Hvergi öruggt á Gasa Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 4. nóvember 2023 22:30 Palenstínskir slökkviliðsmenn berjast við elda eftir loftárásir Ísraelsmanna. AP Photo/Abed Khaled Aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir hvergi öruggt að vera á Gasa. Ísraelski herinn er sagður hafa drepið fleiri en tíu þegar loftárás var gerð á skóla á Gasa í morgun. Forsætisráðherra Ísraels segir vopnahlé ekki koma til greina fyrr en gíslum í haldi Hamas verði sleppt. Skólinn sem varð fyrir loftárásinni er á vegum Sameinuðu þjóðanna og er staðsettur í Jabalia flóttamannabúðunum á Gasa. Sjötíu eru sagðir særðir en þúsundir Palestínumanna hafa undanfarið leitað skjóls í skólanum. Yfirvöld á Gasa segja Ísraelsher bera ábyrgð á árásinni. Fjöldi þeirra sem drepnir hafa verið í árásum Ísraelshers á Gasa fer hækkandi og er nú talið að tæplega tíu þúsund séu látnir. Þá er talið að eitt þúsund og fjögur hundruð Ísraelsmenn hafi verið drepnir í árásum Hamas. Í gær var árás gerð nálægt sjúkrahúsi og hæfði ein þeirra sjúkrabíl sem ferjaði slasað fólk á Gasa svæðinu. Varað er við myndefni í neðangreindri sjónvarpsfrétt. „Mig hryllir við árásinni sem sögð er hafa verið gerð á sjúkrabílalest fyrir utan Al Shifa sjúkrahúsið á Gasa. Myndir af líkum úti á götu miðri, fyrir utan sjúkrahúsið, eru átakanlegar. Ég gleymi ekki hryðjuverkaárásunum sem Hamas frömdu í Ísrael: morð, limlestingar og mannrán, þar á meðal gegn konum og börnum. Öllum gíslum í haldi á Gasa verður að sleppa tafarlaust,“ segir António Guterres aðalritari Sameinuðu þjóðanna. Hann segir ástandið skelfilegt. Matur sé á Gasa sé af skornum skammti, það vanti lyf, vatn og eldsneyti. Skýli UNRWA séu orðin yfirfull og verði fyrir sprengjuárásum: „Líkhús eru troðfull, verslanir tómar og við sjáum aukningu á sjúkdómum. Heil þjóð er í áfalli. Það er hvergi öruggt að vera,“ segir Guterres. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna fundaði í dag með utanríkisráðherrum nokkurra Arabaríkja um vopnahlé á svæðinu. Þetta er þriðja heimsókn Blinken frá því að Hamas hóf árásir á Ísrael þann sjöunda október. Vopnahlé er til umræðu á fundum Blinkens en forsætisráðherra Ísraels segir að vopnahlé komi ekki til umræðu fyrr en þeim gíslum sem Hamas er með í haldi verður sleppt. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Fleiri fréttir Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Sjá meira
Skólinn sem varð fyrir loftárásinni er á vegum Sameinuðu þjóðanna og er staðsettur í Jabalia flóttamannabúðunum á Gasa. Sjötíu eru sagðir særðir en þúsundir Palestínumanna hafa undanfarið leitað skjóls í skólanum. Yfirvöld á Gasa segja Ísraelsher bera ábyrgð á árásinni. Fjöldi þeirra sem drepnir hafa verið í árásum Ísraelshers á Gasa fer hækkandi og er nú talið að tæplega tíu þúsund séu látnir. Þá er talið að eitt þúsund og fjögur hundruð Ísraelsmenn hafi verið drepnir í árásum Hamas. Í gær var árás gerð nálægt sjúkrahúsi og hæfði ein þeirra sjúkrabíl sem ferjaði slasað fólk á Gasa svæðinu. Varað er við myndefni í neðangreindri sjónvarpsfrétt. „Mig hryllir við árásinni sem sögð er hafa verið gerð á sjúkrabílalest fyrir utan Al Shifa sjúkrahúsið á Gasa. Myndir af líkum úti á götu miðri, fyrir utan sjúkrahúsið, eru átakanlegar. Ég gleymi ekki hryðjuverkaárásunum sem Hamas frömdu í Ísrael: morð, limlestingar og mannrán, þar á meðal gegn konum og börnum. Öllum gíslum í haldi á Gasa verður að sleppa tafarlaust,“ segir António Guterres aðalritari Sameinuðu þjóðanna. Hann segir ástandið skelfilegt. Matur sé á Gasa sé af skornum skammti, það vanti lyf, vatn og eldsneyti. Skýli UNRWA séu orðin yfirfull og verði fyrir sprengjuárásum: „Líkhús eru troðfull, verslanir tómar og við sjáum aukningu á sjúkdómum. Heil þjóð er í áfalli. Það er hvergi öruggt að vera,“ segir Guterres. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna fundaði í dag með utanríkisráðherrum nokkurra Arabaríkja um vopnahlé á svæðinu. Þetta er þriðja heimsókn Blinken frá því að Hamas hóf árásir á Ísrael þann sjöunda október. Vopnahlé er til umræðu á fundum Blinkens en forsætisráðherra Ísraels segir að vopnahlé komi ekki til umræðu fyrr en þeim gíslum sem Hamas er með í haldi verður sleppt.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Fleiri fréttir Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent