Slysin vaxtaverkir: Innviðirnir vandamálið en ekki hlaupahjólin Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. nóvember 2023 12:54 Sindri Freyr Ásgeirsson, formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl. Aðsend Holur, þverhníptir kantar og umferðaskilti á gangstéttum skapa ökumönnum rafhlaupahjóla óöruggt umhverfi, segir formaður Samtaka um bíllausan lífstíl. Á þéttari svæðum eigi að skilgreina hvar hjólin megi vera en há slysatíðni sé hluti af vaxtaverkjum. Fjórðungur alvarlegra slysa á síðasta ári varð á rafhlaupahjólum og í sumar leituðu um tveir til þrír á hverjum degi á bráðamóttöku vegna slysa á hjólunum. Sindri Freyr Ásgeirsson, formaður Samtaka um bíllausan lífstíl, segist harma öll slys. Mikilvægt sé að fækka þeim en hins vegar sé samgöngumátinn nýr og hann telur að fólk muni læra betur á hann. Bílslysum hafi til að mynda fækkað verulega þrátt fyrir að bílum hafi ekki fækkað. „Þannig að ég held að þetta séu vaxtaverkir sem munu á endanum rétta sig af og að slysatíðni muni lækka,“ segir Sindri. Í könnun Maskínu sagðist meirihluti aðspurðra vilja einhvers konar takmarkanir á notkun rafhlaupahjóla, til að mynda vill fjórðungur að leiguhjól séu ekki í boði á nóttunni. Sindri segist ekki sammála því. „Við getum alveg eins haft þau aðgengileg á nóttunni fyrir þau sem geta notað þau. Fólk metur þá hvort það sé í standi til að aka þessum hlaupahjólum eða ekki. Ég held að stærra vandamálið sé, eins og staðan er í dag, innviðir fyrir þennan samgöngumáta. Eins og fyrir mig, sem kom á hlaupahjóli í vinnuna í morgun, þekki ég þennan raunveruleika. Það eru holur í gangstéttum, þverhníptir kantar hér og þar og gönguljós og umferðarskilti á miðjum gangstéttum. Þannig þetta er ekki mjög öruggt umhverfi fyrir hlaupahjólin. Auðvitað þyrfti að bæta þetta fyrst til að gera hlaupahjólin öruggari.“ Þrátt fyrir að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafi unnið ágætt starf í að fjölga hjólreiðastígum þurfi að gera enn betur. „Mér finnst allt skipulag samgangna hafa verið svo miðað út frá bílnum að þessir hlutir hafa gleymst. Þurfum að átta okkur á því að við þurfum að búa til pláss fyrir alla. Bæði gangandi, hjólandi og hlaupahjól. Ef það er ekki til staðar er fólk ekki að fara hætta nota þá, heldur að nota þá í óöruggu umhverfi,“ segir Sindri. Einnig mætti skilgreina hvar hlaupahjólin megi vera og hvar þeim megi leggja. „Ég held að þau sem hafa hjólað Laugaveginn eftir að það varð göngugata hafi áttað sig á því að þar ekki mikil ástæða fyrir mann að vera á hlaupahjóli,“ segir Sindri. „Ég þeirrar skoðunar að það ætti í þéttari svæðum, þar sem það er meiri tengsl milli allra ferðamáta, eins og í miðbænum og í kjörnum hér, að það mætti skilgreina betur hvar hjólin eiga að vera.“ Brotið almenningssamgöngukerfi Eigi að auka væri annarra ferðamáta en bílsins þurfi að leggja raunverulega áherslu á það. „Ef það væri fyrsta flokks hjólreiðastígskerfi hér og almenningssamgöngur held ég að fólk myndi ekki nota hjólin jafn mikið en á meðan við erum með svona brotið almennigsamgöngukerfi og hjólreiðastígakerfi held ég að það sé ekki lausnin að banna rafhlaupahjólin í von um að fólk velji sér aðra ferðamáta.“ Rafhlaupahjól Samgöngur Samgönguslys Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Fjórðungur alvarlegra slysa á síðasta ári varð á rafhlaupahjólum og í sumar leituðu um tveir til þrír á hverjum degi á bráðamóttöku vegna slysa á hjólunum. Sindri Freyr Ásgeirsson, formaður Samtaka um bíllausan lífstíl, segist harma öll slys. Mikilvægt sé að fækka þeim en hins vegar sé samgöngumátinn nýr og hann telur að fólk muni læra betur á hann. Bílslysum hafi til að mynda fækkað verulega þrátt fyrir að bílum hafi ekki fækkað. „Þannig að ég held að þetta séu vaxtaverkir sem munu á endanum rétta sig af og að slysatíðni muni lækka,“ segir Sindri. Í könnun Maskínu sagðist meirihluti aðspurðra vilja einhvers konar takmarkanir á notkun rafhlaupahjóla, til að mynda vill fjórðungur að leiguhjól séu ekki í boði á nóttunni. Sindri segist ekki sammála því. „Við getum alveg eins haft þau aðgengileg á nóttunni fyrir þau sem geta notað þau. Fólk metur þá hvort það sé í standi til að aka þessum hlaupahjólum eða ekki. Ég held að stærra vandamálið sé, eins og staðan er í dag, innviðir fyrir þennan samgöngumáta. Eins og fyrir mig, sem kom á hlaupahjóli í vinnuna í morgun, þekki ég þennan raunveruleika. Það eru holur í gangstéttum, þverhníptir kantar hér og þar og gönguljós og umferðarskilti á miðjum gangstéttum. Þannig þetta er ekki mjög öruggt umhverfi fyrir hlaupahjólin. Auðvitað þyrfti að bæta þetta fyrst til að gera hlaupahjólin öruggari.“ Þrátt fyrir að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafi unnið ágætt starf í að fjölga hjólreiðastígum þurfi að gera enn betur. „Mér finnst allt skipulag samgangna hafa verið svo miðað út frá bílnum að þessir hlutir hafa gleymst. Þurfum að átta okkur á því að við þurfum að búa til pláss fyrir alla. Bæði gangandi, hjólandi og hlaupahjól. Ef það er ekki til staðar er fólk ekki að fara hætta nota þá, heldur að nota þá í óöruggu umhverfi,“ segir Sindri. Einnig mætti skilgreina hvar hlaupahjólin megi vera og hvar þeim megi leggja. „Ég held að þau sem hafa hjólað Laugaveginn eftir að það varð göngugata hafi áttað sig á því að þar ekki mikil ástæða fyrir mann að vera á hlaupahjóli,“ segir Sindri. „Ég þeirrar skoðunar að það ætti í þéttari svæðum, þar sem það er meiri tengsl milli allra ferðamáta, eins og í miðbænum og í kjörnum hér, að það mætti skilgreina betur hvar hjólin eiga að vera.“ Brotið almenningssamgöngukerfi Eigi að auka væri annarra ferðamáta en bílsins þurfi að leggja raunverulega áherslu á það. „Ef það væri fyrsta flokks hjólreiðastígskerfi hér og almenningssamgöngur held ég að fólk myndi ekki nota hjólin jafn mikið en á meðan við erum með svona brotið almennigsamgöngukerfi og hjólreiðastígakerfi held ég að það sé ekki lausnin að banna rafhlaupahjólin í von um að fólk velji sér aðra ferðamáta.“
Rafhlaupahjól Samgöngur Samgönguslys Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira