Viðurkenndi að hafa átt hnefahögg skilið Jón Þór Stefánsson skrifar 9. nóvember 2023 07:00 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Vesturlands, sem er til húsa á Borgarnesi. Vísir/Vilhelm Karlmaður var í síðustu viku sakfelldur fyrir líkamsárás í Héraðsdómi Vesturlands. Honum var þó ekki gerð refsing, en sjálfur hafði hann haldið því fram að hann hafi framið árásina til að verja vinkonu sína. Þá viðurkenndi brotaþolinn að hann hafi átt árásina skilið. Atvikið sem málið varðar átti sér stað árið 2021. Manninum var gefið að sök að hafa kýlt brotaþolann í andlitið, sem hafi fyrir vikið hlotið beinbrot í kjálka. Maðurinn játaði að hafa framið verknaðinn, en neitaði sök þar sem hann sagðist hafa verið að beita neyðarvörn. Jafnframt taldi hann ólíklegt að atlaga sín hafi leitt til beinbrots. Þónokkrir virðast hafa verið viðstaddir þegar árásin átti sér stað, en fimm manns fá sérstaka athygli í lýsingu á málsatvikum. Það eru árásarmaðurinn og brotaþoli, stúlka og móðir hennar, og vinkona árásarmannsins. Að dómnum að dæma var þetta fólk ungt að árum þegar árásin átti sér stað, að móðurinni undanskilinni. Hótanir vegna nauðgunarkæru Einhver ágreiningur hafi verið innan þessa hóps. Til að mynda segir stúlkan að vinkonan hafi hótað sér endurtekið eftir að hún kærði frænda hennar fyrir nauðgun. Móðirin segir að stúlkan hafi hringt í sig umrætt kvöld og tjáð henni að hún væri á heimleið, en líka að hún væri hrædd vegna þessara hótana. Móðirin hafi tekið á móti dóttur sinni, en í sama mund hafi vinkonan komið hlaupandi og öskrandi, og slegið stúlkuna í hálsinn. Skömmu síðar segist móðirin hafa tekið eftir slagsmálum milli brotaþolans og vinkonunnar. Mismunandi lýsingar birtust á þeim átökum fyrir dómi. Vitni lýstu ítrekuðum höggum af hálfu brotaþola í garð vinkonunnar. Taldi vinkonu sína í lífshættu Árásarmaðurinn sagðist hafa talið að vinkona sín væri í lífshættu, en brotaþolinn hafi sparkað ítrekað í hana er hún lá í jörðinni. Önnur vitni tóku ekki undir þá lýsingu þó þau hafi sagt árásina grófa. Það var á þessum rökum sem árásarmaðurinn bar fyrir sig að um neyðarvörn hafi verið að ræða, hann hafi í raun verið að bjarga vinkonu sinni þegar hann kýldi brotaþolann. Dómurinn féllst þó ekki á það. Ekki væri sannað að hin árásin hafi verið eins gróf og hann lýsti, og þá hafi enginn annar á vettvangi séð ástæðu til að grípa til sömu aðgerða og hann, sem bendi til þess að það hafi ekki verið nauðsynlegt. Þar að auki taldi dómurinn sannað að höggið hafi orsakað beinbrot í kjálka brotaþola, sem árásarmaðurinn hafði efast um. Þess má geta að brotaþolinn sagðist fyrir dómi hafa átt árásina skilið. Hann var fjórtán ára þegar hún átti sér stað, en sjálfur sagðist hann hafa misst stjórn á sér og gengið of langt. Það hafi verið rétt af brotaþola að ráðast á sig og stöðva. Líkt og áður segir var árásarmaðurinn sakfelldur, en ákvörðun um refsingu hans var frestað að liðnum tveimur árum. Í dómnum segir að þó að ekki sé fallist á að um neyðarvörn hafi verið að ræða, þá sé ekki hægt að líta fram hjá því að árásin hafi átt sér stað eftir að brotaþoli réðst á vinkonu árásarmannsins. Manninum var þó gert að greiða sakarkostnað málsins, sem eru rétttæpar tíu þúsund krónur. Dómsmál Borgarbyggð Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira
Atvikið sem málið varðar átti sér stað árið 2021. Manninum var gefið að sök að hafa kýlt brotaþolann í andlitið, sem hafi fyrir vikið hlotið beinbrot í kjálka. Maðurinn játaði að hafa framið verknaðinn, en neitaði sök þar sem hann sagðist hafa verið að beita neyðarvörn. Jafnframt taldi hann ólíklegt að atlaga sín hafi leitt til beinbrots. Þónokkrir virðast hafa verið viðstaddir þegar árásin átti sér stað, en fimm manns fá sérstaka athygli í lýsingu á málsatvikum. Það eru árásarmaðurinn og brotaþoli, stúlka og móðir hennar, og vinkona árásarmannsins. Að dómnum að dæma var þetta fólk ungt að árum þegar árásin átti sér stað, að móðurinni undanskilinni. Hótanir vegna nauðgunarkæru Einhver ágreiningur hafi verið innan þessa hóps. Til að mynda segir stúlkan að vinkonan hafi hótað sér endurtekið eftir að hún kærði frænda hennar fyrir nauðgun. Móðirin segir að stúlkan hafi hringt í sig umrætt kvöld og tjáð henni að hún væri á heimleið, en líka að hún væri hrædd vegna þessara hótana. Móðirin hafi tekið á móti dóttur sinni, en í sama mund hafi vinkonan komið hlaupandi og öskrandi, og slegið stúlkuna í hálsinn. Skömmu síðar segist móðirin hafa tekið eftir slagsmálum milli brotaþolans og vinkonunnar. Mismunandi lýsingar birtust á þeim átökum fyrir dómi. Vitni lýstu ítrekuðum höggum af hálfu brotaþola í garð vinkonunnar. Taldi vinkonu sína í lífshættu Árásarmaðurinn sagðist hafa talið að vinkona sín væri í lífshættu, en brotaþolinn hafi sparkað ítrekað í hana er hún lá í jörðinni. Önnur vitni tóku ekki undir þá lýsingu þó þau hafi sagt árásina grófa. Það var á þessum rökum sem árásarmaðurinn bar fyrir sig að um neyðarvörn hafi verið að ræða, hann hafi í raun verið að bjarga vinkonu sinni þegar hann kýldi brotaþolann. Dómurinn féllst þó ekki á það. Ekki væri sannað að hin árásin hafi verið eins gróf og hann lýsti, og þá hafi enginn annar á vettvangi séð ástæðu til að grípa til sömu aðgerða og hann, sem bendi til þess að það hafi ekki verið nauðsynlegt. Þar að auki taldi dómurinn sannað að höggið hafi orsakað beinbrot í kjálka brotaþola, sem árásarmaðurinn hafði efast um. Þess má geta að brotaþolinn sagðist fyrir dómi hafa átt árásina skilið. Hann var fjórtán ára þegar hún átti sér stað, en sjálfur sagðist hann hafa misst stjórn á sér og gengið of langt. Það hafi verið rétt af brotaþola að ráðast á sig og stöðva. Líkt og áður segir var árásarmaðurinn sakfelldur, en ákvörðun um refsingu hans var frestað að liðnum tveimur árum. Í dómnum segir að þó að ekki sé fallist á að um neyðarvörn hafi verið að ræða, þá sé ekki hægt að líta fram hjá því að árásin hafi átt sér stað eftir að brotaþoli réðst á vinkonu árásarmannsins. Manninum var þó gert að greiða sakarkostnað málsins, sem eru rétttæpar tíu þúsund krónur.
Dómsmál Borgarbyggð Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira