Telur gagnrýni Dóru Bjartar varhugaverða Jakob Bjarnar skrifar 8. nóvember 2023 15:11 Sigríður Dögg telur Dóru Björt hafa farið yfir strikið þegar hún taldi sérkennilegt að þeir miðlar sem töluðu ófaglega um borgarmálin fengju styrki. vísir/vilhelm Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, hefur nú tjáð sig um gagnrýni Dóru Bjartar Guðjónsdóttur borgarfulltrúa, á ríkisstyrki til Morgunblaðsins. Sigríður Dögg telur Dóru Björt vera á vafasömu róli með gagnrýni sína. „Borgarfulltrúi Pírata gagnrýndi í borgarstjórn í gær fyrirkomulag ríkisstyrki til einkarekinna miðla. Á sama tíma gerði hún alvarlegar athugasemdir við umfjöllun einstaka fjölmiðils um fjármál Reykjavíkurborgar,“ segir Sigríður Dögg á Facebook-síðu sinni. Vísir greindi frá sjónarmiðum þeim sem Dóra Björt setti fram í gær: Sigríður Dögg segist ekki heldur gera neinar athugasemdir við að reglur um úthlutun fjölmiðlastyrkja séu gagnrýndar. Hverjum og einum er frjálst að finna að efnistökum eða nálgun einstaka fjölmiðla. Forsenda styrkja að þeir séu án pólitískra afskipta „Mér finnst hins vegar athugunarvert að tengja þetta tvennt saman og tel að slíkt geti beinlínis grafið undan fjölmiðlafrelsi. Það er algjör forsenda opinberra styrkja til fjölmiðla að þeir séu án allra pólitískra afskipta og að reglur um þá séu gagnsæjar og sanngjarnar svo þær uppfylli markmið þeirra, sem er að efla frjálsa fjölmiðla í þágu lýðræðis.“ Veruleg umræða hefur orðið um úthlutun styrkja til einkarekinna fjölmiðla. Meðal þeirra sem hefur gagnrýnt styrkina er Brynjar Níelsson fyrrverandi aðstoðarmaður dómsmálaráðherra. Jón Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri Heimildarinnar brást við gagnrýni Brynjars á Facebook-síðu sinni... sem svo Brynjar svaraði á sinni Facebook-síðu. Brynjar og Jón eru meðal fjölmargra sem hafa tjáð sig um úthlutun styrkja til einkarekinna fjölmiðla. Segir Google og Facebook sópa til sín auglýsingum Sigríður Dögg telur að margt mætti betur fara í reglum um styrki til einkarekinna miðla, hún telur þá umræðu ætti að fara fram á faglegum grundvelli. „Alls ekki pólitískum. Það er óumdeilt að staða íslenskra fjölmiðla hefur sjaldan verið verri og að fagleg blaðamennska hefur átt undir högg að sækja. Rekstur fjölmiðla er ósjálfbær á meðan tæknirisar á borð við Google og Facebook sópa til sín meginþorra auglýsingatekna markaðarins og ekki hefur tekist að bæta upp tapið með auknum áskriftum. Sigríður Dögg Auðunsdóttir segir rekstur fjölmiðla ósjálfbæran og við því verði að bregðast.vísir/vilhelm Styrkir til einkarekinna miðla eru mikilvæg aðgerð til að bæta upp þann markaðsbrest sem orðið hefur því rekstur fjölmiðla er mikilvægur grundvöllur fyrir faglega blaðamennsku sem er mikilvægur grundvöllur lýðræðis.“ Pistli sínum lýkur Sigríður Dögg á þeim orðum að óskandi væri að stjórnmálamenn gætu sammælst um að taka umræðuna um fjölmiðla og blaðamennsku upp úr skotgröfum pólitískra deilna og myndu vinna í sameiningu að eflingu faglegrar blaðamennsku í þágu almennings og lýðræðisins. Fjölmiðlar Borgarstjórn Rekstur hins opinbera Píratar Reykjavík Mest lesið Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Fleiri fréttir Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Sjá meira
„Borgarfulltrúi Pírata gagnrýndi í borgarstjórn í gær fyrirkomulag ríkisstyrki til einkarekinna miðla. Á sama tíma gerði hún alvarlegar athugasemdir við umfjöllun einstaka fjölmiðils um fjármál Reykjavíkurborgar,“ segir Sigríður Dögg á Facebook-síðu sinni. Vísir greindi frá sjónarmiðum þeim sem Dóra Björt setti fram í gær: Sigríður Dögg segist ekki heldur gera neinar athugasemdir við að reglur um úthlutun fjölmiðlastyrkja séu gagnrýndar. Hverjum og einum er frjálst að finna að efnistökum eða nálgun einstaka fjölmiðla. Forsenda styrkja að þeir séu án pólitískra afskipta „Mér finnst hins vegar athugunarvert að tengja þetta tvennt saman og tel að slíkt geti beinlínis grafið undan fjölmiðlafrelsi. Það er algjör forsenda opinberra styrkja til fjölmiðla að þeir séu án allra pólitískra afskipta og að reglur um þá séu gagnsæjar og sanngjarnar svo þær uppfylli markmið þeirra, sem er að efla frjálsa fjölmiðla í þágu lýðræðis.“ Veruleg umræða hefur orðið um úthlutun styrkja til einkarekinna fjölmiðla. Meðal þeirra sem hefur gagnrýnt styrkina er Brynjar Níelsson fyrrverandi aðstoðarmaður dómsmálaráðherra. Jón Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri Heimildarinnar brást við gagnrýni Brynjars á Facebook-síðu sinni... sem svo Brynjar svaraði á sinni Facebook-síðu. Brynjar og Jón eru meðal fjölmargra sem hafa tjáð sig um úthlutun styrkja til einkarekinna fjölmiðla. Segir Google og Facebook sópa til sín auglýsingum Sigríður Dögg telur að margt mætti betur fara í reglum um styrki til einkarekinna miðla, hún telur þá umræðu ætti að fara fram á faglegum grundvelli. „Alls ekki pólitískum. Það er óumdeilt að staða íslenskra fjölmiðla hefur sjaldan verið verri og að fagleg blaðamennska hefur átt undir högg að sækja. Rekstur fjölmiðla er ósjálfbær á meðan tæknirisar á borð við Google og Facebook sópa til sín meginþorra auglýsingatekna markaðarins og ekki hefur tekist að bæta upp tapið með auknum áskriftum. Sigríður Dögg Auðunsdóttir segir rekstur fjölmiðla ósjálfbæran og við því verði að bregðast.vísir/vilhelm Styrkir til einkarekinna miðla eru mikilvæg aðgerð til að bæta upp þann markaðsbrest sem orðið hefur því rekstur fjölmiðla er mikilvægur grundvöllur fyrir faglega blaðamennsku sem er mikilvægur grundvöllur lýðræðis.“ Pistli sínum lýkur Sigríður Dögg á þeim orðum að óskandi væri að stjórnmálamenn gætu sammælst um að taka umræðuna um fjölmiðla og blaðamennsku upp úr skotgröfum pólitískra deilna og myndu vinna í sameiningu að eflingu faglegrar blaðamennsku í þágu almennings og lýðræðisins.
Fjölmiðlar Borgarstjórn Rekstur hins opinbera Píratar Reykjavík Mest lesið Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Fleiri fréttir Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Sjá meira