Dreifðu gervigreindarnektarmyndum af samnemendum Samúel Karl Ólason skrifar 3. nóvember 2023 10:50 Myndirnar munu hafa verið í dreifingu í sumar og á að vera búið að eyða þeim. Foreldrar stúlknanna óttast að þær stingi aftur upp kollinum. Getty Drengir í framhaldsskóla í New Jersey í Bandaríkjunum hafa verið sakaðir um að dreifa nektarmyndum af stúlkum í skólanum. Myndirnar eru þó ekki raunverulegar, heldur gerðar með aðstoð gervigreindar. Foreldrar einhverra stúlkna hafa leitað til lögreglunnar eftir að skólastjóri Westfield High School sendi tölvupóst á foreldra á dögunum. CBS í New York segir að myndirnar hefðu verið í dreifingu í sumar en yfirmenn skólans hafi fengið vitneskju af þeim í síðasta mánuði. Í pósti skólastjórans kom fram að nektarmyndirnar hafi verið gerðar á grunni raunverulegra mynda en talið væri að þeim hefði verið eytt og væru ekki lengur í dreifingu. Óljóst er hve margar myndir um er að ræða og hve umfangsmikil dreifing þeirra var en skólastjórinn segir málið í rannsókn. Dorota Mani, móðir einnar stúlku sem myndir voru gerðar af, segir í samtali við CBS að hún hafi leitað til lögreglunnar. Hún segir dóttur sína og aðrar stúlkur vera miður sín yfir þessu. Miðillinn hefur eftir fleiri foreldrum að dætrum þeirra hafi fundist þær niðurlægðar og valdlausar og hafa foreldrarnir áhyggjur af því hvort slíkar myndir gætu valdið þeim skaða, skjóti þær upp kollinum aftur seinna. Óljóst lagaumhverfi Notkun gervigreindar til að breyta myndum eða skapa nýjar myndir hefur aukist til muna á undanförnum mánuðum og árum. Í frétt Wall Street Journal er haft eftir sérfræðingum að þó breyttar myndir og myndbönd af frægu fólki njóti iðulega mikillar athygli sé umræddi gervigreindartækni lang mest notuð til að búa til klámfengnar myndir og myndbönd. Lagaumhverfi myndefnis af þessu tagi er mjög óljóst. Frumvarp hefur verið lagt fram í fulltrúadeild Bandaríkjaþings sem myndi gera dreifingu nektar-gervigreindarmynda af fólki ólöglega. Ráðamenn í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna hafa þegar gripið til aðgerða og bannað dreifingu gervi-kláms, samkvæmt frétt WSJ. Jon Bramnick, öldungadeildarþingmaður á ríkisþingi New Jersey, segist vera að skoða hvort hægt sé að nota núgildandi lög til að refsa fólki fyrir dreifingu myndefnis eins þess sem fjallað er um hér. Sé það ekki hægt muni hann semja frumvarp þar að lútandi. Mikið af barnaklámi á netinu Gervigreind hefur einnig verið notuð til að búa til gífurlega mikið af barnaklámi og er slíkum myndum og myndböndum dreift á netinu. Þar er meðal verið að skapa nýjar myndir og breyta barnaklámsmyndum sem þegar eru til. Sérfræðingar óttast að þetta muni gera baráttu gegn barnaklámi mun erfiðari og gera rannsakendum erfiðara að finna raunveruleg fórnarlömb. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sendi frá sér forsetatilskipun í vikunni þar sem hann hvatti þingmenn til að semja lög um að gera gervigreindar-barnaklám ólöglegt og verja fólk gegn dreifingu klámmynda af þeim sem gerðar voru með gervigreind. Bandaríkin Gervigreind Klám Stafrænt ofbeldi Tengdar fréttir Kæmi ekki á óvart hefðu Íslendingar falsað nektarmyndir með gervigreind Lögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra segir að það myndi ekki koma sér á óvart að til séu tilfelli á Íslandi þar sem gervigreind hafi verið notuð til að falsa nektarmyndir. 19. september 2023 21:05 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Foreldrar einhverra stúlkna hafa leitað til lögreglunnar eftir að skólastjóri Westfield High School sendi tölvupóst á foreldra á dögunum. CBS í New York segir að myndirnar hefðu verið í dreifingu í sumar en yfirmenn skólans hafi fengið vitneskju af þeim í síðasta mánuði. Í pósti skólastjórans kom fram að nektarmyndirnar hafi verið gerðar á grunni raunverulegra mynda en talið væri að þeim hefði verið eytt og væru ekki lengur í dreifingu. Óljóst er hve margar myndir um er að ræða og hve umfangsmikil dreifing þeirra var en skólastjórinn segir málið í rannsókn. Dorota Mani, móðir einnar stúlku sem myndir voru gerðar af, segir í samtali við CBS að hún hafi leitað til lögreglunnar. Hún segir dóttur sína og aðrar stúlkur vera miður sín yfir þessu. Miðillinn hefur eftir fleiri foreldrum að dætrum þeirra hafi fundist þær niðurlægðar og valdlausar og hafa foreldrarnir áhyggjur af því hvort slíkar myndir gætu valdið þeim skaða, skjóti þær upp kollinum aftur seinna. Óljóst lagaumhverfi Notkun gervigreindar til að breyta myndum eða skapa nýjar myndir hefur aukist til muna á undanförnum mánuðum og árum. Í frétt Wall Street Journal er haft eftir sérfræðingum að þó breyttar myndir og myndbönd af frægu fólki njóti iðulega mikillar athygli sé umræddi gervigreindartækni lang mest notuð til að búa til klámfengnar myndir og myndbönd. Lagaumhverfi myndefnis af þessu tagi er mjög óljóst. Frumvarp hefur verið lagt fram í fulltrúadeild Bandaríkjaþings sem myndi gera dreifingu nektar-gervigreindarmynda af fólki ólöglega. Ráðamenn í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna hafa þegar gripið til aðgerða og bannað dreifingu gervi-kláms, samkvæmt frétt WSJ. Jon Bramnick, öldungadeildarþingmaður á ríkisþingi New Jersey, segist vera að skoða hvort hægt sé að nota núgildandi lög til að refsa fólki fyrir dreifingu myndefnis eins þess sem fjallað er um hér. Sé það ekki hægt muni hann semja frumvarp þar að lútandi. Mikið af barnaklámi á netinu Gervigreind hefur einnig verið notuð til að búa til gífurlega mikið af barnaklámi og er slíkum myndum og myndböndum dreift á netinu. Þar er meðal verið að skapa nýjar myndir og breyta barnaklámsmyndum sem þegar eru til. Sérfræðingar óttast að þetta muni gera baráttu gegn barnaklámi mun erfiðari og gera rannsakendum erfiðara að finna raunveruleg fórnarlömb. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sendi frá sér forsetatilskipun í vikunni þar sem hann hvatti þingmenn til að semja lög um að gera gervigreindar-barnaklám ólöglegt og verja fólk gegn dreifingu klámmynda af þeim sem gerðar voru með gervigreind.
Bandaríkin Gervigreind Klám Stafrænt ofbeldi Tengdar fréttir Kæmi ekki á óvart hefðu Íslendingar falsað nektarmyndir með gervigreind Lögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra segir að það myndi ekki koma sér á óvart að til séu tilfelli á Íslandi þar sem gervigreind hafi verið notuð til að falsa nektarmyndir. 19. september 2023 21:05 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Kæmi ekki á óvart hefðu Íslendingar falsað nektarmyndir með gervigreind Lögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra segir að það myndi ekki koma sér á óvart að til séu tilfelli á Íslandi þar sem gervigreind hafi verið notuð til að falsa nektarmyndir. 19. september 2023 21:05