UFC 5: Fátt nýtt í annars fínum leik Samúel Karl Ólason skrifar 3. nóvember 2023 08:45 EA Það eru engir aðrir leikir sem fanga blandaðar bardagalistir eins og UFC serían. Fimmti leikurinn er sá fyrsti í þrjú ár og hafa nokkrar vel heppnaðar breytingar verið gerðar milli leikja. Þær mættu þó vera fleiri og umfangsmeiri þar sem UFC 5 fetar frekar vel troðna slóð. Áður en vinir mínir urðu allir leiðinlegir tók ég UFC 3 reglulega með mér á svokölluð FIFA-kvöld með strákunum og fannst hann yfirleitt skemmtilegri en FIFA. Þá fannst mér, og finnst enn, lang skemmtilegast að sleppa allri glímu á jörðinni og berjast bara með höndum og fótum. Í UFC er hægt að spila bardaga með þannig reglum svo það er ekki einu sinni hægt að fella andstæðing sinn, án þess að slá hann í jörðina. Ég er ánægður með það. Persónulega finnst mér lang skemmtilegast að berjast við alvöru persónur. Gervigreindin er samt ekki slæm í þessum leik. Langt því frá. Bardagar geta verið mjög erfiðir og spennandi, sem er alltaf plús. Þar sem búið er að skipta um grafíkvél eru öll höggin öðruvísi en í fyrri leikjunum og er búið að gera nokkrar breytingar á því hvaða takkar gera hvað og hvernig bardagakapparnir slást. Þetta þarf allt að læra upp á nýtt. Það sama er að segja um glímuna. Hún hefur tekið nokkrum breytingum og virkar kannski aðeins eðlilegra. Það vantar þó töluvert upp á nokkurskonar kennslu í UFC 5. Það getur verið mjög erfitt að átta sig á því hvernig maður á að gera hlutina. Ég viðurkenni líka að ég hef ekki lagt mikla áherslu á glímuna og þegar ég er tekinn niður eða enda ofan á öðrum, er mitt fyrsta verkefni að standa upp aftur. Verða fyrir mun meiri skaða Grafíkin þykir mér ekkert framúrskarandi, þó hún sé fín og betri en í síðasta leik en í UFC 5 er í fyrsta sinn notast við Frostbite grafíkvélina. Andlitin bardagakappa geta þó verið svolítið líflaus, nema þegar verið er að berja þau. UFC 5 inniheldur nefnilega nýtt skaðakerfi. Skurðir og bólgur eru raunverulegri og ef manni tekst að skaða andstæðing sinn, borgar sig að berja hann ítrekað í skaðaða svæðið. Takist manni það getur verið að læknir stígur inn í hringinn og stöðvar bardagann. Þetta leiðir til þess að fái maður skurð á hausinn, þarf maður af verja hausinn betur og þar af leiðandi gera búkinn eða fæturna berskjaldaðri gagnvart höggum. Taktík bardagans breytist í miðju bardaga, sem hleypir lífi þetta. Vegna þessara meiðsla og blóðsins sem fylgir þeim, er UFC 5 fyrsti leikurinn sem er bannaður fyrir börn yngri en fimmtán ára. Aðrar hreyfingar bardagakappa eins og þegar maður er að kýla andstæðing sinn í andlitið líta líka mun betur út en áður og eru raunverulegri. Skemmtilegur en á köflum langdreginn ferill Ég hef haft merkilega gaman af því að því að búa til nýjan bardagakappa og spila mig í gegnum feril hans, þó það sé rosalega mikið af uppfylliefni. Þega rmaður samþykkir bardaga þarf maður að æfa sig fyrir hann og það felst oftar en ekki í því að fá ýmis verkefni eins og að berja mann tíu sinnum í skrokkinn eða sparka fimmtán sinnum í boxpúða. Fyrir þetta fær maður stig sem maður getur notað til að gera bardagakappann betri, þannig að þetta er gífurlega mikilvægt. Gallinn er að þetta er alveg rosalega einsleitt og verður fljótt pirrandi. EA Career mode byrjar samt á nokkurs konar þjálfun, sem er mun betri en önnur þjálfun sem er í boði í leiknum. Þar getur maður lært helstu brögðin og hvernig beita á bardagaköppum UFC 5. Það kom reyndar upp atvik í þjálfuninni. Ég var að leik-slást við einhvern drullusokk og átti að taka hann niður en leikurinn leyfði mér það ekki. Í hvert sinn sem ég reyndi, sneri gaurinn mig bara niður og barði mig í klessu. Ég viðurkenni að ég var mjög reiður og langaði mjög mikið að henda þessum helvítis leik en það varði þó mjög stutt. Ég lærði helling af þessu. Það helsta var það að mér finnst glíman enn vera lang, og þá meina ég laaaaang, leiðinlegasti hluti bardaga í UFC-leikjunum. Margar leiðir til að spila Það eru nokkrar aðrar leiðir til að spila UFC 5. Hægt er að taka staka slagi við tölvuna eða vini, taka þátt í netmótum og spila feril bardagakappa á netinu. Einnig er hægt að berjast við aðra spilara í stökum bardögum á netinu. Ég hef séð fólk kvarta yfir hægagangi og laggi þar en hef ekki lent í því sjálfur. Tek samt fram að ég hef ekki tekið of margar viðureignir á netinu, aðallega út af því að mér er alltaf rústað. Hægt er að velja úr haugum af bardagaköppum í öllum þyngdarflokkum, konur og karla, til að slást með bæði gömlum og nýjum bardagaköppum. Ég er mjög ánægður með að geta barið menn í stöppu með Rampage mínum Jackson. Svo er hægt að eyða raunverulegum peningum til að kaupa Bruce Lee og Mohammed Ali, sem sökkar. EA Samantekt-ish Ég hef skemmt mér mjög vel í UFC 5, að mestu. Leikurinn lítur bæði betur út en forverar sínir og mér finnst bardagar vera raunverulegri og jafnvel meira spennandi. Hann fær líka aukinn líftíma með fleiri netspilunarmöguleikum, vonandi. Við sjáum hvernig það fer. Í grunninn er þetta samt einfalt. Ef þú hefur gaman af blönduðum bardagalistum og UFC muntu líklega hafa gaman af þessum leik. Sérstaklega ef þú átt vini sem eru ekki hundleiðinlegir og vilja spila við þig. Leikjadómar Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Áður en vinir mínir urðu allir leiðinlegir tók ég UFC 3 reglulega með mér á svokölluð FIFA-kvöld með strákunum og fannst hann yfirleitt skemmtilegri en FIFA. Þá fannst mér, og finnst enn, lang skemmtilegast að sleppa allri glímu á jörðinni og berjast bara með höndum og fótum. Í UFC er hægt að spila bardaga með þannig reglum svo það er ekki einu sinni hægt að fella andstæðing sinn, án þess að slá hann í jörðina. Ég er ánægður með það. Persónulega finnst mér lang skemmtilegast að berjast við alvöru persónur. Gervigreindin er samt ekki slæm í þessum leik. Langt því frá. Bardagar geta verið mjög erfiðir og spennandi, sem er alltaf plús. Þar sem búið er að skipta um grafíkvél eru öll höggin öðruvísi en í fyrri leikjunum og er búið að gera nokkrar breytingar á því hvaða takkar gera hvað og hvernig bardagakapparnir slást. Þetta þarf allt að læra upp á nýtt. Það sama er að segja um glímuna. Hún hefur tekið nokkrum breytingum og virkar kannski aðeins eðlilegra. Það vantar þó töluvert upp á nokkurskonar kennslu í UFC 5. Það getur verið mjög erfitt að átta sig á því hvernig maður á að gera hlutina. Ég viðurkenni líka að ég hef ekki lagt mikla áherslu á glímuna og þegar ég er tekinn niður eða enda ofan á öðrum, er mitt fyrsta verkefni að standa upp aftur. Verða fyrir mun meiri skaða Grafíkin þykir mér ekkert framúrskarandi, þó hún sé fín og betri en í síðasta leik en í UFC 5 er í fyrsta sinn notast við Frostbite grafíkvélina. Andlitin bardagakappa geta þó verið svolítið líflaus, nema þegar verið er að berja þau. UFC 5 inniheldur nefnilega nýtt skaðakerfi. Skurðir og bólgur eru raunverulegri og ef manni tekst að skaða andstæðing sinn, borgar sig að berja hann ítrekað í skaðaða svæðið. Takist manni það getur verið að læknir stígur inn í hringinn og stöðvar bardagann. Þetta leiðir til þess að fái maður skurð á hausinn, þarf maður af verja hausinn betur og þar af leiðandi gera búkinn eða fæturna berskjaldaðri gagnvart höggum. Taktík bardagans breytist í miðju bardaga, sem hleypir lífi þetta. Vegna þessara meiðsla og blóðsins sem fylgir þeim, er UFC 5 fyrsti leikurinn sem er bannaður fyrir börn yngri en fimmtán ára. Aðrar hreyfingar bardagakappa eins og þegar maður er að kýla andstæðing sinn í andlitið líta líka mun betur út en áður og eru raunverulegri. Skemmtilegur en á köflum langdreginn ferill Ég hef haft merkilega gaman af því að því að búa til nýjan bardagakappa og spila mig í gegnum feril hans, þó það sé rosalega mikið af uppfylliefni. Þega rmaður samþykkir bardaga þarf maður að æfa sig fyrir hann og það felst oftar en ekki í því að fá ýmis verkefni eins og að berja mann tíu sinnum í skrokkinn eða sparka fimmtán sinnum í boxpúða. Fyrir þetta fær maður stig sem maður getur notað til að gera bardagakappann betri, þannig að þetta er gífurlega mikilvægt. Gallinn er að þetta er alveg rosalega einsleitt og verður fljótt pirrandi. EA Career mode byrjar samt á nokkurs konar þjálfun, sem er mun betri en önnur þjálfun sem er í boði í leiknum. Þar getur maður lært helstu brögðin og hvernig beita á bardagaköppum UFC 5. Það kom reyndar upp atvik í þjálfuninni. Ég var að leik-slást við einhvern drullusokk og átti að taka hann niður en leikurinn leyfði mér það ekki. Í hvert sinn sem ég reyndi, sneri gaurinn mig bara niður og barði mig í klessu. Ég viðurkenni að ég var mjög reiður og langaði mjög mikið að henda þessum helvítis leik en það varði þó mjög stutt. Ég lærði helling af þessu. Það helsta var það að mér finnst glíman enn vera lang, og þá meina ég laaaaang, leiðinlegasti hluti bardaga í UFC-leikjunum. Margar leiðir til að spila Það eru nokkrar aðrar leiðir til að spila UFC 5. Hægt er að taka staka slagi við tölvuna eða vini, taka þátt í netmótum og spila feril bardagakappa á netinu. Einnig er hægt að berjast við aðra spilara í stökum bardögum á netinu. Ég hef séð fólk kvarta yfir hægagangi og laggi þar en hef ekki lent í því sjálfur. Tek samt fram að ég hef ekki tekið of margar viðureignir á netinu, aðallega út af því að mér er alltaf rústað. Hægt er að velja úr haugum af bardagaköppum í öllum þyngdarflokkum, konur og karla, til að slást með bæði gömlum og nýjum bardagaköppum. Ég er mjög ánægður með að geta barið menn í stöppu með Rampage mínum Jackson. Svo er hægt að eyða raunverulegum peningum til að kaupa Bruce Lee og Mohammed Ali, sem sökkar. EA Samantekt-ish Ég hef skemmt mér mjög vel í UFC 5, að mestu. Leikurinn lítur bæði betur út en forverar sínir og mér finnst bardagar vera raunverulegri og jafnvel meira spennandi. Hann fær líka aukinn líftíma með fleiri netspilunarmöguleikum, vonandi. Við sjáum hvernig það fer. Í grunninn er þetta samt einfalt. Ef þú hefur gaman af blönduðum bardagalistum og UFC muntu líklega hafa gaman af þessum leik. Sérstaklega ef þú átt vini sem eru ekki hundleiðinlegir og vilja spila við þig.
Leikjadómar Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira