„Ég þurfti að láta þær heyra það“ Atli Arason skrifar 1. nóvember 2023 22:22 Rúnar Ingi sagðist hafa látið sínar konur heyra það í hálfleik. Vísir/Vilhelm Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var að vonum sáttur með 15 stiga endurkomusigur sinna kvenna á öflugu liði Fjölnis í Subway-deild kvenna í kvöld, 61-76. Njarðvíkingar voru sex stigum undir í hálfleik en Fjölnir spilaði fyrri hálfleikinn betur og var verðskuldað yfir í hálfleik áður en Njarðvíkingar komu út í síðari hálfleik og sigldu heimakonur í kaf. „Við breyttum engu taktísku í hálfleik, það var bara ákveðin eldræða. Þegar ég kem inn þá vorum við að tala um hvað vantaði upp á sóknina, ég þurfti að láta þær heyra það því við vorum óánægðar með okkar framlag og ákefð,“ sagði Rúnar í viðtali við Vísi eftir leik. „Við vorum að gera nokkurn veginn það sem við áttum að gera, en við vorum bara að gera það allt of hægt. Það var það eina sem við mögulega breyttum í hálfleik, að gera sömu hluti nema bara betur og með meiri ákefð. Það er það sem skilaði sigrinum.“ „Varnarleikurinn í seinni hálfleik var frábær en það var ekki eins og hann hafi verið slæmur í allar 20 mínúturnar í fyrri hálfleik. Okkar leikplan var að gera ákveðna leikmenn í Fjölnisliðinu þreyttar. Það kom svo á daginn að akkúrat það virkaði,“ útskýrði Rúnar, aðspurður út í hvað Njarðvíkingar gerðu vel í síðari hálfleik. Raquel Laneiro, leikmaður Fjölnis, reyndist sínum fyrri liðsfélögum í Njarðvík erfið viðureignar. Raquel endaði lang stigahæst í Fjölnisliðinu með 17 stig, ásamt því að taka sjö fráköst og gefa sjö stoðsendingar. „Laneiro er frábær leikmaður. Hún skorar í rispum, hún er stemningsleikmaður. Við gáfum henni kannski aðeins of auðveldar körfur á köflum.“ „Okkar varnarplan snerist um að stoppa hana. Það er ekkert leyndarmál, ef þú nærð að stöðva hana þá nærðu að stöðva Fjölnisliðið. Hún skorar 17 stig og það í alveg fullt af skotum, miðað við það sem hún er búin að gera framan af tímabili þá tel ég að við höfum gert nokkuð vel gegn henni,“ sagði Rúnar um frammistöðu Laneiro í leiknum. Framundan er rúmt tveggja vikna frí sem Njarðvíkingar ætla að nýta sér vel. „Ég ætla sjálfur á leik í enska boltanum um helgina og hafa það næs,“ sagði Rúnar og hló áður en hann bætti við. „Við erum með nokkra leikmenn á leið í landsleiki og svo eru einhver meiðsli hjá okkur. Við þurfum bara að hlaða batteríin, vinna í ákveðnum einstaklingsþáttum og almennt hafa gaman,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, að lokum. Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Fjölnir Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Sjá meira
Njarðvíkingar voru sex stigum undir í hálfleik en Fjölnir spilaði fyrri hálfleikinn betur og var verðskuldað yfir í hálfleik áður en Njarðvíkingar komu út í síðari hálfleik og sigldu heimakonur í kaf. „Við breyttum engu taktísku í hálfleik, það var bara ákveðin eldræða. Þegar ég kem inn þá vorum við að tala um hvað vantaði upp á sóknina, ég þurfti að láta þær heyra það því við vorum óánægðar með okkar framlag og ákefð,“ sagði Rúnar í viðtali við Vísi eftir leik. „Við vorum að gera nokkurn veginn það sem við áttum að gera, en við vorum bara að gera það allt of hægt. Það var það eina sem við mögulega breyttum í hálfleik, að gera sömu hluti nema bara betur og með meiri ákefð. Það er það sem skilaði sigrinum.“ „Varnarleikurinn í seinni hálfleik var frábær en það var ekki eins og hann hafi verið slæmur í allar 20 mínúturnar í fyrri hálfleik. Okkar leikplan var að gera ákveðna leikmenn í Fjölnisliðinu þreyttar. Það kom svo á daginn að akkúrat það virkaði,“ útskýrði Rúnar, aðspurður út í hvað Njarðvíkingar gerðu vel í síðari hálfleik. Raquel Laneiro, leikmaður Fjölnis, reyndist sínum fyrri liðsfélögum í Njarðvík erfið viðureignar. Raquel endaði lang stigahæst í Fjölnisliðinu með 17 stig, ásamt því að taka sjö fráköst og gefa sjö stoðsendingar. „Laneiro er frábær leikmaður. Hún skorar í rispum, hún er stemningsleikmaður. Við gáfum henni kannski aðeins of auðveldar körfur á köflum.“ „Okkar varnarplan snerist um að stoppa hana. Það er ekkert leyndarmál, ef þú nærð að stöðva hana þá nærðu að stöðva Fjölnisliðið. Hún skorar 17 stig og það í alveg fullt af skotum, miðað við það sem hún er búin að gera framan af tímabili þá tel ég að við höfum gert nokkuð vel gegn henni,“ sagði Rúnar um frammistöðu Laneiro í leiknum. Framundan er rúmt tveggja vikna frí sem Njarðvíkingar ætla að nýta sér vel. „Ég ætla sjálfur á leik í enska boltanum um helgina og hafa það næs,“ sagði Rúnar og hló áður en hann bætti við. „Við erum með nokkra leikmenn á leið í landsleiki og svo eru einhver meiðsli hjá okkur. Við þurfum bara að hlaða batteríin, vinna í ákveðnum einstaklingsþáttum og almennt hafa gaman,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, að lokum.
Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Fjölnir Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Sjá meira