Segir að VAR sé að breyta fótboltanum í tölvuleik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. nóvember 2023 16:00 Ivan Kruzliak rekur Daizen Maeda af velli í leik Atlético Madrid og Celtic í gær. getty/Isabel Infantes Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Celtic, segir að verið sé að breyta fótboltanum í tölvuleik með myndbandsdómgæslunni (VAR). Daizen Maeda, leikmaður Celtic, var rekinn af velli þegar skosku meistararnir steinlágu fyrir Atlético Madrid, 6-0, í Meistaradeild Evrópu í gær. Maeda fékk upphaflega gult spjald fyrir að tækla Mario Hermoso en eftir skoðun á myndbandi var refsingin þyngd. Þegar Maeda tæklaði Hermoso stukku Diego Simeone, knattspyrnustjóri Atlético, og félagar hans á varamannabekk spænska liðsins upp og kröfðust þess að Japaninn yrði rekinn af velli. Rodgers segir að viðbrögð Atlético-manna hafi haft áhrif á ákvörðun dómarans Ivans Kruzliak að sýna Maeda rauða spjaldið. „Engin spurningin,“ sagði Rodgers og fór svo að tala um áhrif VAR á fótboltann. „Ég vil ekki halda áfram að tala um dómarana. Þú verður að sætta þig við ákvarðanir þeirra. En núna er þetta farið að vera eins og tölvuleikur þar sem það er endalaust verið að stara á skjá. Þegar dómarar horfa á atvik á skjá gefur það ekki rétta mynd af því. Þetta var stillimynd af honum með fótinn uppi sem plantar hugmynd í kollinn á dómaranum og þá ákveður hann að reka leikmanninn út af.“ Celtic hefur aðeins fengið eitt stig í Meistaradeildinni í vetur og er í fjórða og neðsta sæti E-riðils. Atlético er á toppi riðilsins með átta stig. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira
Daizen Maeda, leikmaður Celtic, var rekinn af velli þegar skosku meistararnir steinlágu fyrir Atlético Madrid, 6-0, í Meistaradeild Evrópu í gær. Maeda fékk upphaflega gult spjald fyrir að tækla Mario Hermoso en eftir skoðun á myndbandi var refsingin þyngd. Þegar Maeda tæklaði Hermoso stukku Diego Simeone, knattspyrnustjóri Atlético, og félagar hans á varamannabekk spænska liðsins upp og kröfðust þess að Japaninn yrði rekinn af velli. Rodgers segir að viðbrögð Atlético-manna hafi haft áhrif á ákvörðun dómarans Ivans Kruzliak að sýna Maeda rauða spjaldið. „Engin spurningin,“ sagði Rodgers og fór svo að tala um áhrif VAR á fótboltann. „Ég vil ekki halda áfram að tala um dómarana. Þú verður að sætta þig við ákvarðanir þeirra. En núna er þetta farið að vera eins og tölvuleikur þar sem það er endalaust verið að stara á skjá. Þegar dómarar horfa á atvik á skjá gefur það ekki rétta mynd af því. Þetta var stillimynd af honum með fótinn uppi sem plantar hugmynd í kollinn á dómaranum og þá ákveður hann að reka leikmanninn út af.“ Celtic hefur aðeins fengið eitt stig í Meistaradeildinni í vetur og er í fjórða og neðsta sæti E-riðils. Atlético er á toppi riðilsins með átta stig.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira