Orri eftir sigur á Man Utd: Alveg klikkað sem maður var að upplifa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2023 09:00 Orri Steinn Óskarsson fagnar Roony Bardghji sem skoraði sigurmarkið á móti Manchester United. Getty/Lars Ronbog Orri Steinn Óskarsson og félagar í danska liðinu FC Kaupmannahöfn unnu hádramatískan 4-3 endurkomusigur á Manchester United í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Orri spilaði síðustu tuttugu mínútur leiksins eða einmitt mínúturnar þegar FCK sótti sigurinn. „Stemmningin í búningsklefanum er mjög góð. Þetta voru rosalega lokamínútur. Við nýttum okkur það vel í lokin að vera einum manni fleiri og náðum inn sigurmarkinu,“ sagði Orri Steinn Óskarsson við Runólf Trausta Þórhallsson eftir leikinn. Orri kom inn á völlinn á 70. mínútu eða mínútu eftir að Bruno Fernandes hafði komið United aftur yfir í 3-2 með marki úr vítaspyrnu. FCK fékk hins vegar frábæran stuðning frá troðfullum Parken og tókst að tryggja sér sigur með tveimur mörkum í lokin. Allt hægt á Parken „Þegar við erum á Parken þá er allt hægt. Mikilvægast var það að við sem komum inn á völlinn værum rólegir þótt við værum að lenda undir. Það skilaði okkur vel að vera rólegir og halda bara leikplaninu eins og við gerum best. Eins og þú sást þá heppnaðist það mjög vel,“ sagði Orri Steinn en getur hann lýst því með orðum hvernig sé að spila svona leik? Klippa: Mörkin og rauða spjaldið úr leik FCK og Man. United „Ég get ekki gert það svona rétt eftir leik. Einhvern tímann í framtíðinni þá mun maður geta horft til baka og séð alla þessa geðveiki sem var að gerast núna. Þetta var alveg klikkað sem maður var að upplifa núna,“ sagði Orri. Nær Orri eitthvað að læra af þessum frábæru leikmönnum sem hann er að mæta í Meistaradeildinni. Vilja spila í Meistaradeildinni eftir jól „Auðvitað er maður að fylgjast með þeim og hvað þeir eru að gera. Ég vill verða betri sem leikmaður og þetta eru leikmenn í heimsklassa. Ég vil verða jafngóður og þeir en auðvitað þarf ég líka að vera með fókus á okkur og fókus á mér,“ sagði Orri. FCK komst upp í annað sætið í riðlinum með þessum sigri en hverjir eru möguleikarnir á því að komast áfram í sextán liða úrslitin? „Við erum alla vega komnir með fjögur stig og við viljum spila í Meistaradeildinni eftir jól, Mér finnst við eiga fulla möguleika á því. Næsti leikur er bara Bayern München og við tökum hann hundrað prósent,“ sagði Orri. Það má sjá viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Orra eftir sigur á Manchester United Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Ótrúleg endurkoma í hádramatískum leik FC Kaupmannahöfn vann 4-3 sigur á Manchester United í hádramatískum leik þar sem rautt spjald leit dagsins ljós. United komst tapaði niður tveggja marka forystu eftir að hafa lent manni undir, komst aftur yfir en heimamenn skoruðu tvívegis undir lokin og sóttu sigurinn. 8. nóvember 2023 22:00 Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Fleiri fréttir Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Sjá meira
„Stemmningin í búningsklefanum er mjög góð. Þetta voru rosalega lokamínútur. Við nýttum okkur það vel í lokin að vera einum manni fleiri og náðum inn sigurmarkinu,“ sagði Orri Steinn Óskarsson við Runólf Trausta Þórhallsson eftir leikinn. Orri kom inn á völlinn á 70. mínútu eða mínútu eftir að Bruno Fernandes hafði komið United aftur yfir í 3-2 með marki úr vítaspyrnu. FCK fékk hins vegar frábæran stuðning frá troðfullum Parken og tókst að tryggja sér sigur með tveimur mörkum í lokin. Allt hægt á Parken „Þegar við erum á Parken þá er allt hægt. Mikilvægast var það að við sem komum inn á völlinn værum rólegir þótt við værum að lenda undir. Það skilaði okkur vel að vera rólegir og halda bara leikplaninu eins og við gerum best. Eins og þú sást þá heppnaðist það mjög vel,“ sagði Orri Steinn en getur hann lýst því með orðum hvernig sé að spila svona leik? Klippa: Mörkin og rauða spjaldið úr leik FCK og Man. United „Ég get ekki gert það svona rétt eftir leik. Einhvern tímann í framtíðinni þá mun maður geta horft til baka og séð alla þessa geðveiki sem var að gerast núna. Þetta var alveg klikkað sem maður var að upplifa núna,“ sagði Orri. Nær Orri eitthvað að læra af þessum frábæru leikmönnum sem hann er að mæta í Meistaradeildinni. Vilja spila í Meistaradeildinni eftir jól „Auðvitað er maður að fylgjast með þeim og hvað þeir eru að gera. Ég vill verða betri sem leikmaður og þetta eru leikmenn í heimsklassa. Ég vil verða jafngóður og þeir en auðvitað þarf ég líka að vera með fókus á okkur og fókus á mér,“ sagði Orri. FCK komst upp í annað sætið í riðlinum með þessum sigri en hverjir eru möguleikarnir á því að komast áfram í sextán liða úrslitin? „Við erum alla vega komnir með fjögur stig og við viljum spila í Meistaradeildinni eftir jól, Mér finnst við eiga fulla möguleika á því. Næsti leikur er bara Bayern München og við tökum hann hundrað prósent,“ sagði Orri. Það má sjá viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Orra eftir sigur á Manchester United
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Ótrúleg endurkoma í hádramatískum leik FC Kaupmannahöfn vann 4-3 sigur á Manchester United í hádramatískum leik þar sem rautt spjald leit dagsins ljós. United komst tapaði niður tveggja marka forystu eftir að hafa lent manni undir, komst aftur yfir en heimamenn skoruðu tvívegis undir lokin og sóttu sigurinn. 8. nóvember 2023 22:00 Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Fleiri fréttir Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Sjá meira
Ótrúleg endurkoma í hádramatískum leik FC Kaupmannahöfn vann 4-3 sigur á Manchester United í hádramatískum leik þar sem rautt spjald leit dagsins ljós. United komst tapaði niður tveggja marka forystu eftir að hafa lent manni undir, komst aftur yfir en heimamenn skoruðu tvívegis undir lokin og sóttu sigurinn. 8. nóvember 2023 22:00