Edda, Loftpúðinn og Pítsustund fengu hönnunarverðlaun Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 9. nóvember 2023 21:59 Þessi hönnunarfyrirbæri voru meðal sigurvegara á hönnunarverðlaununum. Hönnunarverðlaun Íslands Hönnunarverðlaun Íslands voru veitt í kvöld, tíunda árið í röð. Veitt voru verðlaun fyrir vöru ársins, stað ársins, verk ársins og bestu fjárfestingu í hönnun auk heiðursverðlauna. „Það var verði að tilkynna um vöru ársins. Það er loftpúðinn eftir Fléttu fyrir FÓLK Reykjavík,“ sagði Álfrún Pálsdóttir, kynningarstýra hönnunarverðlaunanna í Kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það er fullkomið dæmi um þessa hringrásarhugsun sem hvið erum alltaf að reyna að predika, og við þurfum öll að fara að huga að í öllu sem við gerum. Þetta er svona fullkomið dæmi um hvernig var tekin vara sem hefði annars endað í landfyllingu og úr verður vara sem prýðir heimili landsins.“ Bókaforlagið Angústúra fékk verðlaun fyrir bestu fjárfestingu í hönnun. „Þetta er mikil viðurkenning og mikill heiður fyrir okkur að fá þessi verðlaun og hönnun skiptir lykilatriði í okkar starfsemi alveg frá upphafi,“ segir María Rán Guðjónsdóttir eigandi forlagsins. Álfrún segir hátíðina hafa gríðarlega mikla þýðingu fyrir hönnun á Íslandi. „Af því að með þessum verðlaunum sem nú fara fram tíunda árið í röð þá fáum við tækifæri til að fagna þessum framúrskarandi verkefnum og því sem er búið að vera að gerast akkúrat núna. Og það kraumar allt í hönnunarsamfélaginu hjá hönnuðum og arkítektum og það er svo gaman að geta tekið einstaka verk og lyft þeim upp.“ Verðlaun í hverjum flokki fyrir sig má sjá hér að neðan. Staður ársins Hornsteinar arkítektar hlutu verðlaunin staður ársins fyrir Eddu, hús íslenskunnar sem var vígt fyrr á árinu. Í áliti dómnefndar segir að Edda sé einkennandi og áhrifamikil bygging. Vandað sé til verka af fagmennsku, listfengi og hugað að hverju smáatriði að innan sem utan. Sporöskjulaga formið og einstök áferð hið ytra gefi til kynna dýrmætt innihald. Edda - Hús íslenskunnar var vígt í apríl.Hönnunarverðlaun Íslands Fólkið bak við Eddu.Elísabet Blöndal Verk ársins Verkið Pítsustund eftir hönnuðina Fléttu og Ýrúrarí sigraði í flokknum verk ársins. Pítsustund var fimm daga gjörningur haldinn á HönnunarMars 2023, þar sem hönnuðirnir þæfðu ullarpítsur úr afgöngum frá íslenskum ullariðnaði og seldu viðskiptavinum eins og venjulegar pítsur. Mynd frá sýningu verksins.Hönnunarverðlaun Íslands Dómnefnd segir verkið frumlegt og gott dæmi um það hvernig hönnun getur vakið fólk til umhugsunar um ábyrgð þess á umhverfinu með skemmtilegum og áhugaverðum hætti. Birta Rós Brynjólfsdóttir, Hrefna Sigurðardóttir, Stúdíó Flétta, og Ýr Jóhannsdóttir, Ýrúrarí. Elísabet Blöndal Besta fjárfesting Angústúra bókaforlag hlaut viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun á hönnunarverðlaununum en bókaforlagið hefur frá upphafi átt í samstarfi við leiðandi hönnuði og átt sinn þátt í skrásetningu á hönnunarsögu landsins. Bækur í útgáfu Angústúra. Hönnunarverðlaun Íslands „Á skömmum tíma hefur Angústúra sett sterkan svip á bókaútgáfu á Íslandi með fjölbreyttri útgáfu bæði hvað varðar innihald og hönnun. Angústúra gefur út vandaðar íslenskar bókmenntir og þýðingar, þar sem rík áhersla er lögð á hönnun; skrásetningu íslenskrar hönnunarsögu, hönnunarrýni og þýðingar á erlendu efni tengdu hönnun,“ segir í áliti dómnefndar. María Rán Guðjónsdóttir eigandi forlagsins.Elísabet Blöndal Vara ársins Eins og áður segir hlaut Loftpúðinn úr smiðju Studio Fléttu fyrir FÓLK Reykjavík. Í rökstuðningi dómnefndar segir að varan sé frábært dæmi um nýskapandi hönnun með megin áherslu á hringrás. Birta Rós Brynjólfsdóttir og Hrefna Sigurðardóttir sigurvegarar í tveimur flokkum. Elísabet Blöndal „Iðnaðarrusli sem áður var hvorki selt né nýtt er breytt í fjölnota púða sem eru 96% endurunnir. Hugað er að öllu ferli endurvinnslu, lítið átt við efniviðinn og auðvelt að skilja hráefnin í sundur þegar líftíma vörunnar lýkur.“ Púðinn sem um ræðir.Hönnunarverðlaun Íslands Heiðursverðlaun Heiðursverðlaunahafi Hönnunarverðlauna Íslands 2023 er Sigrún Guðjónsdóttir „Rúna” fyrir framlag sitt til leirlistar og brautryðjendastarf á því sviði hér á landi. Rúna ásamt nokkrum verkum sínum.Hönnunarverðlaun Íslands „Lífsstarf Rúnu hverfist um hönnun, myndlist, handverk, kennslu og frumkvöðlastarf ásamt samstarfi við aðra listamenn, fyrirtæki og almenning. Í verkum hennar endurspeglast leikgleði og aðferðir Rúnu, sérkenni og auðþekkjanlegur stíll, hafa vakið forvitni og verið innblástur þeim sem á eftir henni komu í listsköpun og hönnun í leir. Segja má að myndheimur Rúnu hafi haft mótandi áhrif á nokkrar kynslóðir Íslendinga, barna sem fullorðinna, enda mátti finna verk hennar víða á heimilum og stofnunum um og eftir miðbik síðustu aldar. Starf hennar var frumkvöðlastarf á sínum tíma og hún var óhrædd við að prófa sig áfram með leirblöndur og glerunga og öll framleiðsla var að mestu unnin úr íslenskum leir. Henni var mjög umhugað um að verkin stæðu jafnfætis málverkum og annarri myndlist. Verkum Rúnu er gjarnan lýst sem ljóðrænum, þar sem unnið er með dulúð minninga og sagna sem sameinast náttúru og fegurð landsins með mildri litapallettu,“ segir í áliti dómnefndar. Rúna á athöfninni í kvöld.Elísabet Blöndal Hönnunarverðlaun Íslands Tíska og hönnun Arkitektúr Mest lesið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Sjá meira
„Það var verði að tilkynna um vöru ársins. Það er loftpúðinn eftir Fléttu fyrir FÓLK Reykjavík,“ sagði Álfrún Pálsdóttir, kynningarstýra hönnunarverðlaunanna í Kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það er fullkomið dæmi um þessa hringrásarhugsun sem hvið erum alltaf að reyna að predika, og við þurfum öll að fara að huga að í öllu sem við gerum. Þetta er svona fullkomið dæmi um hvernig var tekin vara sem hefði annars endað í landfyllingu og úr verður vara sem prýðir heimili landsins.“ Bókaforlagið Angústúra fékk verðlaun fyrir bestu fjárfestingu í hönnun. „Þetta er mikil viðurkenning og mikill heiður fyrir okkur að fá þessi verðlaun og hönnun skiptir lykilatriði í okkar starfsemi alveg frá upphafi,“ segir María Rán Guðjónsdóttir eigandi forlagsins. Álfrún segir hátíðina hafa gríðarlega mikla þýðingu fyrir hönnun á Íslandi. „Af því að með þessum verðlaunum sem nú fara fram tíunda árið í röð þá fáum við tækifæri til að fagna þessum framúrskarandi verkefnum og því sem er búið að vera að gerast akkúrat núna. Og það kraumar allt í hönnunarsamfélaginu hjá hönnuðum og arkítektum og það er svo gaman að geta tekið einstaka verk og lyft þeim upp.“ Verðlaun í hverjum flokki fyrir sig má sjá hér að neðan. Staður ársins Hornsteinar arkítektar hlutu verðlaunin staður ársins fyrir Eddu, hús íslenskunnar sem var vígt fyrr á árinu. Í áliti dómnefndar segir að Edda sé einkennandi og áhrifamikil bygging. Vandað sé til verka af fagmennsku, listfengi og hugað að hverju smáatriði að innan sem utan. Sporöskjulaga formið og einstök áferð hið ytra gefi til kynna dýrmætt innihald. Edda - Hús íslenskunnar var vígt í apríl.Hönnunarverðlaun Íslands Fólkið bak við Eddu.Elísabet Blöndal Verk ársins Verkið Pítsustund eftir hönnuðina Fléttu og Ýrúrarí sigraði í flokknum verk ársins. Pítsustund var fimm daga gjörningur haldinn á HönnunarMars 2023, þar sem hönnuðirnir þæfðu ullarpítsur úr afgöngum frá íslenskum ullariðnaði og seldu viðskiptavinum eins og venjulegar pítsur. Mynd frá sýningu verksins.Hönnunarverðlaun Íslands Dómnefnd segir verkið frumlegt og gott dæmi um það hvernig hönnun getur vakið fólk til umhugsunar um ábyrgð þess á umhverfinu með skemmtilegum og áhugaverðum hætti. Birta Rós Brynjólfsdóttir, Hrefna Sigurðardóttir, Stúdíó Flétta, og Ýr Jóhannsdóttir, Ýrúrarí. Elísabet Blöndal Besta fjárfesting Angústúra bókaforlag hlaut viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun á hönnunarverðlaununum en bókaforlagið hefur frá upphafi átt í samstarfi við leiðandi hönnuði og átt sinn þátt í skrásetningu á hönnunarsögu landsins. Bækur í útgáfu Angústúra. Hönnunarverðlaun Íslands „Á skömmum tíma hefur Angústúra sett sterkan svip á bókaútgáfu á Íslandi með fjölbreyttri útgáfu bæði hvað varðar innihald og hönnun. Angústúra gefur út vandaðar íslenskar bókmenntir og þýðingar, þar sem rík áhersla er lögð á hönnun; skrásetningu íslenskrar hönnunarsögu, hönnunarrýni og þýðingar á erlendu efni tengdu hönnun,“ segir í áliti dómnefndar. María Rán Guðjónsdóttir eigandi forlagsins.Elísabet Blöndal Vara ársins Eins og áður segir hlaut Loftpúðinn úr smiðju Studio Fléttu fyrir FÓLK Reykjavík. Í rökstuðningi dómnefndar segir að varan sé frábært dæmi um nýskapandi hönnun með megin áherslu á hringrás. Birta Rós Brynjólfsdóttir og Hrefna Sigurðardóttir sigurvegarar í tveimur flokkum. Elísabet Blöndal „Iðnaðarrusli sem áður var hvorki selt né nýtt er breytt í fjölnota púða sem eru 96% endurunnir. Hugað er að öllu ferli endurvinnslu, lítið átt við efniviðinn og auðvelt að skilja hráefnin í sundur þegar líftíma vörunnar lýkur.“ Púðinn sem um ræðir.Hönnunarverðlaun Íslands Heiðursverðlaun Heiðursverðlaunahafi Hönnunarverðlauna Íslands 2023 er Sigrún Guðjónsdóttir „Rúna” fyrir framlag sitt til leirlistar og brautryðjendastarf á því sviði hér á landi. Rúna ásamt nokkrum verkum sínum.Hönnunarverðlaun Íslands „Lífsstarf Rúnu hverfist um hönnun, myndlist, handverk, kennslu og frumkvöðlastarf ásamt samstarfi við aðra listamenn, fyrirtæki og almenning. Í verkum hennar endurspeglast leikgleði og aðferðir Rúnu, sérkenni og auðþekkjanlegur stíll, hafa vakið forvitni og verið innblástur þeim sem á eftir henni komu í listsköpun og hönnun í leir. Segja má að myndheimur Rúnu hafi haft mótandi áhrif á nokkrar kynslóðir Íslendinga, barna sem fullorðinna, enda mátti finna verk hennar víða á heimilum og stofnunum um og eftir miðbik síðustu aldar. Starf hennar var frumkvöðlastarf á sínum tíma og hún var óhrædd við að prófa sig áfram með leirblöndur og glerunga og öll framleiðsla var að mestu unnin úr íslenskum leir. Henni var mjög umhugað um að verkin stæðu jafnfætis málverkum og annarri myndlist. Verkum Rúnu er gjarnan lýst sem ljóðrænum, þar sem unnið er með dulúð minninga og sagna sem sameinast náttúru og fegurð landsins með mildri litapallettu,“ segir í áliti dómnefndar. Rúna á athöfninni í kvöld.Elísabet Blöndal
Hönnunarverðlaun Íslands Tíska og hönnun Arkitektúr Mest lesið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Sjá meira