„Hún er það góð“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2023 16:30 Caitlin Clark er frábær leikmaður og algjör lykilleikmaður hjá Iowa Hawkeyes. Getty/G Fiume Caitlin Clark er fyrir löngu orðin stórstjarna í bandarísku íþróttalífi eftir frammistöðu sína í bandaríska háskólakörfuboltanum síðustu ár. NBA stórstjörnur eru meðal þeirra sem hafa dásamað leik hennar og áhuginn á skólaliði hennar er rosalegur sem sést á því að miðar á leiki liðsins fjúka út. Clark hafði leikandi getað komist að í WNBA deildinni en ákvað að klára fjórða árið sitt í Iowa skólanum. Hún er sannkölluð súperstjarna og WNBA liðin vonast til að fá fyrsta valrétt til að geta valið hana. Clark er nú mætt aftur til leiks á lokaári sínu með Iowaa og hún var heldur betur í stuði í leik á móti Virginia Tech. Hún skoraði 44 stig í leiknum auk þess að gefa 6 stoðsendingar og taka 8 fráköst. Hún átti beinan þátt í 19 af 28 körfum Iowa liðsins. 40-point games vs. AP Top 10 opponents, since 2021-22:Caitlin Clark, @IowaWBB: 4All other men & women combined: 0 pic.twitter.com/sxeMEAdFhR— OptaSTATS (@OptaSTATS) November 10, 2023 Iowa þurfti líka á öllum hennar stigum að halda því liðið rétt marði sigur 80-76. Kenny Brooks, þjálfari Virginia Tech, hristi bara hausinn þegar hann var spurður út í hvað hann reyndi til að hægja á Clark. „Ég elska stelpurnar í mínu liði en stundum ertu að spila damm þegar mótherjinn er að spila skák. Hún er það góð,“ sagði Kenny Brooks. Clark hefði getað verið með miklu fleiri stoðsendingar því liðsfélagar hennar fóru oft illa með sniðskot sem hún bjó til fyrir þá. „Hún er einn allra besti leikmaður sinnar kynslóðar og við munum fá að fylgjast lengi með henni spila á mjög háu getustigi,“ sagði Brooks. Eftir að leiknum lauk þá þyrptust að henni ungir krakkar í Iowa treyju númer 22 sem vildu fá eiginhandaráritun frá henni. Hún eyddi nokkrum mínútum í að gefa þær áður en hún var kölluð inn í klefa. Caitlin Clark tonight! 44 Points 13/31 Shooting 13/17 Free Throws 8 Rebounds 6 Assists 5 Threes 1 Turnover Video: @IQfor3 pic.twitter.com/Satjtk9CdK— Ballislife.com (@Ballislife) November 10, 2023 Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Portúgal - Ísland | Komast stelpurnar okkar á sigurbraut? Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjá meira
NBA stórstjörnur eru meðal þeirra sem hafa dásamað leik hennar og áhuginn á skólaliði hennar er rosalegur sem sést á því að miðar á leiki liðsins fjúka út. Clark hafði leikandi getað komist að í WNBA deildinni en ákvað að klára fjórða árið sitt í Iowa skólanum. Hún er sannkölluð súperstjarna og WNBA liðin vonast til að fá fyrsta valrétt til að geta valið hana. Clark er nú mætt aftur til leiks á lokaári sínu með Iowaa og hún var heldur betur í stuði í leik á móti Virginia Tech. Hún skoraði 44 stig í leiknum auk þess að gefa 6 stoðsendingar og taka 8 fráköst. Hún átti beinan þátt í 19 af 28 körfum Iowa liðsins. 40-point games vs. AP Top 10 opponents, since 2021-22:Caitlin Clark, @IowaWBB: 4All other men & women combined: 0 pic.twitter.com/sxeMEAdFhR— OptaSTATS (@OptaSTATS) November 10, 2023 Iowa þurfti líka á öllum hennar stigum að halda því liðið rétt marði sigur 80-76. Kenny Brooks, þjálfari Virginia Tech, hristi bara hausinn þegar hann var spurður út í hvað hann reyndi til að hægja á Clark. „Ég elska stelpurnar í mínu liði en stundum ertu að spila damm þegar mótherjinn er að spila skák. Hún er það góð,“ sagði Kenny Brooks. Clark hefði getað verið með miklu fleiri stoðsendingar því liðsfélagar hennar fóru oft illa með sniðskot sem hún bjó til fyrir þá. „Hún er einn allra besti leikmaður sinnar kynslóðar og við munum fá að fylgjast lengi með henni spila á mjög háu getustigi,“ sagði Brooks. Eftir að leiknum lauk þá þyrptust að henni ungir krakkar í Iowa treyju númer 22 sem vildu fá eiginhandaráritun frá henni. Hún eyddi nokkrum mínútum í að gefa þær áður en hún var kölluð inn í klefa. Caitlin Clark tonight! 44 Points 13/31 Shooting 13/17 Free Throws 8 Rebounds 6 Assists 5 Threes 1 Turnover Video: @IQfor3 pic.twitter.com/Satjtk9CdK— Ballislife.com (@Ballislife) November 10, 2023
Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Portúgal - Ísland | Komast stelpurnar okkar á sigurbraut? Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjá meira