Segir Johnson hafa spurt hvort „hárblásari“ dygði gegn Covid-19 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. nóvember 2023 07:36 Cummings hefur verið afar gagnrýninn á Johnson en er sjálfur verið afar umdeildur. AP/PA/James Manning Boris Johnson, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, spurði vísindamennina Chris Witty og Patrick Vallance að því hvort hægt væri að útrýma SARS-CoV-2, veirunni sem veldur Covid-19, með „sérstökum hárblásara“. Þetta kemur fram í vitnisburði Dominic Cummings, sem þá var helsti ráðgjafi Johnson, til nefndar sem rannsakar framgöngu stjórnvalda á Bretlandseyjum í kórónuveirufaraldrinum. Cummings sagði augnablikið hafa verið dapurlegt en Johnson hafi sent YouTube-myndskeið á vísindamennina þar sem maður sést nota einhvers konar blásara til að blása upp í nefið á sér og innt þá álits. Eftir að Cummings var látinn fara hefur hann verið duglegur við að gagnrýna forsætisráðherrann fyrrverandi og greinir einnig frá því í vitnisburði sínum að Johnson hafi beðið hann um að finna „dauðan kött“ til að koma fréttum af Covid-19 af síðum dagblaðanna, þar sem hann var orðinn hundleiður á þeim. „Dauður köttur“ er í þessu samhengi eitthvað fjaðrafok sem Cummings átti að stofna til til að beina athygli fjölmiðla annað. Cummings segir í vitnisburðinum að Johnson hafi verið mjög annars hugar þessi misserin; hann hafi verið að vinna að ævisögu Shakespeare og átt í fjárhagslegum erfiðleikum vegna skilnaðar sem hann var að ganga í gegnum og endurbóta sem þáverandi kærastan hans var að láta gera á forsætisráðherrabústaðnum. Þá var fyrrverandi kærasta hans að gagnrýna hann í fjölmiðlum. Cummings segir stjórnvöldum hafa gjörsamlega mistekist í faraldrinum og að viðkvæmir hópar hefðu verið algjörlega vanræktir þegar gripið var til aðgerða á borð við útgöngubann. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Sjá meira
Þetta kemur fram í vitnisburði Dominic Cummings, sem þá var helsti ráðgjafi Johnson, til nefndar sem rannsakar framgöngu stjórnvalda á Bretlandseyjum í kórónuveirufaraldrinum. Cummings sagði augnablikið hafa verið dapurlegt en Johnson hafi sent YouTube-myndskeið á vísindamennina þar sem maður sést nota einhvers konar blásara til að blása upp í nefið á sér og innt þá álits. Eftir að Cummings var látinn fara hefur hann verið duglegur við að gagnrýna forsætisráðherrann fyrrverandi og greinir einnig frá því í vitnisburði sínum að Johnson hafi beðið hann um að finna „dauðan kött“ til að koma fréttum af Covid-19 af síðum dagblaðanna, þar sem hann var orðinn hundleiður á þeim. „Dauður köttur“ er í þessu samhengi eitthvað fjaðrafok sem Cummings átti að stofna til til að beina athygli fjölmiðla annað. Cummings segir í vitnisburðinum að Johnson hafi verið mjög annars hugar þessi misserin; hann hafi verið að vinna að ævisögu Shakespeare og átt í fjárhagslegum erfiðleikum vegna skilnaðar sem hann var að ganga í gegnum og endurbóta sem þáverandi kærastan hans var að láta gera á forsætisráðherrabústaðnum. Þá var fyrrverandi kærasta hans að gagnrýna hann í fjölmiðlum. Cummings segir stjórnvöldum hafa gjörsamlega mistekist í faraldrinum og að viðkvæmir hópar hefðu verið algjörlega vanræktir þegar gripið var til aðgerða á borð við útgöngubann.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Sjá meira