Sýn skiptir miðlum upp í tvær rekstrareiningar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. nóvember 2023 17:04 Höfuðstöðvar Sýnar eru á Suðurlandsbraut 8 og 10 í Reykjavík. Sýn Ný rekstrareining sem ber heitið „Vefmiðlar og útvarp“ hefur verið mynduð hjá Sýn í kjölfar kaupanna á Já.is. Þar undir fellur rekstur Vísis, tengdra vefsíðna, rekstur Bylgjunnar og annarra útvarpsstöðva. Stöð 2 verður sjálfstæð rekstrareining við breytingarnar. Þetta kemur fram í samantekt vegna árshlutauppgjörs Sýnar sem birt var í Kauphöll síðdegis. Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar starfar þvert á þessar rekstrareiningar undir áframhaldandi ritstjórn Erlu Bjargar Gunnarsdóttur. Vilborg Helga Harðardóttir, sem var forstjóri Já.is fyrir kaup Sýnar á vefsíðunni í október, stýrir rekstri Vefmiðla og útvarps. Gert er ráð fyrir þriggja milljarða tekjum af nýju rekstrareiningunni. Úr kynningu Sýnar sem fylgdi tilkynningu til Kauphallar í dag. „Samþætting Já og tengdra eininga við vefmiðla og útvarpstöðvar Sýnar mun styrkja vöruframboð verulega og auka auglýsingapláss á vefmiðlum,“ segir í tilkynningu til Kauphallar. Eva Georgs Ásudóttir, sem verið hefur framleiðslustjóri Stöðvar 2, stýrir rekstrareiningunni Stöð 2. „Stöð 2 verður þá sjálfstæð rekstrareining með áherslu á áskriftartekjur og innlenda dagskrárgerð. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar mun starfa þvert á þessar einingar.“ Árshlutareikningur samstæðu Sýnar hf. fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2023 var samþykktur á stjórnarfundi þann 8. nóvember 2023. Vilborg Helga Harðardóttir stýrir rekstri Vefmiðla og útvarps og Eva Georgs Ásudóttir stýrir rekstrareiningunni Stöð 2. Rekstrarhagnaður (EBIT) Sýnar hf. nam 1.594 m.kr. á fyrstu níu mánuðum ársins 2023 og jókst um 32% á milli ára. Rekstrarhagnaður á þriðja ársfjórðungi (3F) var 592 m.kr., samanborið við 486 m.kr. á fyrra ári. Hagnaður eftir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins nam 804 m.kr. samanborið við 454 m.kr. á sama tímabili árið 2022. Kaup Ljósleiðarans á stofnneti Sýnar voru samþykkt af Samkeppniseftirlitinu og fór afhending fram 4. október. Fyrsta kaupsamningsgreiðslan barst samdægurs. Umsamið kaupverð er þrír milljarðar króna og verður áætlaður söluhagnaður upp á rúmlega 2.4 milljarða króna bókfærður að fullu á fjórða ársfjórðungi, segir í tilkynningu. Erla Björg Gunnarsdóttir hefur verið ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar undanfarin tvö ár.Vísir/Vilhelm Afkomuspá vegna ársins 2023 er óbreytt, EBIT 2.200 m.kr. til 2.500 m.kr. „Rekstrarhagnaður heldur áfram að aukast frá fyrra ári og góður taktur er í tekjum af kjarnastarfsemi. Auglýsingatekjur eru í góðum vexti og eins gengur vel hjá dótturfélaginu okkar Endor,“ segir í tilkynningu. Páll forstjóri og Vilborg, sem stýrir nýrri rekstrareiningu, við handsölun samninga við kaup Sýnar á Já.is.Sýn „Í byrjun október áttu sér stað mikilvægir áfangar með afhendingu á stofnneti Sýnar til Ljósleiðarans ásamt því að formlega var gengið frá kaupum á Já. Með kaupunum á Já og sölutorginu Bland.is sjáum við mikil tækifæri í auglýsingum og annarri þjónustu til að styrkja stöðu okkar enn frekar á þeim markaði. Við höldum áfram á þeirri vegferð að skerpa á tekjuskapandi rekstrareiningum og skiptum fjölmiðlunum upp í tvær sjálfstæðar rekstrareiningar, Vefmiðla og útvarp annars vegar og Stöð 2 hins vegar. Undir Vefmiðla og útvarp fellur rekstur Vísis og tengdra vefsíða, rekstur Bylgjunnar og annarra útvarpsstöðva, auk hlaðvarpsveitunnar Tal ásamt Já.is, Bland og tengdra vörumerkja. Stöð 2 heldur áfram að sýna gæðaefni með áherslu á innlenda framleiðslu og íþróttaefni. Fréttastofan starfar þvert á þessar einingar,“ segir Páll Ásgrímsson, forstjóri Sýnar. „Viðtökur við fjölbreyttum fjarskipta- og afþreyingarpökkum sem voru settir í loftið í ágúst hafa verið góðar og sjáum við jákvæða þróun í fjöldatölum. Þá sýna nýjustu kannanir að Vodafone er í auknum mæli fyrsta val viðskiptavina, auk þess sem ánægja með þjónustuna er á uppleið. Til að styrkja enn frekar þjónustu framboð sitt hefur Vodafone kynnt nýja þjónustu, Snjallheimsókn, sem hefur mælst afar vel fyrir. Á síðasta fjórðungi ársins verður gríðarlega margt spennandi í gangi hjá Stöð 2. Má þar nefna 2. seríu af Idol, sýningu á landsleikjum í opinni dagskrá, ásamt fjölbreyttu efni m.a. í gegnum Viaplay samning okkar,“ segir Páll. Samantektina í heild má sjá í tengdum skjölum að neðan. Vísir er í eigu Sýnar. Tengd skjöl Skipulag_miðlaPDF4.0MBSækja skjal Fjölmiðlar Fjarskipti Sýn Bíó og sjónvarp Kauphöllin Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Þetta kemur fram í samantekt vegna árshlutauppgjörs Sýnar sem birt var í Kauphöll síðdegis. Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar starfar þvert á þessar rekstrareiningar undir áframhaldandi ritstjórn Erlu Bjargar Gunnarsdóttur. Vilborg Helga Harðardóttir, sem var forstjóri Já.is fyrir kaup Sýnar á vefsíðunni í október, stýrir rekstri Vefmiðla og útvarps. Gert er ráð fyrir þriggja milljarða tekjum af nýju rekstrareiningunni. Úr kynningu Sýnar sem fylgdi tilkynningu til Kauphallar í dag. „Samþætting Já og tengdra eininga við vefmiðla og útvarpstöðvar Sýnar mun styrkja vöruframboð verulega og auka auglýsingapláss á vefmiðlum,“ segir í tilkynningu til Kauphallar. Eva Georgs Ásudóttir, sem verið hefur framleiðslustjóri Stöðvar 2, stýrir rekstrareiningunni Stöð 2. „Stöð 2 verður þá sjálfstæð rekstrareining með áherslu á áskriftartekjur og innlenda dagskrárgerð. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar mun starfa þvert á þessar einingar.“ Árshlutareikningur samstæðu Sýnar hf. fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2023 var samþykktur á stjórnarfundi þann 8. nóvember 2023. Vilborg Helga Harðardóttir stýrir rekstri Vefmiðla og útvarps og Eva Georgs Ásudóttir stýrir rekstrareiningunni Stöð 2. Rekstrarhagnaður (EBIT) Sýnar hf. nam 1.594 m.kr. á fyrstu níu mánuðum ársins 2023 og jókst um 32% á milli ára. Rekstrarhagnaður á þriðja ársfjórðungi (3F) var 592 m.kr., samanborið við 486 m.kr. á fyrra ári. Hagnaður eftir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins nam 804 m.kr. samanborið við 454 m.kr. á sama tímabili árið 2022. Kaup Ljósleiðarans á stofnneti Sýnar voru samþykkt af Samkeppniseftirlitinu og fór afhending fram 4. október. Fyrsta kaupsamningsgreiðslan barst samdægurs. Umsamið kaupverð er þrír milljarðar króna og verður áætlaður söluhagnaður upp á rúmlega 2.4 milljarða króna bókfærður að fullu á fjórða ársfjórðungi, segir í tilkynningu. Erla Björg Gunnarsdóttir hefur verið ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar undanfarin tvö ár.Vísir/Vilhelm Afkomuspá vegna ársins 2023 er óbreytt, EBIT 2.200 m.kr. til 2.500 m.kr. „Rekstrarhagnaður heldur áfram að aukast frá fyrra ári og góður taktur er í tekjum af kjarnastarfsemi. Auglýsingatekjur eru í góðum vexti og eins gengur vel hjá dótturfélaginu okkar Endor,“ segir í tilkynningu. Páll forstjóri og Vilborg, sem stýrir nýrri rekstrareiningu, við handsölun samninga við kaup Sýnar á Já.is.Sýn „Í byrjun október áttu sér stað mikilvægir áfangar með afhendingu á stofnneti Sýnar til Ljósleiðarans ásamt því að formlega var gengið frá kaupum á Já. Með kaupunum á Já og sölutorginu Bland.is sjáum við mikil tækifæri í auglýsingum og annarri þjónustu til að styrkja stöðu okkar enn frekar á þeim markaði. Við höldum áfram á þeirri vegferð að skerpa á tekjuskapandi rekstrareiningum og skiptum fjölmiðlunum upp í tvær sjálfstæðar rekstrareiningar, Vefmiðla og útvarp annars vegar og Stöð 2 hins vegar. Undir Vefmiðla og útvarp fellur rekstur Vísis og tengdra vefsíða, rekstur Bylgjunnar og annarra útvarpsstöðva, auk hlaðvarpsveitunnar Tal ásamt Já.is, Bland og tengdra vörumerkja. Stöð 2 heldur áfram að sýna gæðaefni með áherslu á innlenda framleiðslu og íþróttaefni. Fréttastofan starfar þvert á þessar einingar,“ segir Páll Ásgrímsson, forstjóri Sýnar. „Viðtökur við fjölbreyttum fjarskipta- og afþreyingarpökkum sem voru settir í loftið í ágúst hafa verið góðar og sjáum við jákvæða þróun í fjöldatölum. Þá sýna nýjustu kannanir að Vodafone er í auknum mæli fyrsta val viðskiptavina, auk þess sem ánægja með þjónustuna er á uppleið. Til að styrkja enn frekar þjónustu framboð sitt hefur Vodafone kynnt nýja þjónustu, Snjallheimsókn, sem hefur mælst afar vel fyrir. Á síðasta fjórðungi ársins verður gríðarlega margt spennandi í gangi hjá Stöð 2. Má þar nefna 2. seríu af Idol, sýningu á landsleikjum í opinni dagskrá, ásamt fjölbreyttu efni m.a. í gegnum Viaplay samning okkar,“ segir Páll. Samantektina í heild má sjá í tengdum skjölum að neðan. Vísir er í eigu Sýnar. Tengd skjöl Skipulag_miðlaPDF4.0MBSækja skjal
Fjölmiðlar Fjarskipti Sýn Bíó og sjónvarp Kauphöllin Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira