Öryrkjar megi eiga von á desemberuppbót Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. nóvember 2023 14:23 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Vísir/Vilhelm Gert verður ráð fyrir desemberuppbót til handa örorku-og endurhæfingarlífeyrisþegum auk eillilífeyrisþega í nýju fjáraukafrumvarpi. Forsætisráðherra á von á því að frumvarpið verði kynnt á næstu tveimur vikum. Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, spurði Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, um desemberuppbót til handa öryrkjum og ellilífeyrisþegum. „Það er mikið ákall úti í samfélaginu og mikill sársauki hjá mörgum núna sem aldrei fyrr. Síðustu tvenn jól urðu öryrkjar þess aðnjótandi að fá svokallaðan jólabónus frá stjórnvöldum og okkur hér á hinu háa Alþingi.“ Inga segir öll vita hvert stefni. Aldrei hafi fleiri um árabil sótt aðstoð til hjálparstofnana. Þá segir hún að ríkissjóður skili nú hundrað milljarða króna umframgreiðslum í kassann. Áður hefur desemberuppbót fyrir atvinnulausa verið birt á vef stjórnartíðinda. Uppbótin nemur 99.389 krónum. Atvinnuleysi á landinu mælist nú rúmlega þrjú prósent. Aldrei fengið svo skýr svör Katrín segir að frumvarp um breytingar á almannatryggingakerfinu sé væntanlegt í vetur. Segist hún vona að þar verði gengið frá þessum málum þannig að ekki þurfi að taka afstöðu til þess á hverju ári með tilheyrandi ófyrirsjáanleika fyrir þá hópa sem um ræðir. „Ég vil segja það að venjan hefur verið sú að um þetta hefur verið fjallað í fjáraukalagafrumvarpi fyrir ár hvert. Það er von á því á næstu tveimur vikum, ég þori ekki að nefna nákvæmlega dagsetningu. Það er stefnt að því að þar verði tekið á þessum málum þannig að það sé gert ráð fyrir desemberuppbót fyrir þennan hóp.“ Inga svaraði forsætisráðherra þá og sagðist á sínum sjö árum á þingi bara einu sinni áður hafa fengið svo skýr svör. Þakkaði hún Katrínu fyrir og þakkaði Katrín henni svo fyrir hlý orð í kjölfarið. „Ég segi bara við fólkið okkar: Þið getið glaðst því að sjálfur hæstvirtur forsætisráðherra er búinn að segja að það er ekki bara það að fjáraukinn sé að koma inn eftir sirka tvær vikur heldur mun vera gert ráð fyrir því að styðja við ykkur sem hafið það bágast í samfélaginu,“ segir Inga Sæland. Alþingi Félagsmál Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, spurði Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, um desemberuppbót til handa öryrkjum og ellilífeyrisþegum. „Það er mikið ákall úti í samfélaginu og mikill sársauki hjá mörgum núna sem aldrei fyrr. Síðustu tvenn jól urðu öryrkjar þess aðnjótandi að fá svokallaðan jólabónus frá stjórnvöldum og okkur hér á hinu háa Alþingi.“ Inga segir öll vita hvert stefni. Aldrei hafi fleiri um árabil sótt aðstoð til hjálparstofnana. Þá segir hún að ríkissjóður skili nú hundrað milljarða króna umframgreiðslum í kassann. Áður hefur desemberuppbót fyrir atvinnulausa verið birt á vef stjórnartíðinda. Uppbótin nemur 99.389 krónum. Atvinnuleysi á landinu mælist nú rúmlega þrjú prósent. Aldrei fengið svo skýr svör Katrín segir að frumvarp um breytingar á almannatryggingakerfinu sé væntanlegt í vetur. Segist hún vona að þar verði gengið frá þessum málum þannig að ekki þurfi að taka afstöðu til þess á hverju ári með tilheyrandi ófyrirsjáanleika fyrir þá hópa sem um ræðir. „Ég vil segja það að venjan hefur verið sú að um þetta hefur verið fjallað í fjáraukalagafrumvarpi fyrir ár hvert. Það er von á því á næstu tveimur vikum, ég þori ekki að nefna nákvæmlega dagsetningu. Það er stefnt að því að þar verði tekið á þessum málum þannig að það sé gert ráð fyrir desemberuppbót fyrir þennan hóp.“ Inga svaraði forsætisráðherra þá og sagðist á sínum sjö árum á þingi bara einu sinni áður hafa fengið svo skýr svör. Þakkaði hún Katrínu fyrir og þakkaði Katrín henni svo fyrir hlý orð í kjölfarið. „Ég segi bara við fólkið okkar: Þið getið glaðst því að sjálfur hæstvirtur forsætisráðherra er búinn að segja að það er ekki bara það að fjáraukinn sé að koma inn eftir sirka tvær vikur heldur mun vera gert ráð fyrir því að styðja við ykkur sem hafið það bágast í samfélaginu,“ segir Inga Sæland.
Alþingi Félagsmál Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira