Hjólin éti upp árangurinn Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. nóvember 2023 07:00 Gunnar Geir Gunnarsson, deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu. vísir/Arnar Samhliða fjölgun rafhlaupahjólaslysa fjarlægjast Íslendingar markmið um fækkun umferðarslysa. Samfélagslegur kostnaður af umferðarslysum er talinn nema um fjörutíu milljörðum á ári. Samsetning hópsins sem slasast alvarlega í umferðinni hefur tekið miklum breytingum frá árinu 2020 þegar rafhlaupahjól fóru fyrst að mælast í slysatölum. Líkt og fjallað var um í Kompás voru þau í fyrra fjörutíu og níu af tvö hundruð og fjórum slysum, eða fjórðungur. Gunnar Geir Gunnarsson, deildarstjóri öryggis- og fræðslumála hjá Samgöngustofu, segir þetta hreina viðbót við hópinn sem áður slasaðist. Þau sem noti hjólin virðist helst hafa verið gangandi eða hjólandi áður. Íslendingar séu nú langt frá því að ná markmiðum sínum um fækkun umferðarslysa. „Við erum að tala um að fækka látnum og alvarlega slösuðum um fimm prósent á ári frá því að markmiðin voru sett. Í fyrra hefðum við dansað á markmiðinu með eitt hundrað og fimmtíu alvarlega slasaða en í staðinn vorum við með rúmlega tvö hundruð og þessir fimmtíu sem bætast þarna við eru rafhlaupahjólin,“ segir Gunnar. Markmið stjórnvalda taka mið af vaxandi umferð en með setningu þeirra er fyrst og fremst ætlunin að tryggja að allir komist heilir heim. Samfélagslegur kostnaður við umferðarslys er þó einnig metinn á um fjörutíu miljarða króna á ári og mikið er því í húfi. vísir/Kompás „Þetta skilur á milli þess að við séum að ná okkar markmiðum eða að við séum í svolítið vondum málum hvað markmiðin varðar. Við erum búin að ná árangri víðast hvar annars staðar í umferðinni en þessi hjól eru svolítið að éta upp þann árangur ef svo má segja,“ segir Gunnar og bætir við að bregðast þurfi við á einhvern hátt. „Við náum ekki árangri í umferðaröryggismálum nema að ná þessum slysum niður. Það bara liggur ljóst fyrir.“ Hann bindur vonir við frumvarp sem til stendur að leggja fram í vetur. Þar eru rafhlaupahjólin skilgreind sem smáfarartæki og lögreglu veittar auknar heimildir til þess að stoppa fólk á hjólunum, mæla ölvun og sekta eftir atvikum. Þá er einnig lagt til þrettán ára aldurstakmark, sem hefur mætt nokkurri andstöðu ef marka má umsagnir við frumvarpið. „En ég hef áhyggjur af því að ef þetta frumvarp breytist til dæmis of mikið, eða nær ekki í gegn, að þá hef ég áhyggjur af því að þetta bara vaxi og aukist og verði stærri baggi á samfélagið.“ Kompás Samgönguslys Samgöngur Rafhlaupahjól Umferðaröryggi Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Samsetning hópsins sem slasast alvarlega í umferðinni hefur tekið miklum breytingum frá árinu 2020 þegar rafhlaupahjól fóru fyrst að mælast í slysatölum. Líkt og fjallað var um í Kompás voru þau í fyrra fjörutíu og níu af tvö hundruð og fjórum slysum, eða fjórðungur. Gunnar Geir Gunnarsson, deildarstjóri öryggis- og fræðslumála hjá Samgöngustofu, segir þetta hreina viðbót við hópinn sem áður slasaðist. Þau sem noti hjólin virðist helst hafa verið gangandi eða hjólandi áður. Íslendingar séu nú langt frá því að ná markmiðum sínum um fækkun umferðarslysa. „Við erum að tala um að fækka látnum og alvarlega slösuðum um fimm prósent á ári frá því að markmiðin voru sett. Í fyrra hefðum við dansað á markmiðinu með eitt hundrað og fimmtíu alvarlega slasaða en í staðinn vorum við með rúmlega tvö hundruð og þessir fimmtíu sem bætast þarna við eru rafhlaupahjólin,“ segir Gunnar. Markmið stjórnvalda taka mið af vaxandi umferð en með setningu þeirra er fyrst og fremst ætlunin að tryggja að allir komist heilir heim. Samfélagslegur kostnaður við umferðarslys er þó einnig metinn á um fjörutíu miljarða króna á ári og mikið er því í húfi. vísir/Kompás „Þetta skilur á milli þess að við séum að ná okkar markmiðum eða að við séum í svolítið vondum málum hvað markmiðin varðar. Við erum búin að ná árangri víðast hvar annars staðar í umferðinni en þessi hjól eru svolítið að éta upp þann árangur ef svo má segja,“ segir Gunnar og bætir við að bregðast þurfi við á einhvern hátt. „Við náum ekki árangri í umferðaröryggismálum nema að ná þessum slysum niður. Það bara liggur ljóst fyrir.“ Hann bindur vonir við frumvarp sem til stendur að leggja fram í vetur. Þar eru rafhlaupahjólin skilgreind sem smáfarartæki og lögreglu veittar auknar heimildir til þess að stoppa fólk á hjólunum, mæla ölvun og sekta eftir atvikum. Þá er einnig lagt til þrettán ára aldurstakmark, sem hefur mætt nokkurri andstöðu ef marka má umsagnir við frumvarpið. „En ég hef áhyggjur af því að ef þetta frumvarp breytist til dæmis of mikið, eða nær ekki í gegn, að þá hef ég áhyggjur af því að þetta bara vaxi og aukist og verði stærri baggi á samfélagið.“
Kompás Samgönguslys Samgöngur Rafhlaupahjól Umferðaröryggi Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira