Nýtt mót innan NBA hófst með látum í nótt Ágúst Orri Arnarson skrifar 4. nóvember 2023 11:00 Luka Doncic skoraði 34 stig gegn Denver í nótt en það dugði ekki til sigurs Vísir/Getty Nýtt mót innan NBA deildarinnar hófst með fimm leikjum í nótt. Mótið er nýjung innan NBA, öll lið taka þátt og fjögur þeirra munu leika til úrslita í Las Vegas í desember. Hugmyndin að mótinu er fengin úr knattspyrnuheiminum til að auka spennu og áhorf á leiki yfir tímabilið. Öll 30 lið deildarinnar taka þátt í mótinu, þeim er skipt í sex riðla af handahófi og leika við hvort annað innbyrðis, leikirnir teljast allir með sem deildarleikir nema undanúrslita- og úrslitaleikurinn í Las Vegas. Efsta lið hvers riðils, auk tveggja 'wildcard' liða fara áfram í 8-liða úrslit. Fyrstu leikir riðlakeppninnar fóru fram í nótt. Mikið púður hefur verið lagt í að gera mótið spennandi fyrir alla sem að því koma, leikmenn, þjálfara og aðdáendur. Fyrr í vikunni var það staðfest að allir leikmenn og þjálfarar sigurliðsins fái 500.000$ í verðlaunafé. Rapparinn LL Cool J og hljómsveitin The Roots gáfu svo út lag mótsins í gær. NEW TOURNAMENT. 🏆NEW ANTHEM. 🎵LL COOL J and THE ROOTS reimagine GRAMMY Award-Winning single "Mama Said Knock You Out" for NBA In-Season Tournament Anthem pic.twitter.com/fdARZOJDSR— NBA (@NBA) November 3, 2023 Mótið hófst með látum þegar opnunarleikur milli ríkjandi deildarmeistara Denver Nuggets og Dallas Mavericks fór fram. Luka Doncic fór mikinn í leiknum en það dugði ekki til sigurs gegn Jókernum og hans mönnum frá Denver sem unnu leikinn að endingu 125-114. Luka did Luka things (34 PTS, 10 REB, 8 AST) in the Mavs' NBA In-Season Tournament opener 👀The @dallasmavs next NBA In-Season Tournament matchup is Friday, 11/10 vs. LAC on the NBA App 🏆 pic.twitter.com/Wu5lXxKZTz— NBA (@NBA) November 4, 2023 Steph Curry skoraði sigurkörfuna fyrir Golden State Warriors þegar aðeins 0,2 sekúndur voru eftir af leik liðsins gegn Oklahoma City Thunder. Klay Thompson liðsfélagi hans gerði slíkt hið sama kvöldið áður gegn Sacramento Kings. SPLASH BROS.Steph and Klay hit game-winners on back-to-back nights... both with 0.2 seconds on the clock 🤯 pic.twitter.com/R3ihcXNMWi— NBA (@NBA) November 4, 2023 Niðurröðun og stöðuna í riðlakeppninni má sjá hér. Öll úrslit næturinnar úr NBA deildinni má finna hér. NBA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Haukar | Hafnfirðingar geta orðið meistarar „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Sjá meira
Hugmyndin að mótinu er fengin úr knattspyrnuheiminum til að auka spennu og áhorf á leiki yfir tímabilið. Öll 30 lið deildarinnar taka þátt í mótinu, þeim er skipt í sex riðla af handahófi og leika við hvort annað innbyrðis, leikirnir teljast allir með sem deildarleikir nema undanúrslita- og úrslitaleikurinn í Las Vegas. Efsta lið hvers riðils, auk tveggja 'wildcard' liða fara áfram í 8-liða úrslit. Fyrstu leikir riðlakeppninnar fóru fram í nótt. Mikið púður hefur verið lagt í að gera mótið spennandi fyrir alla sem að því koma, leikmenn, þjálfara og aðdáendur. Fyrr í vikunni var það staðfest að allir leikmenn og þjálfarar sigurliðsins fái 500.000$ í verðlaunafé. Rapparinn LL Cool J og hljómsveitin The Roots gáfu svo út lag mótsins í gær. NEW TOURNAMENT. 🏆NEW ANTHEM. 🎵LL COOL J and THE ROOTS reimagine GRAMMY Award-Winning single "Mama Said Knock You Out" for NBA In-Season Tournament Anthem pic.twitter.com/fdARZOJDSR— NBA (@NBA) November 3, 2023 Mótið hófst með látum þegar opnunarleikur milli ríkjandi deildarmeistara Denver Nuggets og Dallas Mavericks fór fram. Luka Doncic fór mikinn í leiknum en það dugði ekki til sigurs gegn Jókernum og hans mönnum frá Denver sem unnu leikinn að endingu 125-114. Luka did Luka things (34 PTS, 10 REB, 8 AST) in the Mavs' NBA In-Season Tournament opener 👀The @dallasmavs next NBA In-Season Tournament matchup is Friday, 11/10 vs. LAC on the NBA App 🏆 pic.twitter.com/Wu5lXxKZTz— NBA (@NBA) November 4, 2023 Steph Curry skoraði sigurkörfuna fyrir Golden State Warriors þegar aðeins 0,2 sekúndur voru eftir af leik liðsins gegn Oklahoma City Thunder. Klay Thompson liðsfélagi hans gerði slíkt hið sama kvöldið áður gegn Sacramento Kings. SPLASH BROS.Steph and Klay hit game-winners on back-to-back nights... both with 0.2 seconds on the clock 🤯 pic.twitter.com/R3ihcXNMWi— NBA (@NBA) November 4, 2023 Niðurröðun og stöðuna í riðlakeppninni má sjá hér. Öll úrslit næturinnar úr NBA deildinni má finna hér.
NBA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Haukar | Hafnfirðingar geta orðið meistarar „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Sjá meira