Grunar að netverslun útskýri færri ferðir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. nóvember 2023 13:39 Íbúar í Reykjavík fara færri ferðir á dag en fyrir tuttugu árum. Vísir/Vilhelm Íbúar í Reykjavík fara færri ferðir á dag en fyrir tuttugu árum síðan. Í febrúar 2002 fóru íbúar að meðaltali 4,1 ferð á dag en í nóvember í fyrra fóru íbúar að meðaltali 3,3 ferðir daglega. Gallup grunar að netverslun útskýri þessa fækkun ferða. Fækkun ferða hefur verið mikil síðastliðin tíu ár. Árið 2011 voru daglegar ferðir íbúa að meðaltali 4,2. Það sama var uppi á teningnum árið 2014 og 2017 fóru íbúar um 4,1 ferð á dag. Árið 2019 fóru íbúar að meðaltali 3,9 ferðir á dag og í nóvember í fyra voru ferðirnar orðnar 3,3. Þetta kom fram í kynningu Ólafs Veigars Hrafnssonar, sviðsstjóra markaðsrannsókna Gallup á fundinum Léttum á umferðinni, sem fór fram í Ráðhúsi Reykjavíkur í morgun. „Þetta kom okkur svolítið á óvart því þetta er ekki beint upplifunin í umferðinni. Manni finnst eins og umferðin sé að þyngjast. Við veltum þessu mikið fyrir okkur og meðal annars skoðuðum við hvort að þeir sem vinna heima og eru í heimanámi ferðist minna. Það er ekki svo,“ sagði Ólafur í kynningunni. „Þeir sem vinna heima og læra heima eru með sama meðaltal í ferðum og þeir sem vinna úti. Eitt af því sem mér þykir kannski líklegt að skýri þetta er þessi aukna netverslun.“ Ólafur bætir við að um 36 prósent landsmanna versli á netinu og þannig geti þessi fækkun ferða skýrst. „Þú verslar á netinu, bankinn þinn er á netinu, svo mikil þjónusta er á netinu. Þar af leiðandi ertu ekki að ferðast til að sækja þessa þjónustu.“ Fleiri ganga og ferðast á rafhlaupahjóli Eins benti Ólafur á að bílaumferð hafi minnkað um 2 prósent milli kannanna, annars vegar árið 2019 og 2022. Árið 2019 sögðust 57 prósent svarenda ferðast um á bíl, sem bílstjóri, en í fyrra voru það 55 prósent. Ólafur segist ekki telja þetta einhvers konar vikmörk heldur þróun sem sé í raun og veru að gerast. „Við sjáum líka að þeir sem fara fótgangandi, þeim fjölgar. Farþegum í einkabíl, þeim hefur fækkað jafnt og þétt á tuttugu árum. Þeir voru 17 prósent fyrir tuttugu árum og eru nú um 12 prósent,“ sagði Ólafur. Færri nota bíl sem sinn aðalferðamáta en fyrir tuttugu árum. Rafhlaupahjólið hefur hafið innreið sína. Gallup „Það sem kom mér á óvart í þessu er hvers vegna reiðhjólið er ekki stærra. Hlutdeild reiðhjólsins í ferðamátum er 6 prósent miðað við þessa könnun frá 2022. Maður hefði haldið að það væri meira. Það er búið að byggja upp mjög góða aðstöðu á mörgum vinnustöðum til dæmis,“ segir Ólafur. „Það sem kannski skýrir þetta er að fólk er í raun og veru ekki að nota reiðhjól sem aðal ferðamáta. Það hjólar í vinnuna og heim en notar bílinn í eitthvað annað.“ Um sex prósent svarenda nota strætisvagn sem sinn aðalferðamáta og stendur það hlutfall í stað. Það merkilegasta úr könnuninni sé innreið rafhlaupahjólsins, en um 2 prósent nota það sem sinn aðalferðamáta. Samgöngur Reykjavík Skipulag Verslun Tengdar fréttir Venjuleg gella deilir lyklinum að hamingjunni Brynhildur Bolladóttir lögfræðingur segir lífið hafa breyst til hins betra þegar hún eignaðist rafhjól. Nú þýtur hún upp brekkur, kennir bílstjórum að umgangast hjólastíga og segir ekkert kappsmál fyrir henni að vera bíllaus. Hjólið veiti einfaldlega hamingju. Rafhjólin gætu orðið bylting millistéttarinnar. 10. nóvember 2023 12:41 Bein útsending: Léttum á umferðinni 2023 Opinn fundur borgarstjóra í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu fer fram í dag klukkan 9-11:30. 10. nóvember 2023 08:16 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Fækkun ferða hefur verið mikil síðastliðin tíu ár. Árið 2011 voru daglegar ferðir íbúa að meðaltali 4,2. Það sama var uppi á teningnum árið 2014 og 2017 fóru íbúar um 4,1 ferð á dag. Árið 2019 fóru íbúar að meðaltali 3,9 ferðir á dag og í nóvember í fyra voru ferðirnar orðnar 3,3. Þetta kom fram í kynningu Ólafs Veigars Hrafnssonar, sviðsstjóra markaðsrannsókna Gallup á fundinum Léttum á umferðinni, sem fór fram í Ráðhúsi Reykjavíkur í morgun. „Þetta kom okkur svolítið á óvart því þetta er ekki beint upplifunin í umferðinni. Manni finnst eins og umferðin sé að þyngjast. Við veltum þessu mikið fyrir okkur og meðal annars skoðuðum við hvort að þeir sem vinna heima og eru í heimanámi ferðist minna. Það er ekki svo,“ sagði Ólafur í kynningunni. „Þeir sem vinna heima og læra heima eru með sama meðaltal í ferðum og þeir sem vinna úti. Eitt af því sem mér þykir kannski líklegt að skýri þetta er þessi aukna netverslun.“ Ólafur bætir við að um 36 prósent landsmanna versli á netinu og þannig geti þessi fækkun ferða skýrst. „Þú verslar á netinu, bankinn þinn er á netinu, svo mikil þjónusta er á netinu. Þar af leiðandi ertu ekki að ferðast til að sækja þessa þjónustu.“ Fleiri ganga og ferðast á rafhlaupahjóli Eins benti Ólafur á að bílaumferð hafi minnkað um 2 prósent milli kannanna, annars vegar árið 2019 og 2022. Árið 2019 sögðust 57 prósent svarenda ferðast um á bíl, sem bílstjóri, en í fyrra voru það 55 prósent. Ólafur segist ekki telja þetta einhvers konar vikmörk heldur þróun sem sé í raun og veru að gerast. „Við sjáum líka að þeir sem fara fótgangandi, þeim fjölgar. Farþegum í einkabíl, þeim hefur fækkað jafnt og þétt á tuttugu árum. Þeir voru 17 prósent fyrir tuttugu árum og eru nú um 12 prósent,“ sagði Ólafur. Færri nota bíl sem sinn aðalferðamáta en fyrir tuttugu árum. Rafhlaupahjólið hefur hafið innreið sína. Gallup „Það sem kom mér á óvart í þessu er hvers vegna reiðhjólið er ekki stærra. Hlutdeild reiðhjólsins í ferðamátum er 6 prósent miðað við þessa könnun frá 2022. Maður hefði haldið að það væri meira. Það er búið að byggja upp mjög góða aðstöðu á mörgum vinnustöðum til dæmis,“ segir Ólafur. „Það sem kannski skýrir þetta er að fólk er í raun og veru ekki að nota reiðhjól sem aðal ferðamáta. Það hjólar í vinnuna og heim en notar bílinn í eitthvað annað.“ Um sex prósent svarenda nota strætisvagn sem sinn aðalferðamáta og stendur það hlutfall í stað. Það merkilegasta úr könnuninni sé innreið rafhlaupahjólsins, en um 2 prósent nota það sem sinn aðalferðamáta.
Samgöngur Reykjavík Skipulag Verslun Tengdar fréttir Venjuleg gella deilir lyklinum að hamingjunni Brynhildur Bolladóttir lögfræðingur segir lífið hafa breyst til hins betra þegar hún eignaðist rafhjól. Nú þýtur hún upp brekkur, kennir bílstjórum að umgangast hjólastíga og segir ekkert kappsmál fyrir henni að vera bíllaus. Hjólið veiti einfaldlega hamingju. Rafhjólin gætu orðið bylting millistéttarinnar. 10. nóvember 2023 12:41 Bein útsending: Léttum á umferðinni 2023 Opinn fundur borgarstjóra í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu fer fram í dag klukkan 9-11:30. 10. nóvember 2023 08:16 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Venjuleg gella deilir lyklinum að hamingjunni Brynhildur Bolladóttir lögfræðingur segir lífið hafa breyst til hins betra þegar hún eignaðist rafhjól. Nú þýtur hún upp brekkur, kennir bílstjórum að umgangast hjólastíga og segir ekkert kappsmál fyrir henni að vera bíllaus. Hjólið veiti einfaldlega hamingju. Rafhjólin gætu orðið bylting millistéttarinnar. 10. nóvember 2023 12:41
Bein útsending: Léttum á umferðinni 2023 Opinn fundur borgarstjóra í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu fer fram í dag klukkan 9-11:30. 10. nóvember 2023 08:16