Íslenska bútasaumsfélagið – þrjú hundruð konur og einn karl Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. nóvember 2023 20:31 Fjórar af konunum, sem eiga heiðurinn af sýningunni og uppsetningu hennar. Frá vinstri. Margrét Óskarsdóttir, Sigrún Sveinbjörnsdóttir, Kristín Erlendsdóttir og Selma Gísladóttir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um fimmtíu bútasaumskonur og einn karlmaður opnuðu sýningu á verkum sínum í dag í Hafnarfirði þar sem sjá má fjölbreytt úrval af allskonar bútasaumi. Ellefu ára stelpa sýnir líka verk sín. Það er í Hásölum, sem er safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju, sem sýningin fer fram um helgina. Verkin á sýningunni eru mjög fjölbreytt og falleg, allskonar bútasaumur, stór og lítil verk. Þar er til dæmis eitt teppi með 50 húsum en ekkert þeirra er eins. Þá er mjög falleg sjálfsmynd af bútasaumskonu, sem gerði mynd af sjálfri sér. Um er að ræða jólasýningu Íslenska bútasaumfélagsins þar sem um 300 konur af öllu landinu eru félagsmenn og einn karlmaður að auki. „Ég er nú búin að vera að sauma í 65 ár. Það er allt og ekkert skemmtilegt við þetta, það er þó fljótara að nefna það sem er leiðinlegt,” segir Pétur Guðmundsson og hlær, stoltur og ánægður með að vera í félaginu. Pétur Guðmundsson, sem er eini karlmaðurinn í Íslenska bútasaumsfélaginu og leiðist það ekki.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta eru bæði hefðbundinn bútasaumur á sýningunni og einnig verk, sem konur hanna algjörlega frá grunni sjálfar,” segir Sigrún Sveinbjörnsdóttir, sem er í sýningarnefnd félagsins. Og Sigrún segir ótrúlega mikinn bútasaumsáhuga í gangi. „Já, það eru hópar víðar um land, sem koma saman og sauma saman og þetta er mjög róandi og gefandi og þetta er mikil hugarleikfimi því það þarf alltaf að standast á svo það er mjög gott að halda áfram fram í rauðan dauðann að sauma,” segir Sigrún. En hvað er skemmtilegast við bútasaum að mati Sigrúnar? „Það er félagsskapurinn, að kynnast þessu frábæra fólki og bara þessi list. Þeir, sem þurfa að tjá sína list og þeir, sem vilja fá rónna, sem fylgir því að skapa eitthvað og búa til í höndunum eru í bútasaumi.” Sýningin er opin 12:00-17:00 um helgina, laugardag og sunnudag. Boðið verður upp á sýnikennslu í bútasaum og sölubásar verða á staðnum. Fjölbreytt úrval verka eru á sýningunni og einhver verk eru til sölu. Aðgangur er ókeypis. Magnús Hlynur Hreiðarsson Og jólapúði er á sýningunni eftir 11 ára stelpu, sem er mjög fallegur. „Já, hún fær að fara í kistuna hjá ömmu sinni og saumaði púðann þegar hún var í heimsókn hjá ömmu. Púðinn er glæsilegur hjá henni en hún er með tvo púða hér á sýningunni,” segir Sigrún um leið og hún hvetur alla áhugasama að koma á sýninguna í Hafnarfirði um helgina. Aðgangur er ókeypis. Facebooksíða félagsins Hafnarfjörður Handverk Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira
Það er í Hásölum, sem er safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju, sem sýningin fer fram um helgina. Verkin á sýningunni eru mjög fjölbreytt og falleg, allskonar bútasaumur, stór og lítil verk. Þar er til dæmis eitt teppi með 50 húsum en ekkert þeirra er eins. Þá er mjög falleg sjálfsmynd af bútasaumskonu, sem gerði mynd af sjálfri sér. Um er að ræða jólasýningu Íslenska bútasaumfélagsins þar sem um 300 konur af öllu landinu eru félagsmenn og einn karlmaður að auki. „Ég er nú búin að vera að sauma í 65 ár. Það er allt og ekkert skemmtilegt við þetta, það er þó fljótara að nefna það sem er leiðinlegt,” segir Pétur Guðmundsson og hlær, stoltur og ánægður með að vera í félaginu. Pétur Guðmundsson, sem er eini karlmaðurinn í Íslenska bútasaumsfélaginu og leiðist það ekki.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta eru bæði hefðbundinn bútasaumur á sýningunni og einnig verk, sem konur hanna algjörlega frá grunni sjálfar,” segir Sigrún Sveinbjörnsdóttir, sem er í sýningarnefnd félagsins. Og Sigrún segir ótrúlega mikinn bútasaumsáhuga í gangi. „Já, það eru hópar víðar um land, sem koma saman og sauma saman og þetta er mjög róandi og gefandi og þetta er mikil hugarleikfimi því það þarf alltaf að standast á svo það er mjög gott að halda áfram fram í rauðan dauðann að sauma,” segir Sigrún. En hvað er skemmtilegast við bútasaum að mati Sigrúnar? „Það er félagsskapurinn, að kynnast þessu frábæra fólki og bara þessi list. Þeir, sem þurfa að tjá sína list og þeir, sem vilja fá rónna, sem fylgir því að skapa eitthvað og búa til í höndunum eru í bútasaumi.” Sýningin er opin 12:00-17:00 um helgina, laugardag og sunnudag. Boðið verður upp á sýnikennslu í bútasaum og sölubásar verða á staðnum. Fjölbreytt úrval verka eru á sýningunni og einhver verk eru til sölu. Aðgangur er ókeypis. Magnús Hlynur Hreiðarsson Og jólapúði er á sýningunni eftir 11 ára stelpu, sem er mjög fallegur. „Já, hún fær að fara í kistuna hjá ömmu sinni og saumaði púðann þegar hún var í heimsókn hjá ömmu. Púðinn er glæsilegur hjá henni en hún er með tvo púða hér á sýningunni,” segir Sigrún um leið og hún hvetur alla áhugasama að koma á sýninguna í Hafnarfirði um helgina. Aðgangur er ókeypis. Facebooksíða félagsins
Hafnarfjörður Handverk Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira