Alexander á leið í grill til Arons Einars þegar hann lendir í Katar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2023 08:00 Alexander Petersson og Aron Einar Gunnarsson hafa báðir gefið íslensku landsliðunum í handbolta og fótbolta mikið. Samsett/Diego&Hulda Margrét Handboltamaðurinn Alexander Petersson leikur næsta mánuðinn með Al Arabi í Katar en Valsmenn hafa lánað leikmanninn út nóvember. Hann er líka í stóra hóp íslenska landsliðsins fyrir EM í Þýskalandi í janúar. Alexander, sem er orðinn 43 ára gamall, mun spila með katarska liðinu í Meistarabikar Evrópu. Hann lagði skóna upphaflega á hilluna árið 2022 eftir farsælan atvinnumanna- og landsliðsferil. Hann reif þá aftur fram í sumar og hefur spilað með Val í Olís deild karla það sem af er þessu tímabili. Alexander hefur skorað 22 mörk í 8 leikjum en Valsmenn eru á toppnum í Olís deildinni. Gamli liðsfélaginn hringdi „Þetta kom svolítið óvænt upp. Hann Gintaras Savukynas spilaði með mér á Íslandi fyrir tuttugu árum og hann hringdi í mig. Hann er þjálfari Al Arabi liðsins núna og hann spurði mig hvort ég gæti hjálpað þeim í þessari keppni,“ sagði Alexander Petersson í samtali við Stefán Árna Pálsson. Alexander gæti spilað allt að sjö leiki með Al Arabi í nóvember. „Þarna koma saman bestu liðin frá Asíu og þetta er mjög spennandi,“ sagði Alexander. En er Al Arabi liðið gott lið? Ætla að kaupa fleiri leikmenn „Já, ég vona það. Gintaras sagði að þeir séu að kaupa nokkra leikmenn í viðbót og að þeir stefni á það að vinna þetta mót,“ sagði Alexander. Hvernig finnst Alexander það að vera kominn aftur í handboltann eftir að hafa hætt við að hætta? „Það er mjög skemmtilegt að komast aftur í klefann og fá boltann í hendurnar,“ sagði Alexander en er hann að fá mikla peninga fyrir að fara til Katar? „Þetta snýst ekki bara um pening en ég að fá ágætis pening miðað við það að vera 43 ára,“ sagði Alexander. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, er leikmaður fótboltaliðs Al Arabi. Hefur Alexander eitthvað heyrt í honum? Aron Einar sendi honum skilaboð „Hann sendi mér strax skilaboð á Instagram og sagði að ef að það væru einhverjar spurningar eða ef mig vantaði hjálp þá ætti ég bara að láta hann vita. Hann skrifaði mér síðan til baka og var að bjóða mér í grill. Það er bara spennandi að fara út í svona óvissu,“ sagði Alexander. Alexander spilaði í mörg ár með íslenska landsliðinu. Íslenska liðið tekur þátt á EM í Þýskalandi í byrjun næsta árs en gefur Alexander kost á sér í landsliðið? „Ég hitti Snorra í Valsheimilinu og hann sagði að hann myndi setja mig í 35 manna hópinn. Maður veit aldrei hvað gerist. Ég hefði aldrei búist við því að fara til Katar 43 ára,“ sagði Alexander. Olís-deild karla Katar Valur Katarski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fleiri fréttir Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Sjá meira
Alexander, sem er orðinn 43 ára gamall, mun spila með katarska liðinu í Meistarabikar Evrópu. Hann lagði skóna upphaflega á hilluna árið 2022 eftir farsælan atvinnumanna- og landsliðsferil. Hann reif þá aftur fram í sumar og hefur spilað með Val í Olís deild karla það sem af er þessu tímabili. Alexander hefur skorað 22 mörk í 8 leikjum en Valsmenn eru á toppnum í Olís deildinni. Gamli liðsfélaginn hringdi „Þetta kom svolítið óvænt upp. Hann Gintaras Savukynas spilaði með mér á Íslandi fyrir tuttugu árum og hann hringdi í mig. Hann er þjálfari Al Arabi liðsins núna og hann spurði mig hvort ég gæti hjálpað þeim í þessari keppni,“ sagði Alexander Petersson í samtali við Stefán Árna Pálsson. Alexander gæti spilað allt að sjö leiki með Al Arabi í nóvember. „Þarna koma saman bestu liðin frá Asíu og þetta er mjög spennandi,“ sagði Alexander. En er Al Arabi liðið gott lið? Ætla að kaupa fleiri leikmenn „Já, ég vona það. Gintaras sagði að þeir séu að kaupa nokkra leikmenn í viðbót og að þeir stefni á það að vinna þetta mót,“ sagði Alexander. Hvernig finnst Alexander það að vera kominn aftur í handboltann eftir að hafa hætt við að hætta? „Það er mjög skemmtilegt að komast aftur í klefann og fá boltann í hendurnar,“ sagði Alexander en er hann að fá mikla peninga fyrir að fara til Katar? „Þetta snýst ekki bara um pening en ég að fá ágætis pening miðað við það að vera 43 ára,“ sagði Alexander. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, er leikmaður fótboltaliðs Al Arabi. Hefur Alexander eitthvað heyrt í honum? Aron Einar sendi honum skilaboð „Hann sendi mér strax skilaboð á Instagram og sagði að ef að það væru einhverjar spurningar eða ef mig vantaði hjálp þá ætti ég bara að láta hann vita. Hann skrifaði mér síðan til baka og var að bjóða mér í grill. Það er bara spennandi að fara út í svona óvissu,“ sagði Alexander. Alexander spilaði í mörg ár með íslenska landsliðinu. Íslenska liðið tekur þátt á EM í Þýskalandi í byrjun næsta árs en gefur Alexander kost á sér í landsliðið? „Ég hitti Snorra í Valsheimilinu og hann sagði að hann myndi setja mig í 35 manna hópinn. Maður veit aldrei hvað gerist. Ég hefði aldrei búist við því að fara til Katar 43 ára,“ sagði Alexander.
Olís-deild karla Katar Valur Katarski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fleiri fréttir Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Sjá meira