Stjórnarþingmenn flytja tillögu um ákall eftir vopnahléi Árni Sæberg skrifar 6. nóvember 2023 15:48 Jódís og Steinunn Þóra eru þingmenn Vinstri grænna. Vísir/Vilhelm Hópur þingmanna hefur smíðað þingsályktunartillögu um að fordæma aðgerðir Ísraelshers í Palestínu og kalla eftir tafarlausu vopnahléi af mannúðarástæðum. Tveir þingmenn Vinstri grænna eru flutningsmenn tillögunnar. „Alþingi ályktar að fela utanríkisráðherra að fordæma árásir Ísraelshers á óbreytta borgara, sjúkrahús, skóla og aðra borgaralega innviði í Palestínu sem hófust 7. október 2023 í kjölfar árása Hamas-samtakanna á ísraelska borgara. Alþingi ályktar einnig að fela utanríkisráðherra að kalla eftir tafarlausu vopnahléi af mannúðarástæðum til þess að koma megi neyðarvistum og læknisaðstoð til íbúa Gaza og í framhaldinu stöðva átök á svæðinu, í samræmi við ályktun allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna frá 26. október 2023,“ svo hljóðar tillagan um þingályktun. Flutningsmenn hennar eru Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sem er fyrsti flutningsmaður, Kristrún Frostadóttir, Andrés Ingi Jónsson, Jódís Skúladóttir, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Logi Einarsson, Björn Leví Gunnarsson, Steinunn Þóra Árnadóttir, Gísli Rafn Ólafsson, Halldóra Mogensen, Oddný G. Harðardóttir, Dagbjört Hákonardóttir, Jóhann Páll Jóhannsson og Þórunn Sveinbjarnardóttir. Öll tilheyra þau stjórnarandstöðunni nema þær Steinunn Þóra og Jódís, þær eru í Vinstri grænum. Gagnrýna eigin ríkisstjórn Ísland sat eftirminnilega hjá þegar ályktun allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna, sem þingmennirnir vísa til, var samþykkt. Í greinargerð með tillögunni segja þingmennirnir að ríkisstjórnin hafi nú þegar, réttilega, fordæmt árásir Hamas-samtakanna á ísraelska borgara en látið hjá líða að fordæma viðbrögð ísraelskra stjórnvalda, sem hafi farið fram úr öllu hófi og brjóti bersýnilega gegn alþjóðlegum mannúðarlögum og öðrum alþjóðalögum. Þá hafi Ísland setið hjá í atkvæðagreiðslu allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna um ákall um tafarlaust vopnahlé á Gaza á neyðarfundi þingsins hinn 26. október síðastliðinn. „Með þingsályktunartillögu þessari vilja flutningsmenn koma afstöðu Íslands skýrlega til skila og gera afdráttarlausa kröfu um tafarlaust vopnahlé af mannúðarástæðum. Þá er nauðsynlegt að koma á framfæri fordæmingu á árásum Ísraelshers á óbreytta borgara, sjúkrahús, skóla og aðra borgaralega innviði í Palestínu.“ Alþingi Átök í Ísrael og Palestínu Vinstri græn Tengdar fréttir Segir viðbrögð Bjarna á blaðamannafundi „til skammar“ Hjálmtýr Heiðdal, formaður félagsins Ísland-Palestínu, segir viðbrögð Bjarna skammarleg á blaðamannafundi norrænna utanríkisráðherra á Norðurlandaráðsþingi í Osló í gær. 2. nóvember 2023 13:00 „Sagðir þú árás á flóttamannabúðirnar?“ Svar utanríkisráðherra við spurningu fréttamanns, um aðgerðir Ísraelshers í Jabalia-flóttamannabúðunum í gær, hafa vakið athygli í Noregi. „Sagðir þú árás á flóttamannabúðir?“ spurði Bjarni Benediktsson. 1. nóvember 2023 23:55 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
„Alþingi ályktar að fela utanríkisráðherra að fordæma árásir Ísraelshers á óbreytta borgara, sjúkrahús, skóla og aðra borgaralega innviði í Palestínu sem hófust 7. október 2023 í kjölfar árása Hamas-samtakanna á ísraelska borgara. Alþingi ályktar einnig að fela utanríkisráðherra að kalla eftir tafarlausu vopnahléi af mannúðarástæðum til þess að koma megi neyðarvistum og læknisaðstoð til íbúa Gaza og í framhaldinu stöðva átök á svæðinu, í samræmi við ályktun allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna frá 26. október 2023,“ svo hljóðar tillagan um þingályktun. Flutningsmenn hennar eru Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sem er fyrsti flutningsmaður, Kristrún Frostadóttir, Andrés Ingi Jónsson, Jódís Skúladóttir, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Logi Einarsson, Björn Leví Gunnarsson, Steinunn Þóra Árnadóttir, Gísli Rafn Ólafsson, Halldóra Mogensen, Oddný G. Harðardóttir, Dagbjört Hákonardóttir, Jóhann Páll Jóhannsson og Þórunn Sveinbjarnardóttir. Öll tilheyra þau stjórnarandstöðunni nema þær Steinunn Þóra og Jódís, þær eru í Vinstri grænum. Gagnrýna eigin ríkisstjórn Ísland sat eftirminnilega hjá þegar ályktun allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna, sem þingmennirnir vísa til, var samþykkt. Í greinargerð með tillögunni segja þingmennirnir að ríkisstjórnin hafi nú þegar, réttilega, fordæmt árásir Hamas-samtakanna á ísraelska borgara en látið hjá líða að fordæma viðbrögð ísraelskra stjórnvalda, sem hafi farið fram úr öllu hófi og brjóti bersýnilega gegn alþjóðlegum mannúðarlögum og öðrum alþjóðalögum. Þá hafi Ísland setið hjá í atkvæðagreiðslu allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna um ákall um tafarlaust vopnahlé á Gaza á neyðarfundi þingsins hinn 26. október síðastliðinn. „Með þingsályktunartillögu þessari vilja flutningsmenn koma afstöðu Íslands skýrlega til skila og gera afdráttarlausa kröfu um tafarlaust vopnahlé af mannúðarástæðum. Þá er nauðsynlegt að koma á framfæri fordæmingu á árásum Ísraelshers á óbreytta borgara, sjúkrahús, skóla og aðra borgaralega innviði í Palestínu.“
Alþingi Átök í Ísrael og Palestínu Vinstri græn Tengdar fréttir Segir viðbrögð Bjarna á blaðamannafundi „til skammar“ Hjálmtýr Heiðdal, formaður félagsins Ísland-Palestínu, segir viðbrögð Bjarna skammarleg á blaðamannafundi norrænna utanríkisráðherra á Norðurlandaráðsþingi í Osló í gær. 2. nóvember 2023 13:00 „Sagðir þú árás á flóttamannabúðirnar?“ Svar utanríkisráðherra við spurningu fréttamanns, um aðgerðir Ísraelshers í Jabalia-flóttamannabúðunum í gær, hafa vakið athygli í Noregi. „Sagðir þú árás á flóttamannabúðir?“ spurði Bjarni Benediktsson. 1. nóvember 2023 23:55 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Segir viðbrögð Bjarna á blaðamannafundi „til skammar“ Hjálmtýr Heiðdal, formaður félagsins Ísland-Palestínu, segir viðbrögð Bjarna skammarleg á blaðamannafundi norrænna utanríkisráðherra á Norðurlandaráðsþingi í Osló í gær. 2. nóvember 2023 13:00
„Sagðir þú árás á flóttamannabúðirnar?“ Svar utanríkisráðherra við spurningu fréttamanns, um aðgerðir Ísraelshers í Jabalia-flóttamannabúðunum í gær, hafa vakið athygli í Noregi. „Sagðir þú árás á flóttamannabúðir?“ spurði Bjarni Benediktsson. 1. nóvember 2023 23:55