„Góður stíll hefur ekkert að gera með pening“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 11. nóvember 2023 11:30 Athafnakonan, töffarinn og ofurskvísan Anna Margrét Jónsdóttir er viðmælandi í Tískutali. Aðsend Athafnakonan, töffarinn og ofurskvísan Anna Margrét Jónsdóttir hefur alltaf kunnað að meta góð efni enda er hún alin upp af saumakonu. Hún segir stílinn sinn lítið hafa breyst í gegnum tíðina þó að fataskápurinn búi ekki yfir jafn mörgum löðrandi kynþokkafullum flíkum og áður en hefur engin boð og bönn í tískunni. Anna Margrét er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Anna Margrét Jónsdóttir er alin upp af saumakonu og sækir mikið í góð efni. Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Mér finnst skemmtilegast hvernig fólk tjáir sem með tísku. Þeir sem að þora að fara sínar eigin leiðir og standa upp úr eða út úr. Einnig að tískan í dag er svo fjölbreytt að allir geta fundið sinn stíl en í minningunni þá var það ekki þegar ég var að alast upp, það voru allir eins! View this post on Instagram A post shared by Anna Margrét Jónsdóttir (@annamagga3) Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Ég á eina uppáhalds flík sem að ég keypti í London fyrir um sjö árum. Það er rúskinnskápa frá Max Mara en það er merki sem ég elska þar sem það merki notar eingöngu hágæða efni. Ég er algjör „efnaperri“ og hef alltaf kunnað að meta góð efni, enda alin upp af saumakonu. Litríka rúskinnskápan er í miklu uppáhaldi hjá Önnu Margréti.Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Ekki dags daglega en ég get tekið syrpur og mátað allt í skápnum fyrir viss tilefni, þegar maður þarf á öllum sínum sjálfsstyrk að halda því maður tjáir sig með fötum og skóm. Anna Margrét elskar tjáningarform tískunnar en yfirhafnir og skór eru í miklu uppáhaldi hjá henni. Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Frjálslegur með dass af lúxus. Ég reyni að klæða upp og niður flottu og fínu flíkurnar mínar. Ef maður á flotta skó og yfirhafnir þá er allt hægt. Svo elska ég hælaskó og þeir sem að mig þekkja segja að ég eigi allt of mörg pör, er alls ekki sammála... Mér finnst ég alltaf vera fínni í hælum, þeir geta líka verið misháir eftir tilefni. Svo skreytir maður sig með fylgihlutum, töskum, húfum og skarti. Anna Margrét hefur gaman að fjölbreyttum hælaskóm og segist ekki eiga of marga, þrátt fyrir að fólkið í kringum hana gefi það gjarnan í skyn. Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Ég get ekki sagt að stíllinn minn hafi breyst mikið en kannski eru bara tilefnin önnur. Þegar maður er yngri þá þarf maður að vera með mikið af löðrandi kynþokkafullum fötum í skápnum. Ekki eins mikið af þeim í skápnum í dag en þó einstaka kjólar og toppar með opnum öxlum. Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Mér finnst gaman að fara inn á Pinterest. Þar fæ ég hugmyndir til að raða saman úr skápnum mínum en þar er af nægu að taka. Það er líka gaman að fá götustílshugmyndir á ferðalögum, gaman að sitja á kaffihúsi eða bar og fylgjast með fólki í stórborgum. Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Alls ekki – mér finnst samt ekki eins gaman að vera í stuttum pilsum, held að sú tíð sé liðin hjá mér. Vil samt koma á framfæri að konur á mínum aldri eiga alls ekki að hlusta á að við eigum að klæða okkur einhvern veginn á annan hátt vegna aldurs. Vertu bara eins og þig langar og þér líður hverju sinni. Anna Margrét ásamt eiginmanni sínum Árna Harðar. Anna segist minna klæðast stuttum pilsum í dag en hvetur konur til að láta aldrei segja sér hverju þær eigi að klæðast. Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Ætli það hafi ekki verið brúðarkjóllinn minn en hann var saumaður af mömmu og hannaður af mér, en hugmyndin var fengin að láni frá Donnu Karan. Anna María vinkona mín úr fluginu hjálpaði við að gera snið og er ég henni enn þakklát. Keypti silkiflauel í New York og hann er enn flottur en það ekki hægt að segja um margt sem ég klæddist á þessum tíma. Brúðarkjóllinn hennar Önnu Margrétar er eftirmninnilegasta flík sem hún hefur klæðst. Hann er saumaður af mömmu hennar og hannaður af Önnu sjálfri. Aðsend Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Góður stíll hefur ekkert að gera með pening og öfugt. Finna bara föt sem að veita þér sjálfstraust því það ekkert flottara en þeir sem bera sig vel og eru ekkert á spá hvað öðrum finnst um sig. Tískutal Tíska og hönnun Tengdar fréttir „Smá hávær án hávaða, smá sexí á óvæntan hátt“ Klæðskerinn, textílhönnuðurinn og fatahönnuðurinn Ása Bríet Brattaberg lærði fatahönnun í virta listaháskólanum Central Saint Martins í London og er nú nýflutt til Parísar þar sem hún stundar mastersnám í fatahönnun með sérþekkingu í prjóni. Ása Bríet hefur komið víða að í tískuheiminum en hún er viðmælandi í Tískutali. 4. nóvember 2023 11:31 Eftirminnilegast að klæðast fjögurra milljón krónu pels Árni Páll Árnason, jafnan þekktur sem rapparinn Herra Hnetusmjör, hefur gaman að því að standa út í tískunni, er óhræddur við að fara eigin leiðir og sækir mikinn tískuinnblástur til hiphop-sins vestanhafs. Herra Hnetusmjör er viðmælandi í Tískutali. 28. október 2023 11:31 „Það skín af fólki þegar það er sátt með sig“ Tónlistarkonan og Eurovisionfarinn Diljá Pétursdóttir tjáir sig gjarnan í gegnum klæðaburð. Hún segir stíl sinn endurspegla eigið hugarástand hverju sinni og tók U-beygju í tískunni um átján ára aldur. Diljá Pétursdóttir er viðmælandi í Tískutali. 21. október 2023 11:31 Farinn að klæðast „kvenlegri“ fatnaði en áður Raunveruleikastjarnan Patrekur Jaime veit ekkert hvaðan hann sækir tískuinnblásturinn sinn en er alltaf óhræddur við að vera hann sjálfur. Honum finnst ferlega leiðinlegt að versla og máta föt en elskar magaboli og segir sjálfstraustið alltaf besta lúkkið. Patrekur Jaime er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 14. október 2023 11:31 Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Anna Margrét Jónsdóttir er alin upp af saumakonu og sækir mikið í góð efni. Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Mér finnst skemmtilegast hvernig fólk tjáir sem með tísku. Þeir sem að þora að fara sínar eigin leiðir og standa upp úr eða út úr. Einnig að tískan í dag er svo fjölbreytt að allir geta fundið sinn stíl en í minningunni þá var það ekki þegar ég var að alast upp, það voru allir eins! View this post on Instagram A post shared by Anna Margrét Jónsdóttir (@annamagga3) Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Ég á eina uppáhalds flík sem að ég keypti í London fyrir um sjö árum. Það er rúskinnskápa frá Max Mara en það er merki sem ég elska þar sem það merki notar eingöngu hágæða efni. Ég er algjör „efnaperri“ og hef alltaf kunnað að meta góð efni, enda alin upp af saumakonu. Litríka rúskinnskápan er í miklu uppáhaldi hjá Önnu Margréti.Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Ekki dags daglega en ég get tekið syrpur og mátað allt í skápnum fyrir viss tilefni, þegar maður þarf á öllum sínum sjálfsstyrk að halda því maður tjáir sig með fötum og skóm. Anna Margrét elskar tjáningarform tískunnar en yfirhafnir og skór eru í miklu uppáhaldi hjá henni. Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Frjálslegur með dass af lúxus. Ég reyni að klæða upp og niður flottu og fínu flíkurnar mínar. Ef maður á flotta skó og yfirhafnir þá er allt hægt. Svo elska ég hælaskó og þeir sem að mig þekkja segja að ég eigi allt of mörg pör, er alls ekki sammála... Mér finnst ég alltaf vera fínni í hælum, þeir geta líka verið misháir eftir tilefni. Svo skreytir maður sig með fylgihlutum, töskum, húfum og skarti. Anna Margrét hefur gaman að fjölbreyttum hælaskóm og segist ekki eiga of marga, þrátt fyrir að fólkið í kringum hana gefi það gjarnan í skyn. Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Ég get ekki sagt að stíllinn minn hafi breyst mikið en kannski eru bara tilefnin önnur. Þegar maður er yngri þá þarf maður að vera með mikið af löðrandi kynþokkafullum fötum í skápnum. Ekki eins mikið af þeim í skápnum í dag en þó einstaka kjólar og toppar með opnum öxlum. Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Mér finnst gaman að fara inn á Pinterest. Þar fæ ég hugmyndir til að raða saman úr skápnum mínum en þar er af nægu að taka. Það er líka gaman að fá götustílshugmyndir á ferðalögum, gaman að sitja á kaffihúsi eða bar og fylgjast með fólki í stórborgum. Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Alls ekki – mér finnst samt ekki eins gaman að vera í stuttum pilsum, held að sú tíð sé liðin hjá mér. Vil samt koma á framfæri að konur á mínum aldri eiga alls ekki að hlusta á að við eigum að klæða okkur einhvern veginn á annan hátt vegna aldurs. Vertu bara eins og þig langar og þér líður hverju sinni. Anna Margrét ásamt eiginmanni sínum Árna Harðar. Anna segist minna klæðast stuttum pilsum í dag en hvetur konur til að láta aldrei segja sér hverju þær eigi að klæðast. Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Ætli það hafi ekki verið brúðarkjóllinn minn en hann var saumaður af mömmu og hannaður af mér, en hugmyndin var fengin að láni frá Donnu Karan. Anna María vinkona mín úr fluginu hjálpaði við að gera snið og er ég henni enn þakklát. Keypti silkiflauel í New York og hann er enn flottur en það ekki hægt að segja um margt sem ég klæddist á þessum tíma. Brúðarkjóllinn hennar Önnu Margrétar er eftirmninnilegasta flík sem hún hefur klæðst. Hann er saumaður af mömmu hennar og hannaður af Önnu sjálfri. Aðsend Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Góður stíll hefur ekkert að gera með pening og öfugt. Finna bara föt sem að veita þér sjálfstraust því það ekkert flottara en þeir sem bera sig vel og eru ekkert á spá hvað öðrum finnst um sig.
Tískutal Tíska og hönnun Tengdar fréttir „Smá hávær án hávaða, smá sexí á óvæntan hátt“ Klæðskerinn, textílhönnuðurinn og fatahönnuðurinn Ása Bríet Brattaberg lærði fatahönnun í virta listaháskólanum Central Saint Martins í London og er nú nýflutt til Parísar þar sem hún stundar mastersnám í fatahönnun með sérþekkingu í prjóni. Ása Bríet hefur komið víða að í tískuheiminum en hún er viðmælandi í Tískutali. 4. nóvember 2023 11:31 Eftirminnilegast að klæðast fjögurra milljón krónu pels Árni Páll Árnason, jafnan þekktur sem rapparinn Herra Hnetusmjör, hefur gaman að því að standa út í tískunni, er óhræddur við að fara eigin leiðir og sækir mikinn tískuinnblástur til hiphop-sins vestanhafs. Herra Hnetusmjör er viðmælandi í Tískutali. 28. október 2023 11:31 „Það skín af fólki þegar það er sátt með sig“ Tónlistarkonan og Eurovisionfarinn Diljá Pétursdóttir tjáir sig gjarnan í gegnum klæðaburð. Hún segir stíl sinn endurspegla eigið hugarástand hverju sinni og tók U-beygju í tískunni um átján ára aldur. Diljá Pétursdóttir er viðmælandi í Tískutali. 21. október 2023 11:31 Farinn að klæðast „kvenlegri“ fatnaði en áður Raunveruleikastjarnan Patrekur Jaime veit ekkert hvaðan hann sækir tískuinnblásturinn sinn en er alltaf óhræddur við að vera hann sjálfur. Honum finnst ferlega leiðinlegt að versla og máta föt en elskar magaboli og segir sjálfstraustið alltaf besta lúkkið. Patrekur Jaime er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 14. október 2023 11:31 Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
„Smá hávær án hávaða, smá sexí á óvæntan hátt“ Klæðskerinn, textílhönnuðurinn og fatahönnuðurinn Ása Bríet Brattaberg lærði fatahönnun í virta listaháskólanum Central Saint Martins í London og er nú nýflutt til Parísar þar sem hún stundar mastersnám í fatahönnun með sérþekkingu í prjóni. Ása Bríet hefur komið víða að í tískuheiminum en hún er viðmælandi í Tískutali. 4. nóvember 2023 11:31
Eftirminnilegast að klæðast fjögurra milljón krónu pels Árni Páll Árnason, jafnan þekktur sem rapparinn Herra Hnetusmjör, hefur gaman að því að standa út í tískunni, er óhræddur við að fara eigin leiðir og sækir mikinn tískuinnblástur til hiphop-sins vestanhafs. Herra Hnetusmjör er viðmælandi í Tískutali. 28. október 2023 11:31
„Það skín af fólki þegar það er sátt með sig“ Tónlistarkonan og Eurovisionfarinn Diljá Pétursdóttir tjáir sig gjarnan í gegnum klæðaburð. Hún segir stíl sinn endurspegla eigið hugarástand hverju sinni og tók U-beygju í tískunni um átján ára aldur. Diljá Pétursdóttir er viðmælandi í Tískutali. 21. október 2023 11:31
Farinn að klæðast „kvenlegri“ fatnaði en áður Raunveruleikastjarnan Patrekur Jaime veit ekkert hvaðan hann sækir tískuinnblásturinn sinn en er alltaf óhræddur við að vera hann sjálfur. Honum finnst ferlega leiðinlegt að versla og máta föt en elskar magaboli og segir sjálfstraustið alltaf besta lúkkið. Patrekur Jaime er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 14. október 2023 11:31