Þetta kom fram í vitnisburði Lister lávarðar, sem var um lengri tíma háttsettur aðstoðarmaður Johnsons í ýmsum embættum hans, fyrir Covid-rannsóknarnefndinni, sem rannsakar nú viðbragð breskra yfirvalda við faraldrinum.
„Hann stakk upp á því við háttsetta embættismenn og ráðgjafa að hann yrði sprautaður með Covid-19 i sjónvarpi til þess að sýna almenningi að sjúkdómurinn væri skaðlaus,“ hefur breska ríkisútvarpið eftir honum.
Á þeim tíma hafi ekki verið litið á sjúkdóminn sem svo alvarlegan og í raun reyndist. Ummæli Johnsons hafi verið látin falla í hálfkæringi í hita leiksins.
Þá staðfesti Lister einnig fyrir nefndinni að Johnson hefði sagst vilja „leyfa líkunum að hrannast upp“ frekar en að skella á allsherjarsamkomutakmörkunum á ný. Greint var frá því árið 2021 að Johnson hefði látið hafa það eftir sér en hann hefur alla tíð neitað því staðfastlega