B-týpu fjölskylda með haganlega útfært vekjaraklukkuhandrit Rakel Sveinsdóttir skrifar 4. nóvember 2023 10:00 Sigríður Ása Júlíusdóttir, hönnunarstjóri Tvist, segist hafa litið út eins og teiknimyndafígúra þegar hún klæddist níðþungum trúðaskóm sem unglingur úr Gallabuxnabúðinni og henni fannst svakalega töff. Vísir/Vilhelm Sigríður Ása Júlíusdóttir, hönnunarstjóri og stofnandi hönnunar- og auglýsingastofunnar Tvist, rifjar upp trúðaskóna úr Gallabuxnabúðinni þegar hún var unglingur og henni fannst ótrúlega töff. Þótt níðþungir væru og í hrópandi ósamræmi við þá písl sem hún sjálf var þá. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? Haganlega útfært „vekjaraklukkuhandrit“ er eiginlega það eina sem dugar á B-týpu fjölskylduna mína. Ég sef með suðandi græju með sjávarnið í eyrum. Græjan hringir kl. 07:05. Svo góla vekjaraklukkur barnanna kl. 07:10 og loks byrjar vara-vekjarinn minn kl. 07:15, svona til að gulltryggja að enginn freistist til að sofna aftur. Allt á langtímastillingu, að sjálfsögðu. Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ég byrja yfirleitt á því að smeygja mér í einstaklega ósmekklega en gríðarlega hlýja „kósípeysu”. Við erum að tala um hettupeysu í súper-yfirstærð, úr þykku flísefni með stjörnumynstri sem glóir í myrkri. Myndi seint láta sjá mig í henni úti á götu, en fjölskyldan fær að njóta þessa fágaða stíls í morgunsárið. Svo smellum við smá tónlist á fóninn, til þess að endanlega vekja alla á heimilinu. Stundum hresst, en yfirleitt eitthvað rólegt og fallegt. Þegar maður og börn eru farin út í daginn þá freista ég þess yfirleitt að ná stuttri söngæfingu, en ég er í námi í klassískum söng við Söngskóla Sigurðar Demetz. Svo hjóla ég yfir á Tvist í Þórunnartúni, fæ mér fyrsta kaffibolla dagsins þar og tek um leið morgunspjallið við fólkið á stofunni. Alltaf um nóg að ræða á Tvist. Hvaða tískuslys getur þú nefnt frá unglingsárum sem er þér enn minnistætt? „Úff, í 8. bekk þótti, að minnsta kosti mér, svaka töff að ganga í skóm úr Gallabuxnabúðinni sem voru með svakalega þykkum „platform-sóla“. Trúðaskórnir, eru þeir kallaðir í seinni tíð. Þeir voru ekki bara háir, heldur líka breiðir, litríkir og níðþungir. Vægast sagt í hrópandi ósamræmi við píslina sem ég var þá. Ég leit út eins og einhver teiknimyndapersóna.” Á Tvist er allt verkefnaskipulag rafrænt en til að hvíla augun frá skjánotkun finnst Sigríði líka gott að vera með skrifaðan verkefnalista á gamla mátann. Af forritum nefnir hún Notes þó sem algjört þarfaþing.Vísir/Vilhelm Hvaða verkefni ertu helst að vinna í þessa dagana? „Tvist hefur átt í frábæru samstarfi við Krabbameinsfélagið á árinu, fyrst með herferð fyrir Mottumars og svo aftur núna fyrir Bleiku slaufuna, sem ég er búin að vera á bólakafi í undanfarið. Bleikur október var einmitt að klárast og allir í skýjunum yfir frábærum árangri sem náðist með átakinu. Meistarakúrs Strætó er sömuleiðis í fullum gangi, endurmörkun Holtagarða, jólaherferð Póstsins svo fátt eitt sé talið. Jólin eru auðvitað löngu komin í auglýsingabransanum.Svo er ég almennt með puttana í ótalmörgum verkefnum í mínu daglega starfi; vasast í hugmyndum og hönnun fyrir fjölbreyttan hóp viðskiptavina, í samvinnu við yndislegan hóp hæfileikafólks á Tvist.” Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Á Tvist höfum við alla tíð verið 100% stafræn í utanumhaldi verkefna. Við lítum á forrit eins og Asana, Harvest og Slack sem hluta af teyminu okkar. Það gefur mikla öryggistilfinningu að vita að öll verkefni, með skilafrestum og tilheyrandi upplýsingum, er að finna á vísum stað. En auðvitað er ég líka með mína persónulegu „to-do lista” til viðbótar. Til dæmis þá skissa ég og krassa í litlar bækur þegar þannig liggur á mér og handskrifa punkta á fundum til þess að vera ekki með augun sífellt á tölvuskjá. Notes forritið í vinnutölvunni og símanum finnst mér einnig algert þarfaþing bæði fyrir vinnuna á Tvist og annað lífsins bras. Ég nota Notes meðal annars til þess að safna hlekkjum og skjáskotum með innblæstri og punkta niður hugmyndir fyrir verkefni.” Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég hef alla tíð verið nátthrafn, alltaf að vesenast eitthvað á kvöldin. Hef í gegnum tíðina ekki fundið sérlega mikið fyrir því að sofna seint. En ég er víst ekki undanskilin því að eldast og finnst ég núorðið vera áberandi betri týpa á daginn ef ég fer að sofa fyrir klukkan ellefu á kvöldin. Átta tíma svefn er víst mikilvægur, segja þau …” Kaffispjallið Tengdar fréttir „Ég var eiginlega ástfangin af John Taylor í Duran Duran“ Sólrún Kristjánsdóttir, framkvæmdastýra Veitna, er kölluð „Just Do It,“ innan Orkuveitu samstæðunnar. Sem unglingur var hún ástfangin af John Taylor, tók Skonrokk upp á VHS og hámhorfði aftur og aftur á myndbönd Duran Duran. 28. október 2023 10:01 Vísir, Heimildin, Mogginn og Viðskiptablaðið undir góðri tónlist Það fyrsta sem Tinni Sveinsson framkvæmdastjóri LóuLóu gerir á morgnana er að setja góða tónlist á fóninn og skanna síðan alla helstu miðlana. Jafn tæknivæddur og Tinni er, skrifar hann lista á gamla mátann til að halda utan um verkefnin sín. 21. október 2023 10:01 Erfitt að setja „like“ á myndir af fólki í ræktinni klukkan sex B týpan Ásta Dís Óladóttir prófessor, stjórnarkona, formaður Jafnvægisvogar FKA og fleira, segist alveg eiga það til að hugleiða það í korter tuttugu mínútur á morgnana hvort nú sé tími til að fara á fætur, áður en hún síðan fer fram úr. 14. október 2023 10:01 Konan sér oft um hlátursköstin rétt fyrir svefninn Teitur H. Syen, framkvæmdastjóri mannauðs og gæða hjá Kynnisferðum, sem starfar undir vörumerkinu Icelandia, segir orkustuðullinn sinn bestan á morganana. Teitur fékk hláturskast í vinnunni um daginn, en segir konuna sína líka lunkna við að fá hann til að hlæja rétt fyrir svefninn. 7. október 2023 10:00 Forstjórinn sem endar stundum ein á dansgólfinu B týpan Brynja Baldursdóttir, forstjóri Greiðslumiðlunar Íslands, segir umferðateppuna úr Garðabæ alveg gefa frábærar gæðastundir á morgnana og þegar hún er spurð um tónlist og dans, segir hún það oftast frekar auðvelt að ná sér út á gólfið í sveiflu. 23. september 2023 10:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? Haganlega útfært „vekjaraklukkuhandrit“ er eiginlega það eina sem dugar á B-týpu fjölskylduna mína. Ég sef með suðandi græju með sjávarnið í eyrum. Græjan hringir kl. 07:05. Svo góla vekjaraklukkur barnanna kl. 07:10 og loks byrjar vara-vekjarinn minn kl. 07:15, svona til að gulltryggja að enginn freistist til að sofna aftur. Allt á langtímastillingu, að sjálfsögðu. Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ég byrja yfirleitt á því að smeygja mér í einstaklega ósmekklega en gríðarlega hlýja „kósípeysu”. Við erum að tala um hettupeysu í súper-yfirstærð, úr þykku flísefni með stjörnumynstri sem glóir í myrkri. Myndi seint láta sjá mig í henni úti á götu, en fjölskyldan fær að njóta þessa fágaða stíls í morgunsárið. Svo smellum við smá tónlist á fóninn, til þess að endanlega vekja alla á heimilinu. Stundum hresst, en yfirleitt eitthvað rólegt og fallegt. Þegar maður og börn eru farin út í daginn þá freista ég þess yfirleitt að ná stuttri söngæfingu, en ég er í námi í klassískum söng við Söngskóla Sigurðar Demetz. Svo hjóla ég yfir á Tvist í Þórunnartúni, fæ mér fyrsta kaffibolla dagsins þar og tek um leið morgunspjallið við fólkið á stofunni. Alltaf um nóg að ræða á Tvist. Hvaða tískuslys getur þú nefnt frá unglingsárum sem er þér enn minnistætt? „Úff, í 8. bekk þótti, að minnsta kosti mér, svaka töff að ganga í skóm úr Gallabuxnabúðinni sem voru með svakalega þykkum „platform-sóla“. Trúðaskórnir, eru þeir kallaðir í seinni tíð. Þeir voru ekki bara háir, heldur líka breiðir, litríkir og níðþungir. Vægast sagt í hrópandi ósamræmi við píslina sem ég var þá. Ég leit út eins og einhver teiknimyndapersóna.” Á Tvist er allt verkefnaskipulag rafrænt en til að hvíla augun frá skjánotkun finnst Sigríði líka gott að vera með skrifaðan verkefnalista á gamla mátann. Af forritum nefnir hún Notes þó sem algjört þarfaþing.Vísir/Vilhelm Hvaða verkefni ertu helst að vinna í þessa dagana? „Tvist hefur átt í frábæru samstarfi við Krabbameinsfélagið á árinu, fyrst með herferð fyrir Mottumars og svo aftur núna fyrir Bleiku slaufuna, sem ég er búin að vera á bólakafi í undanfarið. Bleikur október var einmitt að klárast og allir í skýjunum yfir frábærum árangri sem náðist með átakinu. Meistarakúrs Strætó er sömuleiðis í fullum gangi, endurmörkun Holtagarða, jólaherferð Póstsins svo fátt eitt sé talið. Jólin eru auðvitað löngu komin í auglýsingabransanum.Svo er ég almennt með puttana í ótalmörgum verkefnum í mínu daglega starfi; vasast í hugmyndum og hönnun fyrir fjölbreyttan hóp viðskiptavina, í samvinnu við yndislegan hóp hæfileikafólks á Tvist.” Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Á Tvist höfum við alla tíð verið 100% stafræn í utanumhaldi verkefna. Við lítum á forrit eins og Asana, Harvest og Slack sem hluta af teyminu okkar. Það gefur mikla öryggistilfinningu að vita að öll verkefni, með skilafrestum og tilheyrandi upplýsingum, er að finna á vísum stað. En auðvitað er ég líka með mína persónulegu „to-do lista” til viðbótar. Til dæmis þá skissa ég og krassa í litlar bækur þegar þannig liggur á mér og handskrifa punkta á fundum til þess að vera ekki með augun sífellt á tölvuskjá. Notes forritið í vinnutölvunni og símanum finnst mér einnig algert þarfaþing bæði fyrir vinnuna á Tvist og annað lífsins bras. Ég nota Notes meðal annars til þess að safna hlekkjum og skjáskotum með innblæstri og punkta niður hugmyndir fyrir verkefni.” Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég hef alla tíð verið nátthrafn, alltaf að vesenast eitthvað á kvöldin. Hef í gegnum tíðina ekki fundið sérlega mikið fyrir því að sofna seint. En ég er víst ekki undanskilin því að eldast og finnst ég núorðið vera áberandi betri týpa á daginn ef ég fer að sofa fyrir klukkan ellefu á kvöldin. Átta tíma svefn er víst mikilvægur, segja þau …”
Kaffispjallið Tengdar fréttir „Ég var eiginlega ástfangin af John Taylor í Duran Duran“ Sólrún Kristjánsdóttir, framkvæmdastýra Veitna, er kölluð „Just Do It,“ innan Orkuveitu samstæðunnar. Sem unglingur var hún ástfangin af John Taylor, tók Skonrokk upp á VHS og hámhorfði aftur og aftur á myndbönd Duran Duran. 28. október 2023 10:01 Vísir, Heimildin, Mogginn og Viðskiptablaðið undir góðri tónlist Það fyrsta sem Tinni Sveinsson framkvæmdastjóri LóuLóu gerir á morgnana er að setja góða tónlist á fóninn og skanna síðan alla helstu miðlana. Jafn tæknivæddur og Tinni er, skrifar hann lista á gamla mátann til að halda utan um verkefnin sín. 21. október 2023 10:01 Erfitt að setja „like“ á myndir af fólki í ræktinni klukkan sex B týpan Ásta Dís Óladóttir prófessor, stjórnarkona, formaður Jafnvægisvogar FKA og fleira, segist alveg eiga það til að hugleiða það í korter tuttugu mínútur á morgnana hvort nú sé tími til að fara á fætur, áður en hún síðan fer fram úr. 14. október 2023 10:01 Konan sér oft um hlátursköstin rétt fyrir svefninn Teitur H. Syen, framkvæmdastjóri mannauðs og gæða hjá Kynnisferðum, sem starfar undir vörumerkinu Icelandia, segir orkustuðullinn sinn bestan á morganana. Teitur fékk hláturskast í vinnunni um daginn, en segir konuna sína líka lunkna við að fá hann til að hlæja rétt fyrir svefninn. 7. október 2023 10:00 Forstjórinn sem endar stundum ein á dansgólfinu B týpan Brynja Baldursdóttir, forstjóri Greiðslumiðlunar Íslands, segir umferðateppuna úr Garðabæ alveg gefa frábærar gæðastundir á morgnana og þegar hún er spurð um tónlist og dans, segir hún það oftast frekar auðvelt að ná sér út á gólfið í sveiflu. 23. september 2023 10:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Ég var eiginlega ástfangin af John Taylor í Duran Duran“ Sólrún Kristjánsdóttir, framkvæmdastýra Veitna, er kölluð „Just Do It,“ innan Orkuveitu samstæðunnar. Sem unglingur var hún ástfangin af John Taylor, tók Skonrokk upp á VHS og hámhorfði aftur og aftur á myndbönd Duran Duran. 28. október 2023 10:01
Vísir, Heimildin, Mogginn og Viðskiptablaðið undir góðri tónlist Það fyrsta sem Tinni Sveinsson framkvæmdastjóri LóuLóu gerir á morgnana er að setja góða tónlist á fóninn og skanna síðan alla helstu miðlana. Jafn tæknivæddur og Tinni er, skrifar hann lista á gamla mátann til að halda utan um verkefnin sín. 21. október 2023 10:01
Erfitt að setja „like“ á myndir af fólki í ræktinni klukkan sex B týpan Ásta Dís Óladóttir prófessor, stjórnarkona, formaður Jafnvægisvogar FKA og fleira, segist alveg eiga það til að hugleiða það í korter tuttugu mínútur á morgnana hvort nú sé tími til að fara á fætur, áður en hún síðan fer fram úr. 14. október 2023 10:01
Konan sér oft um hlátursköstin rétt fyrir svefninn Teitur H. Syen, framkvæmdastjóri mannauðs og gæða hjá Kynnisferðum, sem starfar undir vörumerkinu Icelandia, segir orkustuðullinn sinn bestan á morganana. Teitur fékk hláturskast í vinnunni um daginn, en segir konuna sína líka lunkna við að fá hann til að hlæja rétt fyrir svefninn. 7. október 2023 10:00
Forstjórinn sem endar stundum ein á dansgólfinu B týpan Brynja Baldursdóttir, forstjóri Greiðslumiðlunar Íslands, segir umferðateppuna úr Garðabæ alveg gefa frábærar gæðastundir á morgnana og þegar hún er spurð um tónlist og dans, segir hún það oftast frekar auðvelt að ná sér út á gólfið í sveiflu. 23. september 2023 10:00