„Maður þarf stundum að reyna að leika aðeins á þessa dómara“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 31. október 2023 22:08 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var eðlilega súr eftir tapið. Vísir/Diego Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var eðlilega súr og svekkt eftir 2-0 tap gegn Þjóðverjum á Laugardalsvelli í Þjóðadeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. „Mér fannst þetta helvíti súrt. Þær fá eitthvað 50/50 víti og annars hefðum við bara getað haldið þeim í núllinu,“ sagði Karólína að leik loknum. „Maður er aldrei sáttur með tap, en mér fannst ákveðinn stígandi í þessum glugga.“ Þýska liðið hafði nánast öll völd á vellinum í fyrri hálfleik og íslensku stelpurnar komust varla yfir miðju. Karólína segir að íslenska vörnin hafi staðið sína vakt vel. „Þetta er Þýskaland þannig að maður býst kannski ekki við því að maður sé að sækja mikið. En mér leið aldrei eins og þær væru að fara að skora og við vorum óheppnar að dómarinn dæmi þetta víti þegar hann hefði mögulega getað sleppt því. Og þá veit maður ekki hvort maður hefði getað haldið þeim bara í núllinu.“ Hún vildi þó ekki tjá sig of mikið um vítaspyrnuna sem Þjóðverjar fengu. „Ég heyrði að það hafi verið eitthvað 50/50 og ég þarf bara að sjá það aftur. Ég er ekki alveg viss.“ Þá var einnig alveg hægt að færa rök fyrir því að Karólína sjálf hafi átt að fá vítaspyrnu í leiknum, en líkt og með vítaspyrnuna sem Þjóðverjar fengu vildi hún lítið tjá sig um það. „Þú verður eiginlega að segja mér það,“ sagði Karólína létt, aðspurð að því hvort hún hafi átt að fá víti. „Ég veit það ekki. Það var smá snerting, en maður þarf stundum að reyna að leika aðeins á þessa dómara.“ Hún segir einnig að íslenska liðið hafi klárlega átt að setja meiri pressu á mark gestanna. „Klárlega. Við fáum færi til að jafna, en þetta féll þeirra megin í dag og það var ansi sárt.“ Íslenska liðið hefur nú ekki skorað í þremur leikjum í röð, en Karólína virðist þó ekki hafa of miklar áhyggjuar af því. „Mér finnst það persónulega ekkert áhyggjuefni. Markið kemur bara þegar það kemur og við höldum bara áfram að æfa þessi slútt. Ég hef engar áhyggjur.“ „Mér finnst sóknarleikurinn mun betri en í síðasta glugga og það er stígandi þar. Við erum að skapa okkur fleiri færi en í síðasta glugga þannig að í næsta glugga hljóta mörkin að koma,“ sagði Karólína að lokum. Klippa: Karólína Lea eftir Þýskalandsleikinn Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Selma Sól: Mér fannst við bara gera nóg Ísland tapaði 2-0 gegn Þýskalandi í Þjóðadeild kvenna á Laugardalsvelli í kvöld. Eftir fjóra leiki er íslenska liðið með þrjú stig í þriðja sæti riðilsins. Selma Sól lék 86 mínútur á miðjunni hjá Íslandi í dag og var svekkt með tapið. 31. október 2023 22:03 Sædís Rún: „Ótrúlega fúlt að fá ekkert úr þessum glugga“ Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mátti þola 0-2 tap þegar liðið tók á móti Þýskalandi í Þjóðadeild kvenna á Laugardalsvelli í kvöld. Sædís Rún Heiðarsdóttir, vinstri bakvörður liðsins, gaf sig til tals við blaðamann strax að leik loknum. 31. október 2023 21:55 Einkunnir Íslands gegn Þýskalandi: Engin framúrskarandi gegn feiknasterkum Þjóðverjum Íslenska landslið kvenna í knattspyrnu mátti þola 0-2 tap fyrir Þýskalandi í Þjóðadeildinni. Frá fyrstu mínútu var Ísland í nauðvörn gegn síógnandi Þjóðverjum. Þær héldu markinu hreinu út fyrri hálfleikinn en stíflan brast þegar Telma Ívarsdóttir gaf frá sér víti á 64. mínútu. Erfitt er að veita leikmönnum háar einkunnir eftir slíka frammistöðu en átta leikmenn Íslands eru jafnir með hæstu einkunn [6]. 31. október 2023 21:16 Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-2 | Erfitt kvöld á Laugardalsvelli Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 0-2 tap er liðið tók á móti Þjóðverjum í Þjóðadeild kvenna á Laugardalsvelli í kvöld. 31. október 2023 21:15 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
„Mér fannst þetta helvíti súrt. Þær fá eitthvað 50/50 víti og annars hefðum við bara getað haldið þeim í núllinu,“ sagði Karólína að leik loknum. „Maður er aldrei sáttur með tap, en mér fannst ákveðinn stígandi í þessum glugga.“ Þýska liðið hafði nánast öll völd á vellinum í fyrri hálfleik og íslensku stelpurnar komust varla yfir miðju. Karólína segir að íslenska vörnin hafi staðið sína vakt vel. „Þetta er Þýskaland þannig að maður býst kannski ekki við því að maður sé að sækja mikið. En mér leið aldrei eins og þær væru að fara að skora og við vorum óheppnar að dómarinn dæmi þetta víti þegar hann hefði mögulega getað sleppt því. Og þá veit maður ekki hvort maður hefði getað haldið þeim bara í núllinu.“ Hún vildi þó ekki tjá sig of mikið um vítaspyrnuna sem Þjóðverjar fengu. „Ég heyrði að það hafi verið eitthvað 50/50 og ég þarf bara að sjá það aftur. Ég er ekki alveg viss.“ Þá var einnig alveg hægt að færa rök fyrir því að Karólína sjálf hafi átt að fá vítaspyrnu í leiknum, en líkt og með vítaspyrnuna sem Þjóðverjar fengu vildi hún lítið tjá sig um það. „Þú verður eiginlega að segja mér það,“ sagði Karólína létt, aðspurð að því hvort hún hafi átt að fá víti. „Ég veit það ekki. Það var smá snerting, en maður þarf stundum að reyna að leika aðeins á þessa dómara.“ Hún segir einnig að íslenska liðið hafi klárlega átt að setja meiri pressu á mark gestanna. „Klárlega. Við fáum færi til að jafna, en þetta féll þeirra megin í dag og það var ansi sárt.“ Íslenska liðið hefur nú ekki skorað í þremur leikjum í röð, en Karólína virðist þó ekki hafa of miklar áhyggjuar af því. „Mér finnst það persónulega ekkert áhyggjuefni. Markið kemur bara þegar það kemur og við höldum bara áfram að æfa þessi slútt. Ég hef engar áhyggjur.“ „Mér finnst sóknarleikurinn mun betri en í síðasta glugga og það er stígandi þar. Við erum að skapa okkur fleiri færi en í síðasta glugga þannig að í næsta glugga hljóta mörkin að koma,“ sagði Karólína að lokum. Klippa: Karólína Lea eftir Þýskalandsleikinn
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Selma Sól: Mér fannst við bara gera nóg Ísland tapaði 2-0 gegn Þýskalandi í Þjóðadeild kvenna á Laugardalsvelli í kvöld. Eftir fjóra leiki er íslenska liðið með þrjú stig í þriðja sæti riðilsins. Selma Sól lék 86 mínútur á miðjunni hjá Íslandi í dag og var svekkt með tapið. 31. október 2023 22:03 Sædís Rún: „Ótrúlega fúlt að fá ekkert úr þessum glugga“ Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mátti þola 0-2 tap þegar liðið tók á móti Þýskalandi í Þjóðadeild kvenna á Laugardalsvelli í kvöld. Sædís Rún Heiðarsdóttir, vinstri bakvörður liðsins, gaf sig til tals við blaðamann strax að leik loknum. 31. október 2023 21:55 Einkunnir Íslands gegn Þýskalandi: Engin framúrskarandi gegn feiknasterkum Þjóðverjum Íslenska landslið kvenna í knattspyrnu mátti þola 0-2 tap fyrir Þýskalandi í Þjóðadeildinni. Frá fyrstu mínútu var Ísland í nauðvörn gegn síógnandi Þjóðverjum. Þær héldu markinu hreinu út fyrri hálfleikinn en stíflan brast þegar Telma Ívarsdóttir gaf frá sér víti á 64. mínútu. Erfitt er að veita leikmönnum háar einkunnir eftir slíka frammistöðu en átta leikmenn Íslands eru jafnir með hæstu einkunn [6]. 31. október 2023 21:16 Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-2 | Erfitt kvöld á Laugardalsvelli Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 0-2 tap er liðið tók á móti Þjóðverjum í Þjóðadeild kvenna á Laugardalsvelli í kvöld. 31. október 2023 21:15 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Selma Sól: Mér fannst við bara gera nóg Ísland tapaði 2-0 gegn Þýskalandi í Þjóðadeild kvenna á Laugardalsvelli í kvöld. Eftir fjóra leiki er íslenska liðið með þrjú stig í þriðja sæti riðilsins. Selma Sól lék 86 mínútur á miðjunni hjá Íslandi í dag og var svekkt með tapið. 31. október 2023 22:03
Sædís Rún: „Ótrúlega fúlt að fá ekkert úr þessum glugga“ Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mátti þola 0-2 tap þegar liðið tók á móti Þýskalandi í Þjóðadeild kvenna á Laugardalsvelli í kvöld. Sædís Rún Heiðarsdóttir, vinstri bakvörður liðsins, gaf sig til tals við blaðamann strax að leik loknum. 31. október 2023 21:55
Einkunnir Íslands gegn Þýskalandi: Engin framúrskarandi gegn feiknasterkum Þjóðverjum Íslenska landslið kvenna í knattspyrnu mátti þola 0-2 tap fyrir Þýskalandi í Þjóðadeildinni. Frá fyrstu mínútu var Ísland í nauðvörn gegn síógnandi Þjóðverjum. Þær héldu markinu hreinu út fyrri hálfleikinn en stíflan brast þegar Telma Ívarsdóttir gaf frá sér víti á 64. mínútu. Erfitt er að veita leikmönnum háar einkunnir eftir slíka frammistöðu en átta leikmenn Íslands eru jafnir með hæstu einkunn [6]. 31. október 2023 21:16
Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-2 | Erfitt kvöld á Laugardalsvelli Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 0-2 tap er liðið tók á móti Þjóðverjum í Þjóðadeild kvenna á Laugardalsvelli í kvöld. 31. október 2023 21:15
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti