Ísland gæti spilað heimaleiki í kringum London, Köben eða Alicante Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2023 09:31 Gylfi Þór Sigurðsson verður vonandi með íslenska landsliðinu í umspilaleikjunum næsta vor. Vísir/Hulda Margrét Ísland mun leika heimaleiki sína í byrjun næsta árs á erlendri grundu. Ekki liggur fyrir hvar spilað verður, en Norðurlöndin koma sterklega til greina. Íslenska karlalandsliðið í fótbolta leikur að öllum líkindum í umspili um sæti á Evrópumótinu 2024 í mars á næsta ári. Kvennalandsliðið gæti líka leikið í umspili um sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar í febrúar á næsta ári. Umspilsleikirnir karlamegin gætu orðið tveir en fyrri leikurinn fer fram 21. mars og ef sá leikur vinnst verður spilað aftur 26. mars um sæti á lokamóti Evrópumótsins. Dregið verður í umspilið 23. nóvember. Stefán Árni Pálsson ræddi við Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, um stöðuna í þessu máli. Mögulegir vellir kynntir fyrir stjórninni „Það var kynntur fyrir stjórninni listi í gær með nöfnum nokkurra valla sem við erum búin að finna og teljum henta okkar liði vel, bæði á Norðurlöndunum og á Spáni. Næsta skref er að senda aftur erindi til UEFA,“ sagði Klara. „Við erum búin að kynna þetta fyrr UEFA en nú eru hlutirnir að raungerast. Það sem við gerum núna er að taka viðræður við UEFA og fá heimild til að leika utan Íslands,“ sagði Klara. Einhver umræða hefur verið um að Ísland leiki heimaleiki sína á varaliðsvelli Manchester City. KSÍ hefur aftur á móti slegið það út af borðinu. „Við teljum eftir betri skoðun að sá völlur komi ekki til greina. Hann fullnægir ekki kröfum UEFA. Við erum búin að afskrifa þann völl í okkar plönum,“ sagði Klara. Samgöngur skipta máli við valið „Við erum að horfa til ýmissa þátta eins og alþjóðlega flugvalla og samgangna. Að það sé auðvelt fyrir okkur að komast þangað með starfsmenn sem þarf við leikinn. Svo er það liðið sjálft og stuðningsmenn þurfa að ferðast þangað. Að við höfum líka eitthvað uppsópssvæði fyrir íslenska stuðningsmenn,“ sagði Klara. „Við erum að horfa á svæðið í kringum Kaupmannahöfn. Við erum að horfa á Bretland í kringum London og við erum að horfa líka á Alicante. Við höfum líka verið að horfa á Amsterdam og þar með á bæði Holland og Belgíu. Við erum með þessi svæði undir,“ sagði Klara. Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta leikur að öllum líkindum í umspili um sæti á Evrópumótinu 2024 í mars á næsta ári. Kvennalandsliðið gæti líka leikið í umspili um sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar í febrúar á næsta ári. Umspilsleikirnir karlamegin gætu orðið tveir en fyrri leikurinn fer fram 21. mars og ef sá leikur vinnst verður spilað aftur 26. mars um sæti á lokamóti Evrópumótsins. Dregið verður í umspilið 23. nóvember. Stefán Árni Pálsson ræddi við Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, um stöðuna í þessu máli. Mögulegir vellir kynntir fyrir stjórninni „Það var kynntur fyrir stjórninni listi í gær með nöfnum nokkurra valla sem við erum búin að finna og teljum henta okkar liði vel, bæði á Norðurlöndunum og á Spáni. Næsta skref er að senda aftur erindi til UEFA,“ sagði Klara. „Við erum búin að kynna þetta fyrr UEFA en nú eru hlutirnir að raungerast. Það sem við gerum núna er að taka viðræður við UEFA og fá heimild til að leika utan Íslands,“ sagði Klara. Einhver umræða hefur verið um að Ísland leiki heimaleiki sína á varaliðsvelli Manchester City. KSÍ hefur aftur á móti slegið það út af borðinu. „Við teljum eftir betri skoðun að sá völlur komi ekki til greina. Hann fullnægir ekki kröfum UEFA. Við erum búin að afskrifa þann völl í okkar plönum,“ sagði Klara. Samgöngur skipta máli við valið „Við erum að horfa til ýmissa þátta eins og alþjóðlega flugvalla og samgangna. Að það sé auðvelt fyrir okkur að komast þangað með starfsmenn sem þarf við leikinn. Svo er það liðið sjálft og stuðningsmenn þurfa að ferðast þangað. Að við höfum líka eitthvað uppsópssvæði fyrir íslenska stuðningsmenn,“ sagði Klara. „Við erum að horfa á svæðið í kringum Kaupmannahöfn. Við erum að horfa á Bretland í kringum London og við erum að horfa líka á Alicante. Við höfum líka verið að horfa á Amsterdam og þar með á bæði Holland og Belgíu. Við erum með þessi svæði undir,“ sagði Klara.
Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Sjá meira