Trump klikkar meira og gæti misst eitt sitt besta vopn Samúel Karl Ólason skrifar 31. október 2023 14:30 Joe Biden og Donald Trump. EPA Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, og stuðningsmenn hans gera iðulega grín að háum aldri Joe Biden, núverandi forseta og forsetaframbjóðanda. Trump er þó einungis þremur árum yngri en Biden og gerir sjálfur reglulega mistök. Joe Biden er áttatíu ára gamall og verður 86 ára þegar næsta kjörtímabili lýkur. Donald Trump er 77 ára. Kannanir benda til þess að um tveir af hverjum þremur kjósendum í Bandaríkjunum þyki Biden of gamall til að vera forseti í önnur fjögur ár. Einn af hverjum þremur segir það sama um Trump, sem er lang líklegastur til að hljóta tilnefningu Repúblikanaflokksins til kosninganna á næsta ári. Á kosningafundum sínum leikur Trump sér reglulega að því að ráfa um sviðið og þykjast vera áttavilltur Biden, við hlátursköst áhorfenda. Eins og farið er yfir í frétt New York Times, hefur Trump einnig ítrekað gert skringileg mistök að undanförnu. Haldi þau áfram séu líkur á því að það muni koma verulega niður á kosningabaráttu hans, með því að slá eitt öflugasta vopnið úr höndum hans. Á sunnudaginn þakkaði hann stuðningsmönnum sínum í Sioux Falls fyrir að mæta á kosningafund hans. Trump var þó staddur í Sioux City í Iowa en Sioux Falls er í Suður-Dakóta. Hann áttaði sig ekki á mistökunum en var fljótt bent á þau. Donald Trump booed after forgetting the name of the city he was speaking in pic.twitter.com/8afmc6rGCf— The Messenger (@TheMessenger) October 30, 2023 Fyrr í þessum mánuði, gerði Trump grín að Biden á sviði með því að þykjast vera hann og ruglast á Iowa og Idaho. Þá hefur Trump einnig sagt stuðningsmönnum sínum að kjósa ekki í forsetakosningunum á næsta ári, haldið því fram að hann hafi sigrað Barack Obama, fyrrverandi forseta, í kosningum, hrósað Hezbollah-samtökunum og ítrekað borið nafn Hamas-samtakanna rangt fram. Demókratar líklegri til að hafa áhyggjur af aldri Í grein NYT er vísað til nýlegrar könnunar AP og NORC center for public affairs þar sem 43 prósent svarenda sögðu bæði Biden og Trump vera of gamla til að bjóða sig fram til embættis forseta. Af þeim sögðust 61 prósent ætla að kjósa Biden en einungis þrettán prósent sögðust ætla að kjósa Trump. Svipaða sögu er að segja frá könnun í Pennsylvaníu í sem birt var í síðustu viku. Af þeim sem svöruðu sögðu 43 prósent að báðir væru of gamlir og af þeim 43 prósentum sögðust 66 styðja Biden og ellefu styðja Trump. Í ræðu sem hann hélt í september sagði Trump að Biden væri elliær, rétt áður en hann sagði heiminn standa frammi fyrir seinni heimsstyrjöldinni, sem lauk árið 1945. Hann sagði í sömu ræðu að hann mældist með meira fylgi en Barack Obama og sagði svo síðar í sömu ræðu að hann hefði sigrað Obama í kosningum. „Við gerðum það með Obama. Við unnum kosningar sem allir sögðu að gætum ekki unnið,“ sagði Trump. „Við sigruðum … Hillary Clinton.“ Hann virtist átta sig á því að hafa mismælt sig. í New Hamsphire í síðustu viku hrósaði Trump svo Viktor ORban, forsætisráðherra Ungverjalands, en sagði hann leiðtoga Tyrklands. Í sömu ræðu sagði hann stuðningsmönnum sínum að kjósa ekki. „Ekki hafa áhyggjur af því að kjósa. Við erum með næg atkvæði,“ sagði Trump. Berwood Yost sem stýrði könnuninni í Pennsylvaníu sagði Demókrata mun líklegri til að nefna aldur sem helsta galla frambjóðanda þeirra og það útskýrði muninn milli Bidens og Trumps að hluta til. Hann sagði að ef Trump yrði einnig málaður með sama bursta og Biden, varðandi aldurinn, myndi það koma mjög niður á honum. Eldri kjósendur vilja nýja kynslóð Blaðamenn NPR ræddu nýverið við kjósendur á sama aldri og Biden og Trump. Rætt var við á annan tug fólks og voru þau flest á þeim nótum að bæði Biden og Trump ættu að stíga til hliðar. Mörgum fannst einnig að of mikið væri gert úr atvikum þar sem Biden hrasaði eða vafðist tunga um tönn. Áðurnefndir blaðamenn segja þrjú umræðuefni hafa staðið uppúr. Það var að fólkinu fannst að þau líkamlegu vandræði sem fylgja elli komi ekki endilega niður á huganum. Annað var að áhyggjur fólks fylgdu oft flokkslínum. Þriðja umræðuefnið sem stóð upp úr var að flestir þeirra sem rætt var við, sama hvort þau höfðu stutt Demókrataflokkinn eða Repúblikanaflokkinn í gegnum árin, voru þeirrar skoðunar að bæði Trump og Biden ættu að stíga til hliðar fyrir nýrri kynslóð. Einn viðmælandi, sem er 85 ára, sagðist þó hafa fundið fyrir minninu versna og sagðist telja sig sjá það hjá Biden einnig. Sá hafði tvisvar sinnum áður kosið Trump en sagði það ekki koma til greina á næsta ári, því hann teldi Trump hafa „misst vitið“. Hann sagðist líklega ekki ætla að kjósa en ef hann þyrfti þess, myndi hann kjósa Biden. „En ég vona að hann sé með öflugan og hæfan varaforseta,“ sagði maðurinn. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Joe Biden Donald Trump Tengdar fréttir Ver fúlgum fjár í lögmenn Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, halar inn peningum frá stuðningsmönnum sínum en ver stórum hluta peninganna í lögfræðingakostnað. Á sama tíma aflar hann fjár á grundvelli dómsmála gegn honum. 18. október 2023 08:14 Ræddi ríkisleyndarmál við ástralskan auðjöfur Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er talinn hafa sagt áströlskum auðjöfri ríkisleyndarmál um bandaríska kjarnorkukafbáta og kjarnorkuvopn. Þetta er Trump sagður hafa gert á viðburði í Mar-a-Lago, heimili og sveitaklúbbi hans, eftir að hann flutti úr Hvíta húsinu. 6. október 2023 09:11 Sótt að Biden vegna nýrra framkvæmda við landamæramúrinn Þingmenn bæði úr röðum Repúblikana og Demókrata hafa gagnrýnt Joe Biden Bandaríkjaforseta eftir að stjórn hans tilkynnti að grænt ljós hefði verið gefið á framkvæmdir við byggingu nýs kafla af múrnum á landamærunum að Mexíkó. Umræddur kafli er rúmlega þrjátíu kílómetrar að lengd og að finna á strjálbýlu svæði í Texas. 6. október 2023 06:43 Lítið nýtt á „hörmulegum“ fundi um Biden Repúblikanar héldu í gær fyrsta nefndarfundinn um rannsókn þeirra á Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, varðandi mögulega ákæru fyrir embættisbrot. Fundurinn stóð yfir í rúma sex tíma en ekkert nýtt kom fram sem gaf til kynna að Biden hefði brotið af sér í starfi eða væri sekur um spillingu. 29. september 2023 11:04 Biden segir Trump og stuðningsmenn hans beina ógn við lýðræðið Joe Biden Bandaríkjaforseti segir Bandaríkin standa á krossgötum og að MAGA-hreyfing Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sé bein ógn við lýðræði landsins. 29. september 2023 08:06 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Joe Biden er áttatíu ára gamall og verður 86 ára þegar næsta kjörtímabili lýkur. Donald Trump er 77 ára. Kannanir benda til þess að um tveir af hverjum þremur kjósendum í Bandaríkjunum þyki Biden of gamall til að vera forseti í önnur fjögur ár. Einn af hverjum þremur segir það sama um Trump, sem er lang líklegastur til að hljóta tilnefningu Repúblikanaflokksins til kosninganna á næsta ári. Á kosningafundum sínum leikur Trump sér reglulega að því að ráfa um sviðið og þykjast vera áttavilltur Biden, við hlátursköst áhorfenda. Eins og farið er yfir í frétt New York Times, hefur Trump einnig ítrekað gert skringileg mistök að undanförnu. Haldi þau áfram séu líkur á því að það muni koma verulega niður á kosningabaráttu hans, með því að slá eitt öflugasta vopnið úr höndum hans. Á sunnudaginn þakkaði hann stuðningsmönnum sínum í Sioux Falls fyrir að mæta á kosningafund hans. Trump var þó staddur í Sioux City í Iowa en Sioux Falls er í Suður-Dakóta. Hann áttaði sig ekki á mistökunum en var fljótt bent á þau. Donald Trump booed after forgetting the name of the city he was speaking in pic.twitter.com/8afmc6rGCf— The Messenger (@TheMessenger) October 30, 2023 Fyrr í þessum mánuði, gerði Trump grín að Biden á sviði með því að þykjast vera hann og ruglast á Iowa og Idaho. Þá hefur Trump einnig sagt stuðningsmönnum sínum að kjósa ekki í forsetakosningunum á næsta ári, haldið því fram að hann hafi sigrað Barack Obama, fyrrverandi forseta, í kosningum, hrósað Hezbollah-samtökunum og ítrekað borið nafn Hamas-samtakanna rangt fram. Demókratar líklegri til að hafa áhyggjur af aldri Í grein NYT er vísað til nýlegrar könnunar AP og NORC center for public affairs þar sem 43 prósent svarenda sögðu bæði Biden og Trump vera of gamla til að bjóða sig fram til embættis forseta. Af þeim sögðust 61 prósent ætla að kjósa Biden en einungis þrettán prósent sögðust ætla að kjósa Trump. Svipaða sögu er að segja frá könnun í Pennsylvaníu í sem birt var í síðustu viku. Af þeim sem svöruðu sögðu 43 prósent að báðir væru of gamlir og af þeim 43 prósentum sögðust 66 styðja Biden og ellefu styðja Trump. Í ræðu sem hann hélt í september sagði Trump að Biden væri elliær, rétt áður en hann sagði heiminn standa frammi fyrir seinni heimsstyrjöldinni, sem lauk árið 1945. Hann sagði í sömu ræðu að hann mældist með meira fylgi en Barack Obama og sagði svo síðar í sömu ræðu að hann hefði sigrað Obama í kosningum. „Við gerðum það með Obama. Við unnum kosningar sem allir sögðu að gætum ekki unnið,“ sagði Trump. „Við sigruðum … Hillary Clinton.“ Hann virtist átta sig á því að hafa mismælt sig. í New Hamsphire í síðustu viku hrósaði Trump svo Viktor ORban, forsætisráðherra Ungverjalands, en sagði hann leiðtoga Tyrklands. Í sömu ræðu sagði hann stuðningsmönnum sínum að kjósa ekki. „Ekki hafa áhyggjur af því að kjósa. Við erum með næg atkvæði,“ sagði Trump. Berwood Yost sem stýrði könnuninni í Pennsylvaníu sagði Demókrata mun líklegri til að nefna aldur sem helsta galla frambjóðanda þeirra og það útskýrði muninn milli Bidens og Trumps að hluta til. Hann sagði að ef Trump yrði einnig málaður með sama bursta og Biden, varðandi aldurinn, myndi það koma mjög niður á honum. Eldri kjósendur vilja nýja kynslóð Blaðamenn NPR ræddu nýverið við kjósendur á sama aldri og Biden og Trump. Rætt var við á annan tug fólks og voru þau flest á þeim nótum að bæði Biden og Trump ættu að stíga til hliðar. Mörgum fannst einnig að of mikið væri gert úr atvikum þar sem Biden hrasaði eða vafðist tunga um tönn. Áðurnefndir blaðamenn segja þrjú umræðuefni hafa staðið uppúr. Það var að fólkinu fannst að þau líkamlegu vandræði sem fylgja elli komi ekki endilega niður á huganum. Annað var að áhyggjur fólks fylgdu oft flokkslínum. Þriðja umræðuefnið sem stóð upp úr var að flestir þeirra sem rætt var við, sama hvort þau höfðu stutt Demókrataflokkinn eða Repúblikanaflokkinn í gegnum árin, voru þeirrar skoðunar að bæði Trump og Biden ættu að stíga til hliðar fyrir nýrri kynslóð. Einn viðmælandi, sem er 85 ára, sagðist þó hafa fundið fyrir minninu versna og sagðist telja sig sjá það hjá Biden einnig. Sá hafði tvisvar sinnum áður kosið Trump en sagði það ekki koma til greina á næsta ári, því hann teldi Trump hafa „misst vitið“. Hann sagðist líklega ekki ætla að kjósa en ef hann þyrfti þess, myndi hann kjósa Biden. „En ég vona að hann sé með öflugan og hæfan varaforseta,“ sagði maðurinn.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Joe Biden Donald Trump Tengdar fréttir Ver fúlgum fjár í lögmenn Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, halar inn peningum frá stuðningsmönnum sínum en ver stórum hluta peninganna í lögfræðingakostnað. Á sama tíma aflar hann fjár á grundvelli dómsmála gegn honum. 18. október 2023 08:14 Ræddi ríkisleyndarmál við ástralskan auðjöfur Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er talinn hafa sagt áströlskum auðjöfri ríkisleyndarmál um bandaríska kjarnorkukafbáta og kjarnorkuvopn. Þetta er Trump sagður hafa gert á viðburði í Mar-a-Lago, heimili og sveitaklúbbi hans, eftir að hann flutti úr Hvíta húsinu. 6. október 2023 09:11 Sótt að Biden vegna nýrra framkvæmda við landamæramúrinn Þingmenn bæði úr röðum Repúblikana og Demókrata hafa gagnrýnt Joe Biden Bandaríkjaforseta eftir að stjórn hans tilkynnti að grænt ljós hefði verið gefið á framkvæmdir við byggingu nýs kafla af múrnum á landamærunum að Mexíkó. Umræddur kafli er rúmlega þrjátíu kílómetrar að lengd og að finna á strjálbýlu svæði í Texas. 6. október 2023 06:43 Lítið nýtt á „hörmulegum“ fundi um Biden Repúblikanar héldu í gær fyrsta nefndarfundinn um rannsókn þeirra á Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, varðandi mögulega ákæru fyrir embættisbrot. Fundurinn stóð yfir í rúma sex tíma en ekkert nýtt kom fram sem gaf til kynna að Biden hefði brotið af sér í starfi eða væri sekur um spillingu. 29. september 2023 11:04 Biden segir Trump og stuðningsmenn hans beina ógn við lýðræðið Joe Biden Bandaríkjaforseti segir Bandaríkin standa á krossgötum og að MAGA-hreyfing Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sé bein ógn við lýðræði landsins. 29. september 2023 08:06 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Ver fúlgum fjár í lögmenn Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, halar inn peningum frá stuðningsmönnum sínum en ver stórum hluta peninganna í lögfræðingakostnað. Á sama tíma aflar hann fjár á grundvelli dómsmála gegn honum. 18. október 2023 08:14
Ræddi ríkisleyndarmál við ástralskan auðjöfur Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er talinn hafa sagt áströlskum auðjöfri ríkisleyndarmál um bandaríska kjarnorkukafbáta og kjarnorkuvopn. Þetta er Trump sagður hafa gert á viðburði í Mar-a-Lago, heimili og sveitaklúbbi hans, eftir að hann flutti úr Hvíta húsinu. 6. október 2023 09:11
Sótt að Biden vegna nýrra framkvæmda við landamæramúrinn Þingmenn bæði úr röðum Repúblikana og Demókrata hafa gagnrýnt Joe Biden Bandaríkjaforseta eftir að stjórn hans tilkynnti að grænt ljós hefði verið gefið á framkvæmdir við byggingu nýs kafla af múrnum á landamærunum að Mexíkó. Umræddur kafli er rúmlega þrjátíu kílómetrar að lengd og að finna á strjálbýlu svæði í Texas. 6. október 2023 06:43
Lítið nýtt á „hörmulegum“ fundi um Biden Repúblikanar héldu í gær fyrsta nefndarfundinn um rannsókn þeirra á Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, varðandi mögulega ákæru fyrir embættisbrot. Fundurinn stóð yfir í rúma sex tíma en ekkert nýtt kom fram sem gaf til kynna að Biden hefði brotið af sér í starfi eða væri sekur um spillingu. 29. september 2023 11:04
Biden segir Trump og stuðningsmenn hans beina ógn við lýðræðið Joe Biden Bandaríkjaforseti segir Bandaríkin standa á krossgötum og að MAGA-hreyfing Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sé bein ógn við lýðræði landsins. 29. september 2023 08:06
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent