Stöðvið barnamorðin strax Sveinn Rúnar Hauksson skrifar 7. nóvember 2023 09:31 VOPNAHLÉ NÚNA!FJÖLDAMORÐUM BARNA VERÐUR AÐ LINNA.STÖÐVIÐ ÞJÓÐARMORÐ Þegar þessar línur eru ritaðar hefur útrýmingarherferð Ísraelshers á Gaza staðið í fjórar vikur. Fjöldi íbúa Gazarstrandarinnar sem fallið hafa fyrir kúlum, sprengjum og eldflaugum hersins er kominn yfir 10 þúsund manns og yfir 4000 börn hafa verið myrt. Þetta er ekki stríð gegn Hamas, þetta er stríð gegn palestínskum börnum. Heimurinn horfir upp á þetta aðgerðarlaus. Hernaður Ísraels er skilgreindur sem „réttur til sjálfsvarna“ og fer fram með fullum stuðningi Bandaríkjastjórnar á öllum sviðum. Evrópusambandið og NATÓ, þar á meðal Ísland, eru öll samábyrg í árásarstríði Ísraels. Þeirra innlegg hefur verið: ÁFRAM ÍSRAEL. Bandaríkin eru þessa dagana að verðlauna Ísrael með hærra fjárframlagi en nokkru sinni áður „til sjálfsvarna“, rúma 14 milljarða dollara voru þeir að fá núna, auk fullkomnustu drápstóla af öllum gerðum, þar á meðal árásarflugvélar eldflaugar sem útrýma heilu fjölskyldunum, heimilum og íbúðarhverfum. Og Bandaríkin beita neitunarvaldi hjá Öryggisráði SÞ til að koma í veg fyrir að hægt sé að grípa inn í og binda endi á óhugnaðinn. Skólum Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna fyrir Palestínu (UNRWA), þar sem fólk leitar sér skjóls, er ekki hlíft og heldur ekki sjúkrahúsum en helmingur þeirra er óstarfhæfur eftir árásir hersins og öll starfsemi hinna að lamast vegna rafmagnsleysis en Ísrael leyfir ekki að eldsneyti sé flutt inn, ekki einu sinni til nota í aflvélum sjúkrahúsanna. Verið er að svelta íbúana til uppgjafa með því að skrúfa fyrir neysluvatn, takmarka mjög innflutning matvæla, leyfa aðeins innflutning á broti af þeim lyfjum, sjúkravörum og öðru sem til þarf við rekstur sjúkrahúsa og heilsugæslu sem meiri þörf er fyrir en nokkru sinni. Ekki verið að fela ásetninginn, þjóðarmorð Stríðsglæpamennirnir sem ráða ríkjum í Ísrael eru dálítið öðruvísi en fyrirrennarrar þeirra, þótt grundvallarstefnan sé sú sama, að losna við Palestsínumenn úr landinu helga. Þeir sem nú er helstu vopnabræður Netannyahu, Ben Kvir og Smootrich, hefðu alls ekki þótt boðlegir í stjórnmál Ísraels fyrir nokkrum árum. Átrúnaðargoð þeirra, Kahane heitinn sem var rabbíi leiddi öfgaflokk sem kenndur var við hann, kahanista en sá flokkur var bannaður bæði í Bandaríkjunum og Ísrael fyrir rasisma. Fylgismaður Kahane, dr. Baruch Goldstein, bandarískur læknir kom og settist að í landránsbyggð hjá Hebron, Kiryat Arba. Það var hann sem snemmar árs 1995 fór í hermannabúninginn sinn og var hleypt inn með tvær hríðskotabyssur við guðsþjónustu í Abrahamsmoskunni á föstudagsmorgni. Hann myrti eins marga og hann komst yfir. Hlaut hann skömm og fyrirlitningu fyrir meðal nágranna sinna í Kiryat Arba? Nei, landræningjarnir reistu honum minnismerki og hafa dýrkað hann sem hetju. Ben Kvir er sagður hafa haft upp á vegg stórt plakat af lækninum. Goldstein er hans maður, lifandi og dauður. Það sem gerir þessa ráðherra dálítið öðruvísi er að þeir segjast meina það sem þeir segja og gera það sem þeir segja. Ég er hræddur um að það megi trúa þessu. Þetta á ekki endilega við um alla stjórnmálamenn. En mér hættir til að trúa þessum. Þeir fela ekki einu sinni ásetninginn um að útrýma Palestínumönnum úr landinu. Það er annað með Netanyahu sem ég sá að var kallaður Satanyahu á mótmælaskilti í Washington á laugardaginn. Margir bandarískir gyðingar taka ekki minna út fyrir að horfa upp á þennan viðbjóð en við hér á Ísalandi. Netanyahu er af öllum almenningi þekktur fyrir lygar, jafnvel dáður af sumum fyrir að vera meistaralygari. Við höfum fengið smáskammta af því þessar vikurnar. Netanyahu hefur engan einkarétt á lygum, enda sagt að sannleikurinn sé fyrsta fórnarlamb hvers stríðs, en hann er flinkari en flestir. Eitt þéttbýlasta svæði heims lagt í rúst – engin undankoma Herfshöfðingjar Ísraels hafa beðið áheyrendur sína um að sýna þolinmæði, þetta stríð sé dálítið flókið og það megi búast við að það taki ekki minna en 2-3 mánuði. Í meira en 16 ár hefur Gazasvæðið verið í herkví Ísraelshers. Allt atvinnulíf hefur meira og minna verið lagt í rúst, þar á meðal ávaxtarækt og útflutningur sem var heimsþekkt. Atvinnuleysi er ægilegt en menntun hefur haldist. Um 80% íbúanna hafa neyðst til að reiða sig á matargjafir frá SÞ og mannúðarstofnunum. Rafmagn hefur lengi verið skammtað á Gaza, nú er alveg skrúfað fyrir það. Eldsneyti í dieselvélar sem einstaklingar og fyrirtæki hafa notað til vara fæst ekki. Alvarlegast er það á sjúkrahúsunum sem eru óstarfhæf vegna eldsneytisskorts og rafmagnsleysis. Súrefniskassar fyrir ungabörn, blóðskilun fyrir nýrnasjúklinga, tæki til aðgerða á skurðstofu, þar á meðal lýsing og margt fleira sem háð er rafmagni. Allt er þetta komið í þrot. Sumir hafa reynt að ná í smá rafmagn með sólarrafhlöðum. En það er einmitt nýjasta skotmark hersins, að sprengja þök þar sem slíkar rafhlöðuplötur eru. Er það von að forsætisráðherrann sé uppnefndur Satanyahu og helsti stuðnigsmaður hans slátrari (Butcher Blinken) á mótmælafundum í Bandaríkjunum sem verða æ fjölmennari? Það sem heimurinn er nú að horfa á upp er hryllingur af stærðargráðu sem ekki hefur áður sést. Mörg ógeðsleg stríð hafa verið háð á undanförnum árum, í Súdan, Úkraínu, Sýrlandi, Yemen, Afganistan og víðar en ekkert sem jafnast á við þetta. Hér murrkar einn öflugasti og tæknivæddasti her heims lífið úr varnarlausum íbúum Gaza-svæðisins sem eru 2.3 milljónir, eldra fólki og fötluðum, konum og ekki síst börnum. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, benti fyrir nokkrum dögum á að drápin á saklausum börnum hefðu verið margfalt fleiri á þessu örlitla svæði en í nokkru öðru stríði síðustu árin. Til dæmis var nefnt, að í Úkraínustríðinu sem er nógu viðbjóðslegt, hefðu 545 börn dáið af völdum stríðsins á einu ári og átta mánuðum, en á fjórum vikum hafa yfir 4000 börn verið drepin af Ísraelsher á Gazaströnd. Ekkert má trufla þjóðarmorð Blinken utaníkisráðherra fer víða en í fullkominni erindisleysu, hvað varðar yfirlýstan tilgang, að koma á stuttu mannúðarhléi til að greiða fyrir samgöngum. En það verður að vera mjög stutt svo að stríðið geti haldið áfram. En Netanyahu neitar Blinken um þetta litla hlé. Og hann ræður. Ekkert má trufla þjóðarmorðið. Ísland er búið að verða sér skammar með því að taka ekki undir kröfuna um tafarlaust vopnahlé á vettvangi SÞ. Fram að þessu hafa Íslendingar fundið fyrir sérstakri vinsemd og virðingu í Palestínu, ekki síst eftir að Ísland varð fyrst vestrænna ríkja til að viðurkenna sjálfstæði Palestínu árið 2011. Nú er ástæðulaust að flíka því að maður sé Íslendingur. Nema okkur takist að snúa við blaðinu og íslensk stjórnvöld fordæmi þegar í stað þjóðarmorð Ísraels í Palestínu og krefjast vopnahlés tafarlaust. Ef Ísraeslríki skellir skollaeyrum við jafn sjálfsagðri kröfu og vopnahléi, sem það gerir einsog það hefur alltaf gert við ályktunum Sameinuðu þjóðanna og jafnvel nú við lágmæltri beiðni Blinkens og Bandaríkjastjórnar um stutt hlé, þá er ekki um nema eitt að ræða. Slíta stjórnmálasambandi við Ísrael Það gengur ekki að láta einsog ekkert sé og halda upp eðlilegu sambandi við ríki sem ástundar fjöldamorð á börnum og þjóðarmorð á nágrönnum sínum. Og það gengur ekki annað en að gera allt sem í okkar valdi stendur til að stöðva þjóðarmorðið. Það sem við getum gert er að þrýsta á Bandaríkjastjórn að taka í lurginn á Netanyahu og stríðasglæpastjórn hans. Það gerum við með milljónum fólks um heim allan. Þess vegna mætum við hjá bandaríska sendiráðinu við Engjateig á fimmtudag 9. nóvember kl. 17 og krefjumst VOPNAHLÉS STRAX. Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveinn Rúnar Hauksson Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Sjá meira
VOPNAHLÉ NÚNA!FJÖLDAMORÐUM BARNA VERÐUR AÐ LINNA.STÖÐVIÐ ÞJÓÐARMORÐ Þegar þessar línur eru ritaðar hefur útrýmingarherferð Ísraelshers á Gaza staðið í fjórar vikur. Fjöldi íbúa Gazarstrandarinnar sem fallið hafa fyrir kúlum, sprengjum og eldflaugum hersins er kominn yfir 10 þúsund manns og yfir 4000 börn hafa verið myrt. Þetta er ekki stríð gegn Hamas, þetta er stríð gegn palestínskum börnum. Heimurinn horfir upp á þetta aðgerðarlaus. Hernaður Ísraels er skilgreindur sem „réttur til sjálfsvarna“ og fer fram með fullum stuðningi Bandaríkjastjórnar á öllum sviðum. Evrópusambandið og NATÓ, þar á meðal Ísland, eru öll samábyrg í árásarstríði Ísraels. Þeirra innlegg hefur verið: ÁFRAM ÍSRAEL. Bandaríkin eru þessa dagana að verðlauna Ísrael með hærra fjárframlagi en nokkru sinni áður „til sjálfsvarna“, rúma 14 milljarða dollara voru þeir að fá núna, auk fullkomnustu drápstóla af öllum gerðum, þar á meðal árásarflugvélar eldflaugar sem útrýma heilu fjölskyldunum, heimilum og íbúðarhverfum. Og Bandaríkin beita neitunarvaldi hjá Öryggisráði SÞ til að koma í veg fyrir að hægt sé að grípa inn í og binda endi á óhugnaðinn. Skólum Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna fyrir Palestínu (UNRWA), þar sem fólk leitar sér skjóls, er ekki hlíft og heldur ekki sjúkrahúsum en helmingur þeirra er óstarfhæfur eftir árásir hersins og öll starfsemi hinna að lamast vegna rafmagnsleysis en Ísrael leyfir ekki að eldsneyti sé flutt inn, ekki einu sinni til nota í aflvélum sjúkrahúsanna. Verið er að svelta íbúana til uppgjafa með því að skrúfa fyrir neysluvatn, takmarka mjög innflutning matvæla, leyfa aðeins innflutning á broti af þeim lyfjum, sjúkravörum og öðru sem til þarf við rekstur sjúkrahúsa og heilsugæslu sem meiri þörf er fyrir en nokkru sinni. Ekki verið að fela ásetninginn, þjóðarmorð Stríðsglæpamennirnir sem ráða ríkjum í Ísrael eru dálítið öðruvísi en fyrirrennarrar þeirra, þótt grundvallarstefnan sé sú sama, að losna við Palestsínumenn úr landinu helga. Þeir sem nú er helstu vopnabræður Netannyahu, Ben Kvir og Smootrich, hefðu alls ekki þótt boðlegir í stjórnmál Ísraels fyrir nokkrum árum. Átrúnaðargoð þeirra, Kahane heitinn sem var rabbíi leiddi öfgaflokk sem kenndur var við hann, kahanista en sá flokkur var bannaður bæði í Bandaríkjunum og Ísrael fyrir rasisma. Fylgismaður Kahane, dr. Baruch Goldstein, bandarískur læknir kom og settist að í landránsbyggð hjá Hebron, Kiryat Arba. Það var hann sem snemmar árs 1995 fór í hermannabúninginn sinn og var hleypt inn með tvær hríðskotabyssur við guðsþjónustu í Abrahamsmoskunni á föstudagsmorgni. Hann myrti eins marga og hann komst yfir. Hlaut hann skömm og fyrirlitningu fyrir meðal nágranna sinna í Kiryat Arba? Nei, landræningjarnir reistu honum minnismerki og hafa dýrkað hann sem hetju. Ben Kvir er sagður hafa haft upp á vegg stórt plakat af lækninum. Goldstein er hans maður, lifandi og dauður. Það sem gerir þessa ráðherra dálítið öðruvísi er að þeir segjast meina það sem þeir segja og gera það sem þeir segja. Ég er hræddur um að það megi trúa þessu. Þetta á ekki endilega við um alla stjórnmálamenn. En mér hættir til að trúa þessum. Þeir fela ekki einu sinni ásetninginn um að útrýma Palestínumönnum úr landinu. Það er annað með Netanyahu sem ég sá að var kallaður Satanyahu á mótmælaskilti í Washington á laugardaginn. Margir bandarískir gyðingar taka ekki minna út fyrir að horfa upp á þennan viðbjóð en við hér á Ísalandi. Netanyahu er af öllum almenningi þekktur fyrir lygar, jafnvel dáður af sumum fyrir að vera meistaralygari. Við höfum fengið smáskammta af því þessar vikurnar. Netanyahu hefur engan einkarétt á lygum, enda sagt að sannleikurinn sé fyrsta fórnarlamb hvers stríðs, en hann er flinkari en flestir. Eitt þéttbýlasta svæði heims lagt í rúst – engin undankoma Herfshöfðingjar Ísraels hafa beðið áheyrendur sína um að sýna þolinmæði, þetta stríð sé dálítið flókið og það megi búast við að það taki ekki minna en 2-3 mánuði. Í meira en 16 ár hefur Gazasvæðið verið í herkví Ísraelshers. Allt atvinnulíf hefur meira og minna verið lagt í rúst, þar á meðal ávaxtarækt og útflutningur sem var heimsþekkt. Atvinnuleysi er ægilegt en menntun hefur haldist. Um 80% íbúanna hafa neyðst til að reiða sig á matargjafir frá SÞ og mannúðarstofnunum. Rafmagn hefur lengi verið skammtað á Gaza, nú er alveg skrúfað fyrir það. Eldsneyti í dieselvélar sem einstaklingar og fyrirtæki hafa notað til vara fæst ekki. Alvarlegast er það á sjúkrahúsunum sem eru óstarfhæf vegna eldsneytisskorts og rafmagnsleysis. Súrefniskassar fyrir ungabörn, blóðskilun fyrir nýrnasjúklinga, tæki til aðgerða á skurðstofu, þar á meðal lýsing og margt fleira sem háð er rafmagni. Allt er þetta komið í þrot. Sumir hafa reynt að ná í smá rafmagn með sólarrafhlöðum. En það er einmitt nýjasta skotmark hersins, að sprengja þök þar sem slíkar rafhlöðuplötur eru. Er það von að forsætisráðherrann sé uppnefndur Satanyahu og helsti stuðnigsmaður hans slátrari (Butcher Blinken) á mótmælafundum í Bandaríkjunum sem verða æ fjölmennari? Það sem heimurinn er nú að horfa á upp er hryllingur af stærðargráðu sem ekki hefur áður sést. Mörg ógeðsleg stríð hafa verið háð á undanförnum árum, í Súdan, Úkraínu, Sýrlandi, Yemen, Afganistan og víðar en ekkert sem jafnast á við þetta. Hér murrkar einn öflugasti og tæknivæddasti her heims lífið úr varnarlausum íbúum Gaza-svæðisins sem eru 2.3 milljónir, eldra fólki og fötluðum, konum og ekki síst börnum. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, benti fyrir nokkrum dögum á að drápin á saklausum börnum hefðu verið margfalt fleiri á þessu örlitla svæði en í nokkru öðru stríði síðustu árin. Til dæmis var nefnt, að í Úkraínustríðinu sem er nógu viðbjóðslegt, hefðu 545 börn dáið af völdum stríðsins á einu ári og átta mánuðum, en á fjórum vikum hafa yfir 4000 börn verið drepin af Ísraelsher á Gazaströnd. Ekkert má trufla þjóðarmorð Blinken utaníkisráðherra fer víða en í fullkominni erindisleysu, hvað varðar yfirlýstan tilgang, að koma á stuttu mannúðarhléi til að greiða fyrir samgöngum. En það verður að vera mjög stutt svo að stríðið geti haldið áfram. En Netanyahu neitar Blinken um þetta litla hlé. Og hann ræður. Ekkert má trufla þjóðarmorðið. Ísland er búið að verða sér skammar með því að taka ekki undir kröfuna um tafarlaust vopnahlé á vettvangi SÞ. Fram að þessu hafa Íslendingar fundið fyrir sérstakri vinsemd og virðingu í Palestínu, ekki síst eftir að Ísland varð fyrst vestrænna ríkja til að viðurkenna sjálfstæði Palestínu árið 2011. Nú er ástæðulaust að flíka því að maður sé Íslendingur. Nema okkur takist að snúa við blaðinu og íslensk stjórnvöld fordæmi þegar í stað þjóðarmorð Ísraels í Palestínu og krefjast vopnahlés tafarlaust. Ef Ísraeslríki skellir skollaeyrum við jafn sjálfsagðri kröfu og vopnahléi, sem það gerir einsog það hefur alltaf gert við ályktunum Sameinuðu þjóðanna og jafnvel nú við lágmæltri beiðni Blinkens og Bandaríkjastjórnar um stutt hlé, þá er ekki um nema eitt að ræða. Slíta stjórnmálasambandi við Ísrael Það gengur ekki að láta einsog ekkert sé og halda upp eðlilegu sambandi við ríki sem ástundar fjöldamorð á börnum og þjóðarmorð á nágrönnum sínum. Og það gengur ekki annað en að gera allt sem í okkar valdi stendur til að stöðva þjóðarmorðið. Það sem við getum gert er að þrýsta á Bandaríkjastjórn að taka í lurginn á Netanyahu og stríðasglæpastjórn hans. Það gerum við með milljónum fólks um heim allan. Þess vegna mætum við hjá bandaríska sendiráðinu við Engjateig á fimmtudag 9. nóvember kl. 17 og krefjumst VOPNAHLÉS STRAX. Höfundur er læknir.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar