Hjólin éti upp árangurinn Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. nóvember 2023 07:00 Gunnar Geir Gunnarsson, deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu. vísir/Arnar Samhliða fjölgun rafhlaupahjólaslysa fjarlægjast Íslendingar markmið um fækkun umferðarslysa. Samfélagslegur kostnaður af umferðarslysum er talinn nema um fjörutíu milljörðum á ári. Samsetning hópsins sem slasast alvarlega í umferðinni hefur tekið miklum breytingum frá árinu 2020 þegar rafhlaupahjól fóru fyrst að mælast í slysatölum. Líkt og fjallað var um í Kompás voru þau í fyrra fjörutíu og níu af tvö hundruð og fjórum slysum, eða fjórðungur. Gunnar Geir Gunnarsson, deildarstjóri öryggis- og fræðslumála hjá Samgöngustofu, segir þetta hreina viðbót við hópinn sem áður slasaðist. Þau sem noti hjólin virðist helst hafa verið gangandi eða hjólandi áður. Íslendingar séu nú langt frá því að ná markmiðum sínum um fækkun umferðarslysa. „Við erum að tala um að fækka látnum og alvarlega slösuðum um fimm prósent á ári frá því að markmiðin voru sett. Í fyrra hefðum við dansað á markmiðinu með eitt hundrað og fimmtíu alvarlega slasaða en í staðinn vorum við með rúmlega tvö hundruð og þessir fimmtíu sem bætast þarna við eru rafhlaupahjólin,“ segir Gunnar. Markmið stjórnvalda taka mið af vaxandi umferð en með setningu þeirra er fyrst og fremst ætlunin að tryggja að allir komist heilir heim. Samfélagslegur kostnaður við umferðarslys er þó einnig metinn á um fjörutíu miljarða króna á ári og mikið er því í húfi. vísir/Kompás „Þetta skilur á milli þess að við séum að ná okkar markmiðum eða að við séum í svolítið vondum málum hvað markmiðin varðar. Við erum búin að ná árangri víðast hvar annars staðar í umferðinni en þessi hjól eru svolítið að éta upp þann árangur ef svo má segja,“ segir Gunnar og bætir við að bregðast þurfi við á einhvern hátt. „Við náum ekki árangri í umferðaröryggismálum nema að ná þessum slysum niður. Það bara liggur ljóst fyrir.“ Hann bindur vonir við frumvarp sem til stendur að leggja fram í vetur. Þar eru rafhlaupahjólin skilgreind sem smáfarartæki og lögreglu veittar auknar heimildir til þess að stoppa fólk á hjólunum, mæla ölvun og sekta eftir atvikum. Þá er einnig lagt til þrettán ára aldurstakmark, sem hefur mætt nokkurri andstöðu ef marka má umsagnir við frumvarpið. „En ég hef áhyggjur af því að ef þetta frumvarp breytist til dæmis of mikið, eða nær ekki í gegn, að þá hef ég áhyggjur af því að þetta bara vaxi og aukist og verði stærri baggi á samfélagið.“ Kompás Samgönguslys Samgöngur Rafhlaupahjól Umferðaröryggi Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Samsetning hópsins sem slasast alvarlega í umferðinni hefur tekið miklum breytingum frá árinu 2020 þegar rafhlaupahjól fóru fyrst að mælast í slysatölum. Líkt og fjallað var um í Kompás voru þau í fyrra fjörutíu og níu af tvö hundruð og fjórum slysum, eða fjórðungur. Gunnar Geir Gunnarsson, deildarstjóri öryggis- og fræðslumála hjá Samgöngustofu, segir þetta hreina viðbót við hópinn sem áður slasaðist. Þau sem noti hjólin virðist helst hafa verið gangandi eða hjólandi áður. Íslendingar séu nú langt frá því að ná markmiðum sínum um fækkun umferðarslysa. „Við erum að tala um að fækka látnum og alvarlega slösuðum um fimm prósent á ári frá því að markmiðin voru sett. Í fyrra hefðum við dansað á markmiðinu með eitt hundrað og fimmtíu alvarlega slasaða en í staðinn vorum við með rúmlega tvö hundruð og þessir fimmtíu sem bætast þarna við eru rafhlaupahjólin,“ segir Gunnar. Markmið stjórnvalda taka mið af vaxandi umferð en með setningu þeirra er fyrst og fremst ætlunin að tryggja að allir komist heilir heim. Samfélagslegur kostnaður við umferðarslys er þó einnig metinn á um fjörutíu miljarða króna á ári og mikið er því í húfi. vísir/Kompás „Þetta skilur á milli þess að við séum að ná okkar markmiðum eða að við séum í svolítið vondum málum hvað markmiðin varðar. Við erum búin að ná árangri víðast hvar annars staðar í umferðinni en þessi hjól eru svolítið að éta upp þann árangur ef svo má segja,“ segir Gunnar og bætir við að bregðast þurfi við á einhvern hátt. „Við náum ekki árangri í umferðaröryggismálum nema að ná þessum slysum niður. Það bara liggur ljóst fyrir.“ Hann bindur vonir við frumvarp sem til stendur að leggja fram í vetur. Þar eru rafhlaupahjólin skilgreind sem smáfarartæki og lögreglu veittar auknar heimildir til þess að stoppa fólk á hjólunum, mæla ölvun og sekta eftir atvikum. Þá er einnig lagt til þrettán ára aldurstakmark, sem hefur mætt nokkurri andstöðu ef marka má umsagnir við frumvarpið. „En ég hef áhyggjur af því að ef þetta frumvarp breytist til dæmis of mikið, eða nær ekki í gegn, að þá hef ég áhyggjur af því að þetta bara vaxi og aukist og verði stærri baggi á samfélagið.“
Kompás Samgönguslys Samgöngur Rafhlaupahjól Umferðaröryggi Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira