NBA-meistarar Denver Nuggets unnu sinn fjórða leik í röð í nótt þegar liðið vann 110-102 sigur á Utah Jazz. Nikola Jokic náði sinni annarri þrennu á tímabilinu en hann var með 27 stig, 11 stoðsendingar og 10 fráköst í leiknum. Jamal Murray var síðan með 18 stig og 14 stoðsendingar.
Luka Doncic var líka með þrennu þegar Dallas Mavericks vann sinn þriðja leik í röð nú 125-110 sigur á Memphis Grizzlies sem hefur tapað fjórum fyrstu leikjum sínum. Doncic var með 35 stig, 12 fráköst og 12 stoðsendingar en þetta var hans 58. þrenna i NBA. Hann skoraði 49 stig í leiknum á undan og var líka með þrennu í fyrsta leik.
Boston Celtics hefur unnið alla þrjá leiki sína en liðið vann afar öruggan 126-107 sigur á Washington Wizards í nótt. Jaylen Brown skoraði 36 stig og Jayson Tatum var með 33 stig. Brown hitti úr 8 af 13 þriggja stiga skotum sínum.
Stephen Curry skoraði 42 stig á 30 mínútum og setti niður sjö þrista þegar Golden State Warriors vann 130-102 sigur á New Orleans Pelicans. Chris Paul kom með 13 stig inn af bekknum. Golden State hefur unnið þrjá leiki í röð eftir tap á móti Phoenix Suns í fyrsta leik.
- Úrslitin í NBA-deildinni í nótt:
- Orlando Magic - Los Angeles Lakers 103-106
- Utah Jazz - Denver Nuggets 102-110
- Dallas Mavericks - Memphis Grizzlies 125-110
- Miami Heat - Milwaukee Bucks 114-122
- Golden State Warriors - New Orleans Pelicans 130-102
- Detroit Pistons - Oklahoma City Thunder 112-123
- Minnesota Timberwolves - Atlanta Hawks 113-127
- Portland Trail Blazers - Toronto Raptors 99-91
- Brooklyn Nets - Charlotte Hornets 133-121
- Chicago Bulls - Indiana Pacers 112-105
- Boston Celtics - Washington Wizards 126-107