Þjóðarmorðið á Gaza 2023 Ingólfur Steinsson skrifar 2. nóvember 2023 14:31 Svo lengi sem ég man hafa málefni Ísraels og Palestínu verið í fréttum. Ísraelsríki var stofnað vorið 1948 af Sameinuðu þjóðunum með fulltingi Breta sem höfðu stjórnað svæðinu eftir fyrri heimsstyrjöld. Þeir höfðu talað tungum tveim, fyrir þjóðarheimili gyðinga en leikið tveim skjöldum gagnvart aröbum. Ekki hefði átt að setja ríki Ísraels niður þarna að mínu mati, þrátt fyrir söguleg tengsl þeirra við landið. Þetta var annarra land, byggt og umkringt aröbum. Og þó að þetta fólk hafi lifað saman í þokkalegu samlyndi fram að þessu þá breyttist það. Arabar vildu ekki sætta sig við stöðuga fjölgun gyðinga og stofnun þessa ríkis og sögðu Ísrael stríð á hendur eftir stofnun 15. maí, réðust á það en biðu ósigur. Ísrael var dyggilega stutt af Vesturveldum eins og æ síðan. Afleiðingin varð það sem Palestínumenn kalla hörmungarnar, al-Naqba en Ísraelsmenn ár frelsisins. Arabar voru flæmdir burt af landi sínu. Það er mikil sorgarsaga. Talið er að a.m.k. 750 þúsund hafi sest að sem flóttamenn í nálægum löndum, aðallega Jórdaníu, Líbanon og Gaza sem þá var stjórnað af Egyptum. Þetta fólk hefur aldrei komist heim aftur. Þarna búa nú afkomendurnir við miklu lakari skilyrði en aðrir. Þetta á við um stóran hluta íbúa Gaza og þar er fjöldi umfangsmikilla flóttamannabúða. Arabar háðu nokkur stríð við Ísrael m.a. 1956, ´67 , ´73 og ´82 en lutu alltaf í lægra haldi. Ríkt hefur ákveðið dugleysi meðal leiðtoga arabaþjóða til að standa raunverulega með Palestínumönnum þrátt fyrir yfirlýsingar þar að lútandi. USA hefur hins vegar stutt Ísrael með ráðum og dáð í seinni tíð. Þeir fá árlega tæpa 4 milljarða dollara að viðbættri hernaðaraðstoð t.d. nú um stundir. Og nú standa þeir með pálmann í höndunum hernaðarlega. Eftir sex daga stríðið í júní 1967 lagði Ísrael undir sig Palestínu, þ.e. Vesturbakkann og Gaza. Það hernám hefur staðið síðan með sívaxandi kúgun. Mikið var talað um tveggja ríkja lausn en hún er orðinn fjarlægur möguleiki enda hafa ísraelskir „landnemar“ hrifsað til sín æ meira af landi Palestínu, sérstaklega á Vesturbakkanum, í trássi við alþjóðalög. Ísraelsher yfirgaf Gaza 2005 en hefur haldið landskikanum í heljargreipum síðan eins og reyndar áður. Þeir hafa stjórnað allri aðkomu að svæðinu og hafa nú skrúfað fyrir vatn, rafmagn, öll aðföng og eldsneyti. Árás Hamas 7. okt. kom flestum á óvart þar á meðal Ísrael. Þeir drápu um 14 hundruð manns, m.a. börn, konur, unglinga og almenna borgara en einnig hermenn og tóku á þriðja hundrað gísla. Þetta var hið versta hryðjuverk og erfitt að sjá hvað þeim gekk til. En kannski hitti aðalritari SÞ naglann á höfuðið þegar hann sagði að þetta gerðist ekki í tómarúmi. Ef þú króar köttinn af nógu lengi þá endar með því að hann stekkur á þig og klórar. Viðbrögð Ísraels eru mér lítt skiljanleg. Varla er hægt að kalla þau annað en hefndaraðgerðir gegn Palestínumönnum í heild eða það sem á ensku nefnist collective punishment. Að láta sprengjum rigna yfir almenna borgara vikum saman er hróplegt brot á öllum reglum sem þó eru til um stríðsrekstur, hreinir stríðsglæpir. Eins og allir Palestínumenn á Gaza séu sekir um þessa árás. Kannski hafa Ísraelsmenn aldrei jafnað sig eftir holocaustið í seinna stríði. Að mörgu leyti er það skiljanlegt. Að eftirlifendurnir og afkomendur þeirra hafi skaddast varanlega á þeim hörmungum öllum. Sex milljónir gyðinga létu lífið á gasklefum nazista. Það gefur þeim þó ekki leyfi til að ryðja öðrum þjóðum úr vegi. Hvernig þeir haga sér á Gaza núna ber ekki vott um mikla heilbrigða hugsun eða skynsemi eða nokkra virðingu fyrir mannréttindum. Þeir brjóta öll skráð og óskráð lög um stríðsrekstur. Á Ísrael þó að heita lýðræðisríki í vestrænni mynd. Og ljótt er að sjá hvernig hinn vestræni heimur buktar sig og beygir. Þjóðverjar með sína risastóru sektarkennd, Kanar með sinn sjálfbirgingshátt og gyðingalobbýisma, Bretar með níðþunga söguna á herðum sér. Eins og þessum þjóðum sé fyrirmunað að setja Ísrael stólinn fyrir dyrnar, jafnvel þegar það hagar sér með öllu ósæmilega. Og öll hin ríkin sem fylgja í kjölfarið og sitja hjá með hendur í skauti, þar á meðal Ísland! Það er ekki í lagi að halda milljónum manna án vatns, rafmagns, matar og eldsneytis um langan tíma. Það er ekki í lagi að senda tækniher gegn fólki sem hefur engan flugher, engan flota, enga skriðdreka. Það er ekki í lagi að láta sprengjum rigna yfir almenning, innilokaðan í fangelsi þínu, vikum saman. Það er ekki í lagi að sprengja skóla, kirkjur, moskur, spítala og flóttamannastofnanir hvers konar. Það er ekki í lagi að drepa þúsundir barna, kvenna og gamalmenna með endalausum loftárásum. Það er ekki í lagi! Nei, ekki í lagi. Þetta eru stríðsglæpir af versta tagi. Sem betur fer er almenningur að vakna, hafandi orðið vitni að þessu þjóðarmorði í beinni útsendingu. Kannski verður það almenningur, fólkið á götunni, sem tekur í taumana og hefur áhrif á stjórnvöld ríkja sinna á Vesturlöndum. Þau ein geta komið vitinu fyrir Ísrael. Guð láti gott á vita, sagði amma mín. Höfundur er tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Ingólfur Steinsson Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Svo lengi sem ég man hafa málefni Ísraels og Palestínu verið í fréttum. Ísraelsríki var stofnað vorið 1948 af Sameinuðu þjóðunum með fulltingi Breta sem höfðu stjórnað svæðinu eftir fyrri heimsstyrjöld. Þeir höfðu talað tungum tveim, fyrir þjóðarheimili gyðinga en leikið tveim skjöldum gagnvart aröbum. Ekki hefði átt að setja ríki Ísraels niður þarna að mínu mati, þrátt fyrir söguleg tengsl þeirra við landið. Þetta var annarra land, byggt og umkringt aröbum. Og þó að þetta fólk hafi lifað saman í þokkalegu samlyndi fram að þessu þá breyttist það. Arabar vildu ekki sætta sig við stöðuga fjölgun gyðinga og stofnun þessa ríkis og sögðu Ísrael stríð á hendur eftir stofnun 15. maí, réðust á það en biðu ósigur. Ísrael var dyggilega stutt af Vesturveldum eins og æ síðan. Afleiðingin varð það sem Palestínumenn kalla hörmungarnar, al-Naqba en Ísraelsmenn ár frelsisins. Arabar voru flæmdir burt af landi sínu. Það er mikil sorgarsaga. Talið er að a.m.k. 750 þúsund hafi sest að sem flóttamenn í nálægum löndum, aðallega Jórdaníu, Líbanon og Gaza sem þá var stjórnað af Egyptum. Þetta fólk hefur aldrei komist heim aftur. Þarna búa nú afkomendurnir við miklu lakari skilyrði en aðrir. Þetta á við um stóran hluta íbúa Gaza og þar er fjöldi umfangsmikilla flóttamannabúða. Arabar háðu nokkur stríð við Ísrael m.a. 1956, ´67 , ´73 og ´82 en lutu alltaf í lægra haldi. Ríkt hefur ákveðið dugleysi meðal leiðtoga arabaþjóða til að standa raunverulega með Palestínumönnum þrátt fyrir yfirlýsingar þar að lútandi. USA hefur hins vegar stutt Ísrael með ráðum og dáð í seinni tíð. Þeir fá árlega tæpa 4 milljarða dollara að viðbættri hernaðaraðstoð t.d. nú um stundir. Og nú standa þeir með pálmann í höndunum hernaðarlega. Eftir sex daga stríðið í júní 1967 lagði Ísrael undir sig Palestínu, þ.e. Vesturbakkann og Gaza. Það hernám hefur staðið síðan með sívaxandi kúgun. Mikið var talað um tveggja ríkja lausn en hún er orðinn fjarlægur möguleiki enda hafa ísraelskir „landnemar“ hrifsað til sín æ meira af landi Palestínu, sérstaklega á Vesturbakkanum, í trássi við alþjóðalög. Ísraelsher yfirgaf Gaza 2005 en hefur haldið landskikanum í heljargreipum síðan eins og reyndar áður. Þeir hafa stjórnað allri aðkomu að svæðinu og hafa nú skrúfað fyrir vatn, rafmagn, öll aðföng og eldsneyti. Árás Hamas 7. okt. kom flestum á óvart þar á meðal Ísrael. Þeir drápu um 14 hundruð manns, m.a. börn, konur, unglinga og almenna borgara en einnig hermenn og tóku á þriðja hundrað gísla. Þetta var hið versta hryðjuverk og erfitt að sjá hvað þeim gekk til. En kannski hitti aðalritari SÞ naglann á höfuðið þegar hann sagði að þetta gerðist ekki í tómarúmi. Ef þú króar köttinn af nógu lengi þá endar með því að hann stekkur á þig og klórar. Viðbrögð Ísraels eru mér lítt skiljanleg. Varla er hægt að kalla þau annað en hefndaraðgerðir gegn Palestínumönnum í heild eða það sem á ensku nefnist collective punishment. Að láta sprengjum rigna yfir almenna borgara vikum saman er hróplegt brot á öllum reglum sem þó eru til um stríðsrekstur, hreinir stríðsglæpir. Eins og allir Palestínumenn á Gaza séu sekir um þessa árás. Kannski hafa Ísraelsmenn aldrei jafnað sig eftir holocaustið í seinna stríði. Að mörgu leyti er það skiljanlegt. Að eftirlifendurnir og afkomendur þeirra hafi skaddast varanlega á þeim hörmungum öllum. Sex milljónir gyðinga létu lífið á gasklefum nazista. Það gefur þeim þó ekki leyfi til að ryðja öðrum þjóðum úr vegi. Hvernig þeir haga sér á Gaza núna ber ekki vott um mikla heilbrigða hugsun eða skynsemi eða nokkra virðingu fyrir mannréttindum. Þeir brjóta öll skráð og óskráð lög um stríðsrekstur. Á Ísrael þó að heita lýðræðisríki í vestrænni mynd. Og ljótt er að sjá hvernig hinn vestræni heimur buktar sig og beygir. Þjóðverjar með sína risastóru sektarkennd, Kanar með sinn sjálfbirgingshátt og gyðingalobbýisma, Bretar með níðþunga söguna á herðum sér. Eins og þessum þjóðum sé fyrirmunað að setja Ísrael stólinn fyrir dyrnar, jafnvel þegar það hagar sér með öllu ósæmilega. Og öll hin ríkin sem fylgja í kjölfarið og sitja hjá með hendur í skauti, þar á meðal Ísland! Það er ekki í lagi að halda milljónum manna án vatns, rafmagns, matar og eldsneytis um langan tíma. Það er ekki í lagi að senda tækniher gegn fólki sem hefur engan flugher, engan flota, enga skriðdreka. Það er ekki í lagi að láta sprengjum rigna yfir almenning, innilokaðan í fangelsi þínu, vikum saman. Það er ekki í lagi að sprengja skóla, kirkjur, moskur, spítala og flóttamannastofnanir hvers konar. Það er ekki í lagi að drepa þúsundir barna, kvenna og gamalmenna með endalausum loftárásum. Það er ekki í lagi! Nei, ekki í lagi. Þetta eru stríðsglæpir af versta tagi. Sem betur fer er almenningur að vakna, hafandi orðið vitni að þessu þjóðarmorði í beinni útsendingu. Kannski verður það almenningur, fólkið á götunni, sem tekur í taumana og hefur áhrif á stjórnvöld ríkja sinna á Vesturlöndum. Þau ein geta komið vitinu fyrir Ísrael. Guð láti gott á vita, sagði amma mín. Höfundur er tónlistarmaður.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun