Starfandi lögreglumenn 895, þar af 704 menntaðir sem slíkir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. nóvember 2023 07:40 Ráðist hefur verið í aðgerðir til að efla lögregluembættinn. Vísir/Vilhelm Heildarfjöldi starfandi lögreglumanna á Íslandi er 895 og þar af eru 704 menntaðir lögreglumenn. Afleysingamenn eru 79 og þá sinna 112 lögreglunemar afleysingastörfum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurn Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, þingmanns Viðreisnar, um fjölda starfandi lögreglumanna. Heildarfjöldi starfandi lögreglumanna var 20,4 á hverja 10.000 íbúa árið 2013 og 20,2 á hverja 10.000 íbúa árið 2023. Þá var heildarfjöldi lögreglumanna 8,1 á hverja 10.000 ferðamenn árið 2013 en 4,6 á hverja 10.000 ferðamenn árið 2023. „Embætti ríkislögreglustjóra hefur unnið að greiningu á mannaflaþörf á grundvelli markmiða löggæsluáætlunar fyrir árin 2019–2023 um öryggis- og þjónustustig. Við þá vinnu er horft til mikillar fjölgunar íbúa og ferðamanna sem valdið getur margvíslegu álagi á lögreglu á ýmsum sviðum. Þá er horft til þess að á síðustu árum hafa auknar kröfur á lögreglu leitt til þess að fleiri lögreglumenn sinna sérverkefnum sem ekki snúa að útkalli eða rannsókn brota,“ segir meðal annars í svörum ráðherra. Þá segir að lögreglan hafi á síðustu árum fengið umtalsverðar viðbótarfjárheimildir til að efla löggæslu, meðal annars til að fjölga lögreglunemum. Á þessu ári var svo 80 stöðugildum bætt við til að „mæta veikleikum og efla löggæslu um allt land“. Um samanburð við Evrópu segir að árið 2020 hafi lögreglumenn á hverja 100.000 íbúa í Evrópu verið 333,4 en 201,9 á Íslandi. „Vegna mismunandi löggæsluskipulags landa er samanburður erfiður enda misjafnt hvað er talið með og hvað ekki. Sem dæmi má nefna að sum lönd telja landamæraverði með en önnur ekki. Heilt yfir er hlutfall lögreglumanna lægra á Norðurlöndunum en þegar sunnar og austar dregur í álfunni.“ Lögreglan Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurn Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, þingmanns Viðreisnar, um fjölda starfandi lögreglumanna. Heildarfjöldi starfandi lögreglumanna var 20,4 á hverja 10.000 íbúa árið 2013 og 20,2 á hverja 10.000 íbúa árið 2023. Þá var heildarfjöldi lögreglumanna 8,1 á hverja 10.000 ferðamenn árið 2013 en 4,6 á hverja 10.000 ferðamenn árið 2023. „Embætti ríkislögreglustjóra hefur unnið að greiningu á mannaflaþörf á grundvelli markmiða löggæsluáætlunar fyrir árin 2019–2023 um öryggis- og þjónustustig. Við þá vinnu er horft til mikillar fjölgunar íbúa og ferðamanna sem valdið getur margvíslegu álagi á lögreglu á ýmsum sviðum. Þá er horft til þess að á síðustu árum hafa auknar kröfur á lögreglu leitt til þess að fleiri lögreglumenn sinna sérverkefnum sem ekki snúa að útkalli eða rannsókn brota,“ segir meðal annars í svörum ráðherra. Þá segir að lögreglan hafi á síðustu árum fengið umtalsverðar viðbótarfjárheimildir til að efla löggæslu, meðal annars til að fjölga lögreglunemum. Á þessu ári var svo 80 stöðugildum bætt við til að „mæta veikleikum og efla löggæslu um allt land“. Um samanburð við Evrópu segir að árið 2020 hafi lögreglumenn á hverja 100.000 íbúa í Evrópu verið 333,4 en 201,9 á Íslandi. „Vegna mismunandi löggæsluskipulags landa er samanburður erfiður enda misjafnt hvað er talið með og hvað ekki. Sem dæmi má nefna að sum lönd telja landamæraverði með en önnur ekki. Heilt yfir er hlutfall lögreglumanna lægra á Norðurlöndunum en þegar sunnar og austar dregur í álfunni.“
Lögreglan Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Sjá meira