Fimmtán ára áhugakokkur slær í gegn á Instagram Íris Hauksdóttir skrifar 10. nóvember 2023 20:00 Gauti galdrar fram girnilega rétti fyrir feiknastóran fylgjendahóp. Vísir/Vilhelm Hinn fimmtán ára gamli Gauti Einarsson er á hraði leið með að verða ein stærsta Instagram stjarna Íslands. Tæplega tíu þúsund manns fylgja honum nú á samfélagsmiðlum þar sem hann sýnir listir sínar í eldhúsinu. Stjarna Gauta, eða chefgral eins og hann kallar sig á Instagram, hefur stækkað hratt undanfarna mánuði. Sjálfur segir hann ævintýrið hafa byrjað í kringum átta ára aldur en mikið vatn hafi runnið til sjávar síðan. „Ég bjó á þessum tíma á Patreksfirði með pabba mínum sem gaf mér frjálsar hendur í eldhúsinu. Í fyrst var ég alveg hræðilegur en hef lært mjög mikið á þessum fimm árum. Ég hef fylgst mikið með bæði ömmu og afa sem og pabba sem hafa kennt mér mikið. Það skemmtilegasta sem ég geri er að elda steikur og við pabbi förum mjög reglulega í Kjöt kompaní og Sælkerabúðina þar sem ég fæ að velja allskonar tegundir af kjöti.“ Dýrustu steikur í heimi Spurður hvað sé í mestu eftirlæti nefnir Gauti japanska Wagyu steik, nánar tiltekið A5+ BSM12 sem hann upplýsir blaðakonu að skýri hversu fitusprengd steikin sé og hvaðan í Japan hún komi. „Ég hef eldað svona steik fimm sinnum, nú síðast um helgina þegar ég hélt upp á afmælið mitt. Þetta eru dýrustu steikur í heimi. Ódýrast er hægt að fá 250 grömm á 16 þúsund krónur en kílóarverðið er 52 þúsund krónur.“ View this post on Instagram A post shared by Chef Gral (@chefgral) Feðgarnir búa í dag í Vesturbænum og á Gauti samtals fimm systkini. Fjölskyldan nýtur skiljanlega góðs af tilraunum Gauta í eldhúsinu enda segist hann aldrei borða einn. „Í myndböndunum mínum sýni ég lítinn skammt en ég margfalda hann alltaf fyrir fjölskylduna.“ View this post on Instagram A post shared by Chef Gral (@chefgral) Myndböndin hafa sem fyrr segir fengið gríðarlegt áhorf en Gauti segist ekki kippa sér mikið upp við háar áhorfstölur. Ætli metið sé ekki þegar fimm hundruð þúsund manns voru búin að skoða prófilinn minn á einum mánuði. Það eru fleiri en búa á Íslandi.“ View this post on Instagram A post shared by Chef Gral (@chefgral) Gauti hætti nýverið í skóla en hann vinnur samtals 180 klukkustundir á mánuði. Hann segir skólagöngu persónubundið hugtak. „Það er ekki fyrir mig að læra í skóla. Ég vil frekar læra í gegnum reynslu og í gegnum vinnustaði en ég tek líka master-class námskeið á Netinu. Ég er alveg búinn að mastera hvernig lógariþmi á Netinu virkar og á hvaða tíma sólarhringsins er best að birta efni. Hvað tónlist virkar best undir og fleiri tæknileg atriði sem koma með reynslunni. View this post on Instagram A post shared by Chef Gral (@chefgral) Ég er nú kominn í samstarf við Pró Gastró og fæ greitt í vörum sem ég hefði annars eytt pening í að kaupa.“ Fjarlægir alla falsreikninga Fyrir skömmu kom að sögn Gauta sprengja af fölsuðum reikningum á miðilinn hans. Í stað þess að státa sig af stækkandi fylgjendahóp ákvað Gauti að fjarlægja alla fals reikninga og vera þannig trúr raunverulegum fylgjendum sínum. „Ég er alfarið á móti öllu svindli og mínusaði þess vegna þessa fylgjendur við raunfylgi mitt. Internetið er þannig að það skemmir fyrir fólki sem gengur vel í lífinu og vill að öðrum líði illa. Ég tek ekki þátt í því. Það er hins vegar frábært að geta grætt pening á því að elda og gera það sem manni finnst skemmtilegast að gera og ef ég ætti að gefa foreldrum ráð væri það alltaf að leyfa börnunum sínum að blómstra í því sem þau vilja helst gera.“ Krakkar Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Sjá meira
Stjarna Gauta, eða chefgral eins og hann kallar sig á Instagram, hefur stækkað hratt undanfarna mánuði. Sjálfur segir hann ævintýrið hafa byrjað í kringum átta ára aldur en mikið vatn hafi runnið til sjávar síðan. „Ég bjó á þessum tíma á Patreksfirði með pabba mínum sem gaf mér frjálsar hendur í eldhúsinu. Í fyrst var ég alveg hræðilegur en hef lært mjög mikið á þessum fimm árum. Ég hef fylgst mikið með bæði ömmu og afa sem og pabba sem hafa kennt mér mikið. Það skemmtilegasta sem ég geri er að elda steikur og við pabbi förum mjög reglulega í Kjöt kompaní og Sælkerabúðina þar sem ég fæ að velja allskonar tegundir af kjöti.“ Dýrustu steikur í heimi Spurður hvað sé í mestu eftirlæti nefnir Gauti japanska Wagyu steik, nánar tiltekið A5+ BSM12 sem hann upplýsir blaðakonu að skýri hversu fitusprengd steikin sé og hvaðan í Japan hún komi. „Ég hef eldað svona steik fimm sinnum, nú síðast um helgina þegar ég hélt upp á afmælið mitt. Þetta eru dýrustu steikur í heimi. Ódýrast er hægt að fá 250 grömm á 16 þúsund krónur en kílóarverðið er 52 þúsund krónur.“ View this post on Instagram A post shared by Chef Gral (@chefgral) Feðgarnir búa í dag í Vesturbænum og á Gauti samtals fimm systkini. Fjölskyldan nýtur skiljanlega góðs af tilraunum Gauta í eldhúsinu enda segist hann aldrei borða einn. „Í myndböndunum mínum sýni ég lítinn skammt en ég margfalda hann alltaf fyrir fjölskylduna.“ View this post on Instagram A post shared by Chef Gral (@chefgral) Myndböndin hafa sem fyrr segir fengið gríðarlegt áhorf en Gauti segist ekki kippa sér mikið upp við háar áhorfstölur. Ætli metið sé ekki þegar fimm hundruð þúsund manns voru búin að skoða prófilinn minn á einum mánuði. Það eru fleiri en búa á Íslandi.“ View this post on Instagram A post shared by Chef Gral (@chefgral) Gauti hætti nýverið í skóla en hann vinnur samtals 180 klukkustundir á mánuði. Hann segir skólagöngu persónubundið hugtak. „Það er ekki fyrir mig að læra í skóla. Ég vil frekar læra í gegnum reynslu og í gegnum vinnustaði en ég tek líka master-class námskeið á Netinu. Ég er alveg búinn að mastera hvernig lógariþmi á Netinu virkar og á hvaða tíma sólarhringsins er best að birta efni. Hvað tónlist virkar best undir og fleiri tæknileg atriði sem koma með reynslunni. View this post on Instagram A post shared by Chef Gral (@chefgral) Ég er nú kominn í samstarf við Pró Gastró og fæ greitt í vörum sem ég hefði annars eytt pening í að kaupa.“ Fjarlægir alla falsreikninga Fyrir skömmu kom að sögn Gauta sprengja af fölsuðum reikningum á miðilinn hans. Í stað þess að státa sig af stækkandi fylgjendahóp ákvað Gauti að fjarlægja alla fals reikninga og vera þannig trúr raunverulegum fylgjendum sínum. „Ég er alfarið á móti öllu svindli og mínusaði þess vegna þessa fylgjendur við raunfylgi mitt. Internetið er þannig að það skemmir fyrir fólki sem gengur vel í lífinu og vill að öðrum líði illa. Ég tek ekki þátt í því. Það er hins vegar frábært að geta grætt pening á því að elda og gera það sem manni finnst skemmtilegast að gera og ef ég ætti að gefa foreldrum ráð væri það alltaf að leyfa börnunum sínum að blómstra í því sem þau vilja helst gera.“
Krakkar Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Sjá meira