Sýn skiptir miðlum upp í tvær rekstrareiningar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. nóvember 2023 17:04 Höfuðstöðvar Sýnar eru á Suðurlandsbraut 8 og 10 í Reykjavík. Sýn Ný rekstrareining sem ber heitið „Vefmiðlar og útvarp“ hefur verið mynduð hjá Sýn í kjölfar kaupanna á Já.is. Þar undir fellur rekstur Vísis, tengdra vefsíðna, rekstur Bylgjunnar og annarra útvarpsstöðva. Stöð 2 verður sjálfstæð rekstrareining við breytingarnar. Þetta kemur fram í samantekt vegna árshlutauppgjörs Sýnar sem birt var í Kauphöll síðdegis. Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar starfar þvert á þessar rekstrareiningar undir áframhaldandi ritstjórn Erlu Bjargar Gunnarsdóttur. Vilborg Helga Harðardóttir, sem var forstjóri Já.is fyrir kaup Sýnar á vefsíðunni í október, stýrir rekstri Vefmiðla og útvarps. Gert er ráð fyrir þriggja milljarða tekjum af nýju rekstrareiningunni. Úr kynningu Sýnar sem fylgdi tilkynningu til Kauphallar í dag. „Samþætting Já og tengdra eininga við vefmiðla og útvarpstöðvar Sýnar mun styrkja vöruframboð verulega og auka auglýsingapláss á vefmiðlum,“ segir í tilkynningu til Kauphallar. Eva Georgs Ásudóttir, sem verið hefur framleiðslustjóri Stöðvar 2, stýrir rekstrareiningunni Stöð 2. „Stöð 2 verður þá sjálfstæð rekstrareining með áherslu á áskriftartekjur og innlenda dagskrárgerð. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar mun starfa þvert á þessar einingar.“ Árshlutareikningur samstæðu Sýnar hf. fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2023 var samþykktur á stjórnarfundi þann 8. nóvember 2023. Vilborg Helga Harðardóttir stýrir rekstri Vefmiðla og útvarps og Eva Georgs Ásudóttir stýrir rekstrareiningunni Stöð 2. Rekstrarhagnaður (EBIT) Sýnar hf. nam 1.594 m.kr. á fyrstu níu mánuðum ársins 2023 og jókst um 32% á milli ára. Rekstrarhagnaður á þriðja ársfjórðungi (3F) var 592 m.kr., samanborið við 486 m.kr. á fyrra ári. Hagnaður eftir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins nam 804 m.kr. samanborið við 454 m.kr. á sama tímabili árið 2022. Kaup Ljósleiðarans á stofnneti Sýnar voru samþykkt af Samkeppniseftirlitinu og fór afhending fram 4. október. Fyrsta kaupsamningsgreiðslan barst samdægurs. Umsamið kaupverð er þrír milljarðar króna og verður áætlaður söluhagnaður upp á rúmlega 2.4 milljarða króna bókfærður að fullu á fjórða ársfjórðungi, segir í tilkynningu. Erla Björg Gunnarsdóttir hefur verið ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar undanfarin tvö ár.Vísir/Vilhelm Afkomuspá vegna ársins 2023 er óbreytt, EBIT 2.200 m.kr. til 2.500 m.kr. „Rekstrarhagnaður heldur áfram að aukast frá fyrra ári og góður taktur er í tekjum af kjarnastarfsemi. Auglýsingatekjur eru í góðum vexti og eins gengur vel hjá dótturfélaginu okkar Endor,“ segir í tilkynningu. Páll forstjóri og Vilborg, sem stýrir nýrri rekstrareiningu, við handsölun samninga við kaup Sýnar á Já.is.Sýn „Í byrjun október áttu sér stað mikilvægir áfangar með afhendingu á stofnneti Sýnar til Ljósleiðarans ásamt því að formlega var gengið frá kaupum á Já. Með kaupunum á Já og sölutorginu Bland.is sjáum við mikil tækifæri í auglýsingum og annarri þjónustu til að styrkja stöðu okkar enn frekar á þeim markaði. Við höldum áfram á þeirri vegferð að skerpa á tekjuskapandi rekstrareiningum og skiptum fjölmiðlunum upp í tvær sjálfstæðar rekstrareiningar, Vefmiðla og útvarp annars vegar og Stöð 2 hins vegar. Undir Vefmiðla og útvarp fellur rekstur Vísis og tengdra vefsíða, rekstur Bylgjunnar og annarra útvarpsstöðva, auk hlaðvarpsveitunnar Tal ásamt Já.is, Bland og tengdra vörumerkja. Stöð 2 heldur áfram að sýna gæðaefni með áherslu á innlenda framleiðslu og íþróttaefni. Fréttastofan starfar þvert á þessar einingar,“ segir Páll Ásgrímsson, forstjóri Sýnar. „Viðtökur við fjölbreyttum fjarskipta- og afþreyingarpökkum sem voru settir í loftið í ágúst hafa verið góðar og sjáum við jákvæða þróun í fjöldatölum. Þá sýna nýjustu kannanir að Vodafone er í auknum mæli fyrsta val viðskiptavina, auk þess sem ánægja með þjónustuna er á uppleið. Til að styrkja enn frekar þjónustu framboð sitt hefur Vodafone kynnt nýja þjónustu, Snjallheimsókn, sem hefur mælst afar vel fyrir. Á síðasta fjórðungi ársins verður gríðarlega margt spennandi í gangi hjá Stöð 2. Má þar nefna 2. seríu af Idol, sýningu á landsleikjum í opinni dagskrá, ásamt fjölbreyttu efni m.a. í gegnum Viaplay samning okkar,“ segir Páll. Samantektina í heild má sjá í tengdum skjölum að neðan. Vísir er í eigu Sýnar. Tengd skjöl Skipulag_miðlaPDF4.0MBSækja skjal Fjölmiðlar Fjarskipti Sýn Bíó og sjónvarp Kauphöllin Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira
Þetta kemur fram í samantekt vegna árshlutauppgjörs Sýnar sem birt var í Kauphöll síðdegis. Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar starfar þvert á þessar rekstrareiningar undir áframhaldandi ritstjórn Erlu Bjargar Gunnarsdóttur. Vilborg Helga Harðardóttir, sem var forstjóri Já.is fyrir kaup Sýnar á vefsíðunni í október, stýrir rekstri Vefmiðla og útvarps. Gert er ráð fyrir þriggja milljarða tekjum af nýju rekstrareiningunni. Úr kynningu Sýnar sem fylgdi tilkynningu til Kauphallar í dag. „Samþætting Já og tengdra eininga við vefmiðla og útvarpstöðvar Sýnar mun styrkja vöruframboð verulega og auka auglýsingapláss á vefmiðlum,“ segir í tilkynningu til Kauphallar. Eva Georgs Ásudóttir, sem verið hefur framleiðslustjóri Stöðvar 2, stýrir rekstrareiningunni Stöð 2. „Stöð 2 verður þá sjálfstæð rekstrareining með áherslu á áskriftartekjur og innlenda dagskrárgerð. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar mun starfa þvert á þessar einingar.“ Árshlutareikningur samstæðu Sýnar hf. fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2023 var samþykktur á stjórnarfundi þann 8. nóvember 2023. Vilborg Helga Harðardóttir stýrir rekstri Vefmiðla og útvarps og Eva Georgs Ásudóttir stýrir rekstrareiningunni Stöð 2. Rekstrarhagnaður (EBIT) Sýnar hf. nam 1.594 m.kr. á fyrstu níu mánuðum ársins 2023 og jókst um 32% á milli ára. Rekstrarhagnaður á þriðja ársfjórðungi (3F) var 592 m.kr., samanborið við 486 m.kr. á fyrra ári. Hagnaður eftir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins nam 804 m.kr. samanborið við 454 m.kr. á sama tímabili árið 2022. Kaup Ljósleiðarans á stofnneti Sýnar voru samþykkt af Samkeppniseftirlitinu og fór afhending fram 4. október. Fyrsta kaupsamningsgreiðslan barst samdægurs. Umsamið kaupverð er þrír milljarðar króna og verður áætlaður söluhagnaður upp á rúmlega 2.4 milljarða króna bókfærður að fullu á fjórða ársfjórðungi, segir í tilkynningu. Erla Björg Gunnarsdóttir hefur verið ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar undanfarin tvö ár.Vísir/Vilhelm Afkomuspá vegna ársins 2023 er óbreytt, EBIT 2.200 m.kr. til 2.500 m.kr. „Rekstrarhagnaður heldur áfram að aukast frá fyrra ári og góður taktur er í tekjum af kjarnastarfsemi. Auglýsingatekjur eru í góðum vexti og eins gengur vel hjá dótturfélaginu okkar Endor,“ segir í tilkynningu. Páll forstjóri og Vilborg, sem stýrir nýrri rekstrareiningu, við handsölun samninga við kaup Sýnar á Já.is.Sýn „Í byrjun október áttu sér stað mikilvægir áfangar með afhendingu á stofnneti Sýnar til Ljósleiðarans ásamt því að formlega var gengið frá kaupum á Já. Með kaupunum á Já og sölutorginu Bland.is sjáum við mikil tækifæri í auglýsingum og annarri þjónustu til að styrkja stöðu okkar enn frekar á þeim markaði. Við höldum áfram á þeirri vegferð að skerpa á tekjuskapandi rekstrareiningum og skiptum fjölmiðlunum upp í tvær sjálfstæðar rekstrareiningar, Vefmiðla og útvarp annars vegar og Stöð 2 hins vegar. Undir Vefmiðla og útvarp fellur rekstur Vísis og tengdra vefsíða, rekstur Bylgjunnar og annarra útvarpsstöðva, auk hlaðvarpsveitunnar Tal ásamt Já.is, Bland og tengdra vörumerkja. Stöð 2 heldur áfram að sýna gæðaefni með áherslu á innlenda framleiðslu og íþróttaefni. Fréttastofan starfar þvert á þessar einingar,“ segir Páll Ásgrímsson, forstjóri Sýnar. „Viðtökur við fjölbreyttum fjarskipta- og afþreyingarpökkum sem voru settir í loftið í ágúst hafa verið góðar og sjáum við jákvæða þróun í fjöldatölum. Þá sýna nýjustu kannanir að Vodafone er í auknum mæli fyrsta val viðskiptavina, auk þess sem ánægja með þjónustuna er á uppleið. Til að styrkja enn frekar þjónustu framboð sitt hefur Vodafone kynnt nýja þjónustu, Snjallheimsókn, sem hefur mælst afar vel fyrir. Á síðasta fjórðungi ársins verður gríðarlega margt spennandi í gangi hjá Stöð 2. Má þar nefna 2. seríu af Idol, sýningu á landsleikjum í opinni dagskrá, ásamt fjölbreyttu efni m.a. í gegnum Viaplay samning okkar,“ segir Páll. Samantektina í heild má sjá í tengdum skjölum að neðan. Vísir er í eigu Sýnar. Tengd skjöl Skipulag_miðlaPDF4.0MBSækja skjal
Fjölmiðlar Fjarskipti Sýn Bíó og sjónvarp Kauphöllin Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira