjög ósáttur með að komast ekki til Clippers. Hann kallaði meðal annars Daryl Morey, yfirmann körfuboltamála hjá 76ers, lygara.
Harden hefur síðan neitað að æfa eða spila með Philadelphia 76ers það sem af er tímabilsins. Hann sat þó á bekknum á sunnudaginn en var í gallabuxum og hettupeysu.
Harden hefur verið í hópi bestu leikmanna deildarinnar undanfarin áratug og var kosinn besti leikmaður hennar árið 2018 sem leikmaður Houston Rockets.
Harden var með flestar stoðsendingar í deildinni á síðustu leiktíð en meðaltöl hans voru þá 21,0 stig, 10,7 stoðsendingar og 6,1 frákast í leik.
BREAKING: The 76ers have agreed to trade James Harden to the Clippers, per @wojespn pic.twitter.com/mCWADBXXNa
— Bleacher Report (@BleacherReport) October 31, 2023