Einkunnir Íslands gegn Þýskalandi: Engin framúrskarandi gegn feiknasterkum Þjóðverjum Íþróttadeild Vísis skrifar 31. október 2023 21:16 Byrjunarlið Íslands gegn Þýskalandi í Þjóðadeild kvenna 2023. VÍSIR / PAWEL Íslenska landslið kvenna í knattspyrnu mátti þola 0-2 tap fyrir Þýskalandi í Þjóðadeildinni. Frá fyrstu mínútu var Ísland í nauðvörn gegn síógnandi Þjóðverjum. Þær héldu markinu hreinu út fyrri hálfleikinn en stíflan brast þegar Telma Ívarsdóttir gaf frá sér víti á 64. mínútu. Erfitt er að veita leikmönnum háar einkunnir eftir slíka frammistöðu en átta leikmenn Íslands eru jafnir með hæstu einkunn [6]. Telma Ívarsdóttir, markvörður [5] Átti flottan leik og hefði líklega verið valin maður leiksins fram að fyrsta markinu, varði vel í nokkur skipti og hélt leiknum jöfnum í fyrri hálfleik. Það mátti þó sjá örfá skipti þar sem hún var ekki sú öruggasta í úthlaupum og fyrirgjöfum. Gaf á endanum víti og mark með ansi glæfralegu úthlaupi eftir háa fyrirgjöf sem endaði í hennar eigin markteig. Guðrún Arnardóttir, hægri bakvörður [4] Leit betur út í miðvarðastöðunni síðast. Auðvelt að komast framhjá henni og ekki sannfærandi frammistaða í kvöld. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður [4] Var valin maður leiksins í síðasta leik en átti erfiðan dag í dag. Margar misheppnaðar sendingar og hún kom illa út úr báðum mörkunum, missti manninn frá sér í fyrra markinu og lokaði skotinu ekki nógu vel í seinna skiptið. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður [6] Kom aftur inn í liðið eftir að hafa tekið út leikbann. Ekkert út á hennar frammistöðu að setja, þær þýsku fengu auðvitað sín færi en Ingibjörg gerðist ekki sek um nein slæm mistök. Sædís Rún Heiðarsdóttir, vinstri bakvörður [6] Svipað hjá henni og Ingibjörgu, vinstri helmingur varnarlínunnar leit mun betur út í kvöld. Allar áttu þær erfitt með að koma boltanum í spil samt. Selma Sól Magnúsdóttir, miðjumaður [6] Voru báðar tvær, Selma og Hildur, mjög fastar fyrir á miðjunni og mættu þeim þýsku alltaf í baráttunni. Uppspilið gekk hins vegar ekki jafn vel. Hildur Antonsdóttir, miðjumaður [6] Lagði sig alla fram í kvöld, það verður ekki tekið af henni en gekk illa að koma boltanum í spil. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, framliggjandi miðjumaður [5] Sýndi lítið í þessum leik, komst ekki mikið á boltann og fékk lítið af færum til að sýna snilli sína. Fékk reyndar fínt færi undir lokin þar sem virtist brotið á henni en ekkert dæmt. Hafrún Rakel Halldórsdóttir, hægri kantmaður [6] Kom inn í liðið fyrir Öglu Maríu, varnarsinnuð breyting og Hafrún sinnti varnarvinnunni vel í þessum leik. en bauð ekki upp á mikið fram á við. Sandra Jessen, vinstri kantmaður [5] Svipuð saga að segja af henni og Hafrúnu, sinnti varnarvinnunni vel en bauð ekki upp á neitt þegar farið var fram á völlinn. Hlín Eiríksdóttir, framherji [6] Ekkert út á hennar framlag að setja, barðist eins og berserkur í fremstu víglínu en fékk litla þjónustu frá liðsfélögum sínum í færasköpuninni. Varamenn Diljá Ýr Zomers [6] - Kom inn fyrir Söndru Jessen á 72. mínútu Spilaði lítið en kom með orku inn á völlinn sem Ísland þurfti nauðsynlega á að halda. Fékk svo dauðafæri á 85. mínútu sem henni tókst ekki að nýta. Alexandra Jóhannsdóttir [6] - Kom inn fyrir Hildi Antonsdóttur á 72. mínútu Ferskir fætur en komst lítið á boltann í sinni innkomu. Bryndís Arna Níelsdóttir - Kom inn fyrir Hlín Eiríksdóttur á 86. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. Amanda Andradóttir - Kom inn fyrir Selmu Sól á 86. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Þýskaland 0-2 | Erfitt kvöld á Laugardalsvelli Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 0-2 tap er liðið tók á móti Þjóðverjum í Þjóðadeild kvenna á Laugardalsvelli í kvöld. 31. október 2023 21:15 Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Fleiri fréttir Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Sjá meira
Telma Ívarsdóttir, markvörður [5] Átti flottan leik og hefði líklega verið valin maður leiksins fram að fyrsta markinu, varði vel í nokkur skipti og hélt leiknum jöfnum í fyrri hálfleik. Það mátti þó sjá örfá skipti þar sem hún var ekki sú öruggasta í úthlaupum og fyrirgjöfum. Gaf á endanum víti og mark með ansi glæfralegu úthlaupi eftir háa fyrirgjöf sem endaði í hennar eigin markteig. Guðrún Arnardóttir, hægri bakvörður [4] Leit betur út í miðvarðastöðunni síðast. Auðvelt að komast framhjá henni og ekki sannfærandi frammistaða í kvöld. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður [4] Var valin maður leiksins í síðasta leik en átti erfiðan dag í dag. Margar misheppnaðar sendingar og hún kom illa út úr báðum mörkunum, missti manninn frá sér í fyrra markinu og lokaði skotinu ekki nógu vel í seinna skiptið. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður [6] Kom aftur inn í liðið eftir að hafa tekið út leikbann. Ekkert út á hennar frammistöðu að setja, þær þýsku fengu auðvitað sín færi en Ingibjörg gerðist ekki sek um nein slæm mistök. Sædís Rún Heiðarsdóttir, vinstri bakvörður [6] Svipað hjá henni og Ingibjörgu, vinstri helmingur varnarlínunnar leit mun betur út í kvöld. Allar áttu þær erfitt með að koma boltanum í spil samt. Selma Sól Magnúsdóttir, miðjumaður [6] Voru báðar tvær, Selma og Hildur, mjög fastar fyrir á miðjunni og mættu þeim þýsku alltaf í baráttunni. Uppspilið gekk hins vegar ekki jafn vel. Hildur Antonsdóttir, miðjumaður [6] Lagði sig alla fram í kvöld, það verður ekki tekið af henni en gekk illa að koma boltanum í spil. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, framliggjandi miðjumaður [5] Sýndi lítið í þessum leik, komst ekki mikið á boltann og fékk lítið af færum til að sýna snilli sína. Fékk reyndar fínt færi undir lokin þar sem virtist brotið á henni en ekkert dæmt. Hafrún Rakel Halldórsdóttir, hægri kantmaður [6] Kom inn í liðið fyrir Öglu Maríu, varnarsinnuð breyting og Hafrún sinnti varnarvinnunni vel í þessum leik. en bauð ekki upp á mikið fram á við. Sandra Jessen, vinstri kantmaður [5] Svipuð saga að segja af henni og Hafrúnu, sinnti varnarvinnunni vel en bauð ekki upp á neitt þegar farið var fram á völlinn. Hlín Eiríksdóttir, framherji [6] Ekkert út á hennar framlag að setja, barðist eins og berserkur í fremstu víglínu en fékk litla þjónustu frá liðsfélögum sínum í færasköpuninni. Varamenn Diljá Ýr Zomers [6] - Kom inn fyrir Söndru Jessen á 72. mínútu Spilaði lítið en kom með orku inn á völlinn sem Ísland þurfti nauðsynlega á að halda. Fékk svo dauðafæri á 85. mínútu sem henni tókst ekki að nýta. Alexandra Jóhannsdóttir [6] - Kom inn fyrir Hildi Antonsdóttur á 72. mínútu Ferskir fætur en komst lítið á boltann í sinni innkomu. Bryndís Arna Níelsdóttir - Kom inn fyrir Hlín Eiríksdóttur á 86. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. Amanda Andradóttir - Kom inn fyrir Selmu Sól á 86. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Þýskaland 0-2 | Erfitt kvöld á Laugardalsvelli Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 0-2 tap er liðið tók á móti Þjóðverjum í Þjóðadeild kvenna á Laugardalsvelli í kvöld. 31. október 2023 21:15 Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Fleiri fréttir Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Þýskaland 0-2 | Erfitt kvöld á Laugardalsvelli Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 0-2 tap er liðið tók á móti Þjóðverjum í Þjóðadeild kvenna á Laugardalsvelli í kvöld. 31. október 2023 21:15