Hafði betur gegn myndatökumanni Ræktum garðinn Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 5. nóvember 2023 11:30 Dómur var kveðinn upp á fimmtudaginn. Vísir/Vilhelm Myndatökumanni hefur verið gert að greiða fjölmiðlakonunni Hugrúnu Halldórsdóttur um 1,6 milljón króna vegna vangoldinna launa fyrir gerð þáttanna Ræktum garðinn sem sýndir voru í Sjónvarpi Símans í fyrra. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að gerður hafi verið samningur sem Síminn hf., myndatökumaðurinn og framleiðslufyrirtækið Lífsmynd ehf. til gerðar sjónvarpsþáttanna Ræktum garðinn. Samið var um að þættirnir yrðu þrettán talsins og Hugrún fengi greiddar hundrað þúsund krónur fyrir hvern þátt. Sama kvöld og samningurinn hafi verið undirritaður hafi myndatökumaðurinn sent Hugrúnu skilaboð þess efnis að hún þyrfti að rukka hann um umtalaðar hundrað þúsund krónur fyrir hvern þátt. Þá hafi hann beðið hana um að senda sér kennitölu og reikningsnúmer svo hann gæti „lagt inn á hana“. Í málsástæðum stefnanada kemur fram að myndatökumaðurinn, sem rak einstaklingsfyrirtæki, hafi gert munnlegan samning um launagreiðslur vegna þáttanna og ekki orðið að honum. Krafa Hugrúnar var að myndatökumaðurinn greiddi henni hundrað þúsund krónur fyrir hvern þátt auk virðisaukaskatts. Þá krafði hún hann um dráttarvexti frá nóvember 2022 auk greiðslu málskostnaðar. Dómurinn féllst á kröfur Hugrúnar og er myndatökumanninum var gert að greiða henni um 1,6 milljón króna með dráttarvöxtum frá 28. nóvember 2022 til greiðsludags. Þá er honum gert að greiða 875 þúsund krónur í málskostnað. Skilar skömminni „Það er ótrúlega gott að geta skilað skömminni á þennan aðila,“ segir Hugrún um málið í samtali við Vísi. Hún segir táknrænt að skýrslutakan hafi átt sér stað á degi kvennaverkfallsins. Þá segir hún bæði kvíðavaldandi og erfitt að höfða dómsmáli. „Þó að þetta snúist bara um að fá launin sín greidd,“ segir hún. Hugrún hefur starfað í fjölmiðlum í mörg ár. Hún segir langflesta samstarfsmenn hafa verið heiðarlega en á milli leynist alltaf skemmd epli. „Ég hef unnið með mörgum mönnum í gegnum tíðina. En þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég er svikin af samstarfsmanni á svipaðan hátt,“ segir hún. „Og framkoman í minn garð var eins og ég ætti ekki skilið að fá laun. Gert lítið úr vinnunni og ásakanir um að ég hafi ekki tekið þátt í einhverri vinnu.“ Hugrún segir algjörlega dásamlegt að málinu sé nú lokið. Fréttin hefur verið uppfærð. Dómsmál Bíó og sjónvarp Síminn Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að gerður hafi verið samningur sem Síminn hf., myndatökumaðurinn og framleiðslufyrirtækið Lífsmynd ehf. til gerðar sjónvarpsþáttanna Ræktum garðinn. Samið var um að þættirnir yrðu þrettán talsins og Hugrún fengi greiddar hundrað þúsund krónur fyrir hvern þátt. Sama kvöld og samningurinn hafi verið undirritaður hafi myndatökumaðurinn sent Hugrúnu skilaboð þess efnis að hún þyrfti að rukka hann um umtalaðar hundrað þúsund krónur fyrir hvern þátt. Þá hafi hann beðið hana um að senda sér kennitölu og reikningsnúmer svo hann gæti „lagt inn á hana“. Í málsástæðum stefnanada kemur fram að myndatökumaðurinn, sem rak einstaklingsfyrirtæki, hafi gert munnlegan samning um launagreiðslur vegna þáttanna og ekki orðið að honum. Krafa Hugrúnar var að myndatökumaðurinn greiddi henni hundrað þúsund krónur fyrir hvern þátt auk virðisaukaskatts. Þá krafði hún hann um dráttarvexti frá nóvember 2022 auk greiðslu málskostnaðar. Dómurinn féllst á kröfur Hugrúnar og er myndatökumanninum var gert að greiða henni um 1,6 milljón króna með dráttarvöxtum frá 28. nóvember 2022 til greiðsludags. Þá er honum gert að greiða 875 þúsund krónur í málskostnað. Skilar skömminni „Það er ótrúlega gott að geta skilað skömminni á þennan aðila,“ segir Hugrún um málið í samtali við Vísi. Hún segir táknrænt að skýrslutakan hafi átt sér stað á degi kvennaverkfallsins. Þá segir hún bæði kvíðavaldandi og erfitt að höfða dómsmáli. „Þó að þetta snúist bara um að fá launin sín greidd,“ segir hún. Hugrún hefur starfað í fjölmiðlum í mörg ár. Hún segir langflesta samstarfsmenn hafa verið heiðarlega en á milli leynist alltaf skemmd epli. „Ég hef unnið með mörgum mönnum í gegnum tíðina. En þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég er svikin af samstarfsmanni á svipaðan hátt,“ segir hún. „Og framkoman í minn garð var eins og ég ætti ekki skilið að fá laun. Gert lítið úr vinnunni og ásakanir um að ég hafi ekki tekið þátt í einhverri vinnu.“ Hugrún segir algjörlega dásamlegt að málinu sé nú lokið. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómsmál Bíó og sjónvarp Síminn Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira